Hlynur - 15.05.1970, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.05.1970, Blaðsíða 11
að geti fylgt henni eftir. Þetta kostar verulega þjálfun í listinni að grafast fyrir um óskir og þarfir fólks, en er eigi að síður verulegur þáttur í þeirri þjónustu, sem smá- söluverzlunin á að veita almenn- ingi. Einföld dæmi um sölur af þessari tegund eru tillögur um pakka af umslögum með blokk af skrifpappír, hálsbindi ásamt skyrtu, hanzkar með handtösku o. s. frv. „Viðbótarsala" byggist á því, að í mörgum tilvikum hefur viðskipta- vinurinn ekki gert sér fulla grein fyrir því, hversu háa upphæð hann getur hugsað sér að greiða fyrir uppfyllingu tiltekinnar þarfar, og að hann er í rauninni reiðubúinn að greiða upphæð, sem getur sveifl- azt verulega til og frá. í slíkum til- vikum nefnir venjulegur viðskipta- vinur yfirleitt upphæð, sem liggur nálægt lægri mörkunum, og hinn reyndi sölumaður skilur strax að- stæðurnar og notar þá vöruþekk- ingu sína til að bjóða fram vörur, sem hvað gæði, og þá væntanlega einnig verð, snertir, liggja nokkuð fyrir ofan þessi mörk. í því tilviki er hann fyrst og fremst að gera viðskiptavininum greiða, þó að þar geti einnig verið um hag verzlun- arinnar að ræða jafnframt, því að viðskiptavinurinn, sem komið hef- ur inn í búðina með þörf sína ómótaða, gerir sér þá grein fyrir öllum möguleikum á að uppfylla hana og velur sér þá þann, sem honum fellur bezt. Og þó að hann hafi e. t. v. keypt einhverju ör- litlu dýrara en hann hafði upphaf- lega hugsað sér, þá hefur honum jafnframt tekizt að gera sér fulla grein fyrir því, í hverju óskin var fólgin, og væntanlega einnig fengið hana betur uppfyllta en ella. . . . en aðrir skoða vörurnar í ró og nœði. Viðskiptavinir gefa sér misjafnan tíma. Sumir flýta sér . . . um, finnur réttu hlutina, sem upp- fylla þær, og báðir aðilar eru ánægðir. Það er einmitt ástæða til að undirstrika það, að hlutverk hins góða sölumanns er einmitt ekki að pranga sem mestu af óþarfavarn- ingi inn á fólk, heldur þvert á móti. Hann á að vera laginn að komast að raun um raunverulegar þarfir fólks, og það jafnt þótt það komi inn í búðina til hans með jafnvel mjög óljósar hugmyndir um óskir sínar. Meginhlutverk hans er síðan að uppfylla þessar þarfir á sem hagkvæmastan hátt fyrir viðskipta- vininn, bæði að því er snertir verð- lag vörunnar og gæði hennar. í þessu starfi sínu getur sölu- maðurinn einkum lagt sér til tvenns konar aðferðir, sem reynsl- an sýnir að gefa góða raun í við- leitninni til að ná þessu marki. Þær má nefna „skylda sölu“ og „viðbótarsölu“. „Skyld sala“ byggist á þeirri staðreynd, að þarfir margra við- skiptavina liggja grafnar í undir- meðvitundinni og þurfa á sérstök- um hvata að halda til þess að verða kallaðar fram í dagsljósið. Sölu- maðurinn leitar þess vegna að skyldleika á milli þeirrar þarfar, sem látin hefur verið í ljós, og annarra, sem sennilegt má telja, HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.