Hlynur - 15.03.1969, Side 16

Hlynur - 15.03.1969, Side 16
Kennslubuð í Tansaníu Það færist stöðugt í vöxt með- al hinna þróuðu landa hins vestræna heims, að þau láti eitt- hvað af hendi rakna til van- þróuðu ríkjanna, ekki sízt í Afríku, til að hjálpa þeim í við- leitni þeirra til að geta staðið á eigin fótum og til að geta boðið íbúum sínum mannsæmandi lífskjör. Hér á landi höfum við m. a. kynnzt slíku starfi fyrir tilstilli Herferðar gegn hungri, sem þegar hefur látið margt gott af sér leiða, og í umræðum manna á milli heyrist sú skoð- un stöðugt oftar látin uppi, að við eigum að auka þessa starf- semi okkar. í nágrannalöndum okkar hef- ur mikið verið unnið að þessum málum undanfarin ár. Af Norð- urlöndunum munu Svíar hafa verið einna athafnasamastir í þessum málum, enda búa þeir við einna mesta velmegun af þessum löndum eins og kunnugt er. Samvinnumenn þar hafa sízt verið eftirbátar annarra, og hafa þeir látið myndarlegar upp- hæðir renna til aðstoðar við þróunarlöndin. í fréttum sem okkur berast frá Alþjóðasamvinnusamband- inu kemur það og hvað eftir annað fram, að þegar verið er að byggja upp efnahags- og atvinnulíf í þróunarlöndunum, koma hugmyndir og skipulag samvinnuhreyfingarinnar oft að mjög miklu gagni í því starfi. Þannig hafa þegar verið byggð upp samvinnufélög, bæði fram- leiðenda og neytenda, í þess- um löndum, og þótt þau hafi að vísu oft átt við mikil og erfið vandamál að stríða í rekstri sínum, og það jafnvel vanda- mál, sem við þekkjum ekki einu sinni af afspurn hér á norður- hveli jarðar, þá hefur það sýnt sig, að samvinnufélagsformið hentar vel í þessum löndum, þegar verið er að byggja upp sjálfsbjargarviðleitni fólks og kenna þvi að hjálpa sér sjálft. í ríkinu Tansaníu í austur- hluta Afríku hafa Norðurlönd- in lagt verulegt framlag af mörkum til þess að efla fram- þróun samvinnuhreyfingarinnar í landinu, og eru það einkum norrænu samvinnusamböndin sem þar hafa átt hlut að máli, bæði með beinum fjárframlög- um og með því að senda þang- að sérfræðinga til starfa. í Tans- aníu hefur þannig t. d. verið haldið uppi umfangsmikilli fræðslustarfsemi á vegum þess- ara aðila, m. a. með víðtæku námskeiðahaldi víðs vegar um landið, dreifingu upplýsinga- og fræðslurita meðal almennings og með því að halda uppi sérstök- um fræðsludagskrám í útvarpi. Hið nýjasta í þessu efni, sem við höfum haft fregnir af, er það, að fyrr í vetur var opnuð í Moshi í Tansaníu fyrsta æf- inga- og kennslubúðin í landinu, og er hún gjöf frá sænsku sam- vinnusamtökunum. Og það er ekki nóg með það, að Svíarn- ir hafi gefið þessa búð, því að þeir sendu einnig vanan mann, Nils Magnusson að nafni, til þess að standa fyrir þeim nám- skeiðum sem þar verða haldin. Byggingin sem hér um ræðir er um 300 fermetrar, og þar verð- ur rekin verzlun af kaupfélaginu í Moshi. Með tilkomu hennar verður kaupfélagið eitt af örfá- um í landinu, sem reka fleiri en eina verzlun, því að fyrir var hjá því ein búð, en hin almenna verzlun í byggingunni verður að sjálfsögðu opin almenningi. Hins vegar er um helmingur af húsnæðinu ætlaður fyrir æf- inga- og fyrirlestrasal, þar sem þegar er byrjað að halda nám- skeið í hagnýtum búða- og af- greiðslustörfum fyrir innfædda Tansaníubúa. Og þeir virðast ekki ætla að láta standa á sér að koma, því að til þessa hefur Framhald á bls. 15. v H L Y N U R BlaS um samvinnumál 3. tbl 17. árg. marz 1969 Hlynur er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfsmannafélagi SÍS og Félagi kaupfélags3tjóra. Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn SigurSsson. Auk þeirra eru í ritnefnd Ragnar Jóhannesson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: kr. 125.00 árgangurinn, kr. 15.00 heftið. Kemur út mánaðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 16 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.