Hlynur - 15.05.1970, Page 2
Söluskatturinn kemur hart
niður á kaupfélögunum
Rætt við Þorstein Sveinsson kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum
Hreindýrin í Sædýrasafninu í
Hafnarfirði, sem glatt hafa augu
barnanna á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu undanfarnar vikur og mánuði,
eru ættuð austan af Fljótsdalshér-
aði, og einn þeirra manna, sem
áttu hlut að því að fanga þau til
flutnings suður á land, var Þor-
steinn Sveinsson kaupfélagsstjóri á
Egilsstöðum. Við sóttum Þorstein
heim í endaðan apríl — ekki þó til
að fræðast um hreindýr og háttu
þeirra — heldur lék okkur forvitni
á að fá að kynnast hjá honum
starfsemi eins stærsta samvinnu-
félags landsins, sem hann veitir
forstöðu. Þetta félag er Kaupfélag
Héraðsbúa, sem rekur nú verzlun
á fjórum stöðum austanlands, þ. e.
Reyðarfirði, Egilsstöðum, Borgar-
firði eystra og Seyðisfirði, auk þess
sem það veitir margháttaða aðra
þjónustu á félagssvæðinu. í ferð-
inni fengum við tækifæri til að
kynnast starfseminni á Egilsstöð-
um og Reyðarfirði, og auk þess
áttum við samtal við Þorstein á
vistlegu heimili hans í kaupfélags-
stjórabústaðnum á Egilsstöðum.
Það spjall hófum við með því að
spyrja hann um stærð félagssvæð-
isins.
— Það er Fljótsdalshérað, Reyð-
arfjörður og Borgarfjörður eystri.
Á Seyðisfirði hefur ekki enn verið
stofnuð sérstök deild úr félaginu,
en hins vegar rekur félagið þar
búð. íbúar á öllu þessu svæði eru
rétt um fjögur þúsund, og þar af
eru 900 á Seyðisfirði. Félagsmenn
eru nú 762, sem má teljast allhátt
hlutfall, enda eiga yfirleitt öll
sveitaheimili á svæðinu aðild að
félaginu, a. m. k. öll sem hafa við-
skipti við það.
— Og einhverju myndi velta fé-
lagsins þá nema?
— Heildarveltan varð 308 milj.
kr. árið 1969. Þar af var vörusala
á erlendum vörum 144,8 milj.,
mjólk og sauðfjárafurðir námu 112
milj. og hitt eru greiðslur í sam-
bandi við þjónustufyrirtæki og
hraðfrystihús félagsins. Heildar-
upphæðin, sem félagið greiddi í
vinnulaun á árinu, nam rúmum 28
milj. kr., og fastir starfsmenn eru
86.
— Ber eitthvað á því, að fólk
sæki verzlun beint út fyrir félags-
svæðið?
— Nei, það er lítið verzlað beint
út af félagssvæðinu. Það hefur
t. d. ekki verið í sambandi við
fóðurbætissöluna, og þó að dá-
lítið hafi borið á beinum kaupum
í sérvörum, hefur það farið minnk-
andi aftur.
— Hversu umfangsmikil er verzl-
unarstarfsemi félagsins?
— Það rekur almennar matvöru-
og vefnaðarvörubúðir á Egilsstöð-
um, Reyðarfirði, Seyðisfirði og
Borgarfirði. Einnig erum við með
í notkun tvo kjörbíla, annan hér á
Egilsstöðum og hinn á Seyðisfirði.
Þeir hafa að vísu ekki skilað mikl-
um hagnaði, en á hinn bóginn
spara þeir félaginu ýmislegt, t. d.
heimsendingar, og fólk virðist vera
ánægt með þetta, enda hefur það
bílinn á ákveðnum tímum og stöð-
um með helztu nauðsynjar. Þá
rekur félagið einnig söluskála eða
ferðamannaverzlun hér á Egilsstöð-
um og járn- og byggingavöruverzl-
anir á Reyðarfirði og Egilsstöðum.
— Og svo fæst félagið líka við
slátrun, er ekki svo?
— Jú, KHB slátrar í fjórum
sláturhúsum. Þar er fyrst að nefna
slátur- og frystihús á Fossvöllum,
sem er frekar nýlegt og hefur verið
ómetanlegur styrkur fyrir sveitirn-
ar, sem að því standa, þ. e. Jökuls-
árhlíð, Jökuldals- og Hróarstungu-
hreppa, þar sem það hefur veitt
árvissa atvinnu þar í einn til einn
og hálfan mánuð á haustin. Auk
þess eru svo slátur- og frystihúsin
á Egilsstöðum og Reyðarfirði, en
öll þessi þrjú hús eru svipuð að
stærð og er í hverju þeirra slátrað
12—17 þús. fjár á hverju hausti.
Tvö s.l. ár hefur auk þess verið
slátrað í Borgarfirði, en þar er
Þorsteinn Sveinsson á skrifstofu sinni.
2 HLYNUR