Hlynur - 15.03.1969, Side 13

Hlynur - 15.03.1969, Side 13
F R E T Frá ársfundinum. Erlendur Einarsson flytur skýrslu stjórnar. Arsfundur Osta- og smjörsölunnar Arsfundur Osta- og smjörsölunn- ar s/f var haldinn þriðjudaginn 25. febrúar s.l. að Hótel Sögu. Formaður stjórnarinnar, Erlendur Einarsson forstjóri, stjórnaði fundi °g kvaddi Sæmund Friðriksson framkv.stj. til að rita fundargerð. í upphafi fundar flutti formaður skýrslu stjórnarinnar og gat þess th. a. að 10 ár væru liðin frá því að Osta- og smjörsalan hóf starf- Agnar Tryggvason fimmtugur Hinn lo. febr. s.l. varð Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri Bú- vörudeildar SÍS fimmtugur. Hann hefur gegnt núverandi starfi frá 1962, en áður hafði hann verið er- lendis á vegum SÍS um árabil, á skrifstofum þess í New York, Kaup- hiannahöfn og Hamborg. HLYNUR sendir Agnari beztu hamingjuóskir. Agnar. semi sína, en það var hinn 1. jan- úar 1959. Á þessu tímabili hefur fyrirtækið selt mjólkurafurðir fyrir 2362 milj. kr. og heildarendurgreiðsla um- boðslauna til mjólkurbúanna nem- ur 46.5 miljónum króna á þessu 10 ára tímabili. Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, lagði fram og skýrði endurskoðaða reksturs- og efna- hagsreikninga fyrir 'árið 1968 og gaf skýrslu yfir starfsemina. Heildarf ramleiðsla. mj ólkursam- laganna á árinu 1968 var: Smjör 1440 tonn Ostur 1383 — Nýmjólkurduft 419 — Undanrennuduft 420 — Kasein 378 — Pramleiðsla á smjöri og osti jókst nokkuð á árinu, en framleiðsla á nýmjólkur- og undanrennudufti dróst hinsvegar saman. Heildarsala á smjöri á árinu varð 1024 tonn en af osti seldust 582 tonn. Útflutningur mjólkurvara varð hér segir: Ostur 665 tonn Nýmjólkurduft 376 — Kasein 414 — Undanrennuduft 15 — Heildarvelta fyrirtækisins á árinu 1968 varð 388.6 miljónir króna. Dreifingar- og sölukostnaður fyrir- Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson í Yztafelii lézt í sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 10. febr. s.l. nær áttræður að aldri. Hann var um árabil einn af helztu forgöngumönnum samvinnuhreyf- ingarinnar hér á landi, ferðaðist m. a. á árunum 1924—34 um flestar sýslur landsins á vegum SÍS og hélt fyrirlestra um samvinnumál, og einnig eru ritstörf hans um þau mál bæði mikil og merk. Iier þar hæst bókina Samvinnufélögin í Norður- álfu og þýðingu hans á bókinni Samvinnan á íslandi eftir Thor- sten Odhe, auk f jölmargra greina í blöðum og tímaritum. Samvinnu- menn um iand allt minnast hans að leiðarlokum með virðingu og þakklæti. tækisins varð á árinu 11.5 miljónir eða 2.9%. Endurgreidd umboðslaun til mjólkursamlaganna fyrir árið 1968 námu krónum 6.508.332.80. í stjórn Osta- og smjörsölunnar eru: Erlendur Einarsson, forstjóri, for- HLYNUR 13

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.