Hlynur - 15.03.1969, Síða 11

Hlynur - 15.03.1969, Síða 11
ásamt ekkju eins af eldri bræðr- um sínum á framfæri, en þetta fjölskyldukerfi, sem byg'gðist á indverskum siðvenjum, varð að sjálfsögðu ekki til þess að létta honum lífsbaráttuna. Aðspurður um framtíðarmögu- leika sína svaraði þessi verzl- unarsijóri því til, að líklega ®tti h'ann ekki eftlr lað fá tækifæri til að vinna sig upp í tekjuhærri stöðu, en að sjálf- sögðu myndi hann halda áfram a® auka og bæta við þekkingu sína eftir föngum. Möguleikarn- ir fyrir verzlunarstjóra til að vinna sig upp væru mjög tak- markaðir, vegna þess að öll em- bætti þar fyrir ofan væru veitt af hinu opinbera, og þau hlytu yfirleitt menn úr opinberri Þjónustu, án tillits til þess hvort þeir hefðu reynslu og þekkingu á störfum kaupfélaga eða ekki. Verzlunarstjórinn gat þess, að þessi aðferð við mannaráðning- ar í trúnaðarstöður hjá kaupfé- lögunum skapaði oft alvarlega erfiðleika og stæði indversku samvinnuhreyfingunni mjög tyrir þrifum. Þegar ársreikningarnir fyrir árið 1967 höfðu verið gerðir upp °g birgðatalningu var lokið, kom í Ijós, að í búðinni hafði orðið rýrnun, sem nam 220 rúpíum (tæpum 2600 ísl. kr.). Á Norð- urlöndum hefði þetba ekki þótt vera neitt til að gera veður út af> því að það var aðeins s'em svaraði 0.14% af heildarsölunni, eu fyrir verzlunarstjórann varð þetta samt mikið áfall, því að það var ekki ætlazt til þess, að bein rýrnun yrði í búðinni. Hann var sem sagt neyddur til þess að greiða þessa upphæð úr eigin vasa innan mánaðar. Þar sem þessi upphæð nam meiru en hálfum öðrum mánaðarlaun- urn hans gat Svíinn sem segir söguna ekki orða bundizt og spurði, hvernig hann færi að því að greiða þetta. Svarið var stutt og laggott, að hann vissi það ekki, en vonandi myndu nokkrir af ættingjum hans geta hlaupið undir bagga og lánað honum peningana. Þessi maður, sem enn var ung- ur að árum, var þannig að sjálf- sögðu mjög fátækur, en hann reyndist þó vera ánægður með kjör sín, og einkum var hann glaður yfir því að hafa fasta vinnu. Að sjálfsögðu óskaði hann sér hærri launa, en á því voru þó ekki góðar horfur, nema hvað hann var ekki vonlaus um að geta fengið hækkun ef salan færi yfir eitthvert tiliekið mark. Ljósi punkturinn í lífi hans var reiðhjól, sem hann átti, en þar sem vegalengdin frá heimili ■hans til verzlunarinnar var 12 km, og hann þurfti þannig að hjóla 24 km daglega, og það jafnt hvort heldur sem var steikjandi sólskin og 40 stiga hiti eða úrhellis monsúnrigning, þá er á takmörkunum að það hiafi getað talizt itil nokkurs óhófs, a. m. k. ekki á vestrænan mælikvarða. En eins og áður sagði var þessi verzlunarstjóri ánægður og bar sig vel þrátt fyrir bág- borin lífskjör, og það jafnt fyrir það, að laun hans og starfsað- staða væru lakari en þekkzt hefur um aldaraðir á Vestur- löndum. — Eiginlega veit ég ekki til hvers cru fjórir gírar á bílnum, en ég býst viS að þrír séu lU vara ef einn skyldi bila. HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.