Hlynur - 15.01.1966, Page 5

Hlynur - 15.01.1966, Page 5
Kaupfélagsstjóraskipti Ólafur Ármann Guðbjörn Ólafur á Hvolsvöll Ólafur Ólafsson hefur tekið við kaupfélagsstjórn hjá Kaupfélagi Rangæinga af Magnúsi Kristjáns- syni. Ólafur er fæddur 5/5 1924 að Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. Hann stundaði nám í héraðsskólanum á Laugarvatni og síðar í Samvinnu- skólanum, starfaði síðan hjá Kaup- félagi Rangæinga 1946—59, er hann gerðist kaupfélagsstjóri á Ólafsfirði, en því starfi gegndi hann þangað til sl. haust. — Kvæntur er Ólafur Rannveigu Baldvinsdóttur frá Ólafs- firði. Ármann á Ólafsfjörð Ármann Þórðarson hefur tekið við kaupfélagsstjórn á Ólafsfirði af ólafi Ólafssyni. — Ármann er fædd- ur að Þóroddsstöðum 1 Ólafsfirði 22. janúar 1929. Hann tók búfræðipróf úr Hólaskóla og bjó síðan á Þórodds- stöðum til ársins 1960, er hann réðst til starfa hjá Kaupfélagi Ólafsfjarð- ar, en þar hefur hann unnið síðan. — Kvæntur er Ármann Þórgunni Rögnvaldsdóttur. Guðbjörn á Suðureyri Guðbjörn Björnsson hefur tekið við af Jóhannesi Þ. Jónssyni, sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Súg- firðinga. Guðbjörn er fæddur 8. júlí 1927 á Suðureyri, og stundaði nám í Núpsskóla og Samvinnuskól- anum. Hann hefur lagt stund á ým- is konar vinnu, sjómennsku og eink- um verzlunarstörf, um skeið hjá kaupmannaverzlun á Suðureyri, en einkum hjá Kaupfélagi Súgfirðinga. Þá var hann um árs skeið skrifstofu- maður hjá ísveri h.f. á Suðureyri, áður en hann tók við kaupfélags- stjórn. — Kvæntur er Guðbjörn Kristínu Sturludóttur. HLYNUB 5

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.