Hlynur - 15.12.1961, Side 14

Hlynur - 15.12.1961, Side 14
Mötuneytið fimm ára Hinn 15. ágúst s. 1. átti Mötuneyti starfsmanna SÍS fimm ára afmæli. í tilefni dagsins voru margs kyns há- tíðaréttir á borðum, sem starfslið eldhússins, undir stjórn hinnar dug- miklu ráðskonu, Helgu Þóroddsdótt- ur, hafði matreitt. Það er að vísu engin nýlunda, að á borðum í Sambandshúsinu sé góð- meti. Mötuneytið hefir borið þá gæfu, frá upphafi, að hafa löngum sama starfsliðið, og þá sérstaklega sömu ráðskonuna, en Helga hefir gegnt þeim störfum allan tímann. Allir þeir, sem hafa snætt í Sambands- húsinu á liðnum fimm árum, jafnt innanbæjarmenn sem utan, ljúka all- ir upp einum munni um ágæti mötu- neytisins undir stjórn Helgu. Myndi ég telja það mesta happ mötuneytis- ins, að það fengi sem lengst að njóta starfskrafta hennar. Núverandi starfslið mötuneytisins, talið frá vinstri: Áslaug Gunnsteinsdóttir, Stelia Kristjánsdóttir, Helga Þóroddsdóttir, mat- ráðskona, Gytta Richter og Ragnheiður Guðjónsdóttir. Mötuneytið er þörf stofnun, sem gefur þeim tækifæri til að kaupa ódýran mat, er ekki komast heim til sín í hádeginu. Víða hefur sams konar stofnunum verið komið upp í fyrirtækjum hér í bæ. Þykir rekst- ur þeirra sjálfsagður og myndu fæst- ir vilja að horfið yrði frá rekstri þeirra. En þótt þeim er notfæra sér mötu neytið finnist það sjálfsagt, þá er engin ástæða til þess að gleyma því, að fyrirtækið sem við störfum hjá, lætur margs kyns aðstöðu í té end- urgjaldslaust til þess að reksturinn sé mögulegur. Finnst mér full ástæða til að þakka forráðamönnum Sam bandsins fyrir skilning á málefnum starfsmanna um leið og mötuneytinu er árnað áframhaldandi heilla í starfi. Ö.H. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.