Hlynur - 15.03.1969, Side 5

Hlynur - 15.03.1969, Side 5
KAUPFELAGIÐ STÓRI BJÖRNINN Við hér á íslandi þekkjum vel söguna iaf því, hvernig íslenzkum bsendum tókst á sínum tíma með aSstoð samvinnuhugsjónarinnar að brjóta á bak aftur kúgun er- lends kaupmannavalds og kom- ast úr sárri fátækt upp í veru- lega velmegun með því að standa saman um verzlun sína og fram- leiðslu. Það er saga, sem er of kunn til þess að hana þurfi að r®kja hér, og þótt hagfræðingar þjóðarinnar séu að vísu ekki á einu máli um það, hvort þjóð- félag ok'kar geti talizt fullþróað eftir þeim mælistikum, sem um Pað eru settar innan iðnaðar- landa hins vestræna heims, þá er það eigi að síður staðreynd, að miðað við hina frumstæðari þjóðflokka heimsins ríkir hér veruleg velmegun, og a. m. k. í dreifbýlinu er það ekki öðru fremur en því að þakka, að kaupfélögin hafa þar á undan- gengnum áratugum skapað að- stöðu fyrir efnalegt sjálfstæði fólks. Qkkur er því hollt að hafa það 1 huga, ,að víða í heiminum á fólk við margfalt meiri örðug- feika að etja en við núlifandi Islendingar höfum haft kynni af- í norðvestur héruðum Kanada eru almenn lífskjör t. d. mjög léieg, og á það ekki sízt við uim hina innfæddu íbúa þeiss- ara svæða, Indíánana og Eski- móana. Norðarlega í Kanada er vatn, sem nefnist Stóra-Bjarnarvatn. Við vesturenda þess er Franklín virkið, nefnt svo frá þeim tíma þegar landnemar þurftu að verja sig fyrir árásum herskárra Indí- ana. en nú hefur skipt um, því að þar er nú lítið þorp og íbú- arnir nær eingöngu Indíánar. í Franklín virki var fyrst selit upp verzlunarstöð árið 1805, og frá þeim tima og fram um 1950 lifðu Indíánamir veiðimannalífi í ná- grenninu, en höfðu miðstöð sína í virkinu. 1950 reisti ríkisstjórn- in hins vegar skóla í Franklín virki, og um sama leyti setti kaþólska kirkjan þar upp trú- boðsstöð. Upp úr því fóru Indí- ánamir að setjast þar að, og jafnframt breyttust atvinnu- hættir þeirra. Þeir fóru nú smátt og smátt að hætta veiðimanna- lí'finu, en í þess stað sneru þeir sér að öðrum atvinnugreinum, 'einkum fiskveiðum. Það sóttist hins vegar seint fyrir þá að kom- ast upp á lagið með þessar nýju atvinnugreinar, og þrátt fyrir verulega styrki og aðstoð frá hinu opinbera söfnuðu flestir þeirra tálsverðum skuldum hjá verzluninni. Loks kom að því, að Indíán- arnir sáu að við svo búið mátti ekki standa. Nokkrir þeirra tóku sig saman í ársbyrjun 1961 og fengu 50 dollara lán hjá ka- þólsku trúboðsstöðinni. Með þá peninga í höndunum hófu þeir fisksölu til verktaka, sem voru að reisa flugvöll ekki langt und- an, og þegar þeim viðskiptum lauk höfðu Indíánarnir selt þangað fisk fyrir 613 dollara og haft nokkurn hagnað. í fram- haldi áf því reyndu þeir einnig að selja fisk til bæjarins Inuvik við mynni Mackenzie fljótsins, en þau viðskipti voru stöðvuð af hinu opinbera, þar sem þau reyndust brjóta í bága við gild- andi lög um fisksölu á þessu svæði. Indíánarnir sneru sér til stjómarinnar og báðu um að fá þessu breytt, en það reyndist ókleift, þó að stjómin hlypi reyndar undir bagga með þeim í bili og keypti af þeim hálft annað tonn af fiski, sem þeir höfðu ætlað sér að selja í Inuvik. Hins vegar voru framtíðarat- vinnuhorfur þeirra alveg jafn ótryggar eftir sem áður. í kaþólsku trúboðsstöðinni var starfandi prestur, faðir Fumo- leaíu, sem hafði mikinn áhuga á framfaramál'Um Indíánanna. Hann hafði m. a. haft spurnir af því, að Eskimóar víðs vegar í norðurhéruðum Kanada hefðu stofnað með sér kaupfélög, sem gefizt hefðu mj ög vel í því skyni að efla sjálfsbjargarviðleitni fé- lagsmannianna í atvinnumálum, og nú sagði hann forystumönn- um fiskseljendanna í hópi Indí- ánanna frá því sem hann vissi um þessi félög. Þetta vakti áhuga þeirra, og þeir fóru að spyrjast fyrir um þessi félög Eskimóanna. Starfsmenn í norð- urhéraðadeild kanadíska stjórn- arráðsins gáfu þeim fúslega all- ar upplýsingar um þessi félög, en sögðu þeim hins vegar um leið, að þó iað þau hefðu reynzt vel hjá Eskimóunum, væri ekki þar með sagt, að þau myndu henta Indíánum vel, þar sem at- vinnuhættir þeirra væru að verulegu leyti frábrugðnir, svo Sýnishom af minjagripaframleiðslu Indíánanna. HLYNUR 5

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.