Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 31

Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 31
Aðalfundur . . . Framhald af bls. 22. Pétur Esrason, Helga Helgadóttir, Inga Teitsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir. íþróttanefnd: Örn E. Friðriksson, Ormar Skeggjason, Lýður Benediktsson, Geir Magnússon, Jón I. Rósantsson. Skáknefnd: Baldvin Einarsson, Daníel Halldórsson, Eggert Guðmundsson, Jón I. Rósantsson, Sveinn Kristinsson. Bridgenefnd: Matthías Kristjánsson, Steinar Magnússon, Kjartan P. Kjartansson. Va ramenn: Haukur Ingimundarson, Hrólfur Halldórsson. Endurskoðendur: Þorkell Skúlason, Óskar Jónatansson. VaramaSur: Björn Ó. Carlsson. Fulltrúi i stjórn Lífeyrissjóðs: Sveinn H. Valdimarsson. Varamaður: Halldór Sigurgeirsson. Fulltrúi í ritnefnd Hlyns: Hermann Pálsson. Hinn nýkjörni formaður tók þá til máls og þakkaði félagsmönnum það traust, sem þeir hefðu nú sýnt sér og hvatti þá til að vinna vel að málefnum félagsins á komandi starfs- ári. Arnór Valgeirsson gerði þvínæst grein fyrir starfsháttum ljósmynda- klúbbsins; kvað hann vera sjálfstæð- ari stofnun en aðra klúbba og kysi hann samkvæmt því stjórn á eigin fundi. Jón Þór Jóhannsson ræddi nokkuð um starfsemi starfsmannafélaga á öðrum Norðurlöndum. Kvað hann fé- lagslíf hjá þeim einkum vera fjör- ugt kringum sumarhús, hliðstæð skálanum hér, en fullkomnari miklu. Mæltist hann til að stjórnin tæki til athugunar að afla félaginu skála á hentugri stað, einkum í nánd við veiðiá eða vatn. Fleira gerðist ekki á fundinum og var honum því slitið. Skömmu eftir aðalfund kom hin nýkjörna stjórn saman á fund og skifti með sér verkum. Var Arni Reynisson þá kosinn gjaldkeri, Krist ján Fjeldsted ritari og Sigrún Sig- urjónsdóttir og Þór S. Ragnarsson meðstjórnendur. Sjáðu, ég skal .... Framhald af bls. 26. leiknum. Á myndinni á síðu 23 hand- samar Örn Björnsson, er var í marki hjá dótturfyrirtækjunum, boltann af mikilli íþrótt, en Jón I. Rósantsson, Fataverksmiðjunni Gefjun, Hermann Hallgrímsson, Samvinnutryggingum, Þorbergur Halldórsson, Dráttarvélum h.f., Guðgeir Ágústsson, Samvinnu- tryggingum, Ólafur Sigurðsson, SÍS og Einar Kjartansson, SÍS horfa á fullir aðdáunar. — Á efri myndinni á síðu 27 er Kjartan P. Kjartansson, markvörður SÍS-liðsins, í kapphlaupi við boltann, sem er á leið út af vellinum, en á eftir honum skeiðar Örn Friðriksson, Sf/SÍS. Á þriðju myndinni sést boltinn í töluverðri hæð yfir vellinum, en Jón I. Rósants- son, Örn Björnsson, Sigurgeir Þor- kelsson, Olíufélaginu, Þorbergur Halldórsson og Ólafur Sigurðsson fylgjast með flugi hans. HLYNUR 31

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.