Hlynur - 15.12.1961, Qupperneq 17

Hlynur - 15.12.1961, Qupperneq 17
söngur englanna á Betlehemsvöllum er vafalaust áhrifamesti boðskapur, sem fluttur hefur verið. Vér getum að vísu efast um það hversdagslega, þegar vér sjáum návígin, sem menn- irnir heyja hverjir við aðra, er vér verðum vitni að nábúakriti, illmælgi og ónotum, — en á jólahátíðinni sjálfri hverfur allur efi. Hugurinn hefur hamskipti. Vér heyrum ekki baktal, vopnin hafa verið slíðruð o J sættir gerðar. Áhrif jólafriðarins til sátta og ein- drægni eru ekki öll talin. Matthías Jochumsson endar hið fagra ljóð sitt um jólin heima í foreldrahúsum með þessum Ijóðlínum: „Ég er aftur jóla- borðin við; ég á enn minn gamla sál- arfrið". — Jólafriðnum fylgir sátt hið ytra, — mennirnir færast nær hverj- ir öðrum. En hið dýpsta í jólafriðnum er samt viðleitnin að skapa ró í huga, frið í sál, frið, er ekki sé aðeins hverful hrifning fáeinna augnahlika, heldur varanlegur friður, sátt við lífið sjálft, sátt við hlutskipti og for- lög, sátt við Guð. Samstilling á að myndast milli hins skapaða og skap- arans, er ekki verði rofin í skipti- vindum hversdagsins. — Eitt af erf- iðustu viðfangsefnum miðaldaguð- fræðinnar var hugmyndin um hina hverfulu nútíð er þó fæli í sér brot eilífðarinnar, og væri því í raun og veru sama eðlis og eilífðin sjálf. Aldrei munum vér mennirnir nær því en á jólunum að skilja „hina eilífu nútíð", augnablikin, sem eru í sannleika brot af eilífðinni. — En næst munum vér þó komast þeim skilningi, ef oss auðnast að finna sálarfriðinn við jólaborðin. Prægur læknir gaf barni skírnar- gjöf. Það var silfurbikar og á hann letruð orðin dularfullu: „Það sem ekki verður keypt fyrir peninga." Saga lá til grundvallar áletrun þess- ari. Læknirinn hafði ætlað sér að græða fé á því að kaupa og selja hlutabréf. Hann hafði líka gert það, ef ekki hefði svo viljað til, að hann varð á næsta óheppilegum tíma sóttur til konu í barnsnauð. Meðan hann vann að erfiðri læknisaðgerð til að bjarga lífi móður og barns missti hann af gróðanum og tapaði auk þess miklu fé. — Litla barnið fékk bikarinn í skírnargjöf með á- letruninni: „Það sem ekki verður keypt fyrir peninga." — En hvað var átt við með þeim orðum: Var það lífið sjálft, líf lítils barns? Var átt við sælu þess, að „vita eitthvað anda hér á jörð; er ofar standi minni þakkargjörð." — Eða var átt við annað: Gleðina, sem það veitir, að hafa orðið að fórna sjálfur til þess að geta hjálpað öðrum? Eða var það ef til vill enn annað, sem átt var við: Að leggja lífsöflunum lið, að gleyma sjálfum sér í þjón- ustu? Á jólahátíðinni kynnumst vér því, sem ekki verður keypt fyrir peninga: Gleði jólanna fæst aðeins að gjöf. Hún er bros í auga barns, hún er viðkvæmni í rödd hins full- orðna, öllum þrá til að vera góðir og sáttir við allt og alla. Gleðileg jól. Guðmundur Sveinsson. Gleðileg jól HLYNUR 17

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.