Hlynur - 15.05.1970, Side 7

Hlynur - 15.05.1970, Side 7
Úr viðtali við OLOF PALME Hinn ungi sænski forsætisráðherra Olof Palme hefur vakið á sér athygli jafnt heima sem erlendis fyrir djarfar og nýstárlegar hugmyndir á ýmsum sviðum. Fyrir nokkru átti blaðamaður frá sænska samvinnu- blaðinu Yi viðtal við hann, þar sem hann svaraði m. a. spurningum um almannahreyfingar almennt og um sænsku samvinnuhreyfinguna og hlutverk hennar sérstaklega. Við birtum hér nokkra kafla úr viðtalinu í þýðingu til fróðleiks. . . . •— Almannahreyfingarnar eru torskilgreinanlegur, en þó greinilegur áhrifaþáttur í sænsku þjóðlífi. Hvernig skilgreinir þú þennan þátt? — Frá mínu sjónarmiði eru al- mannahreyfingarnar fyrst og fremst markverður þjóðfélagsþátt- ur, sem kom fram í Svíþjóð á 19. öld og hefur nú varðveitt lífskraft sinn á undursamlegan hátt í næst- um 100 ár. Hinar mikilvægustu þeirra voru vakningar-, bindindis- og verkalýðshreyfingarnar ásamt samvinnuhreyfingunni, og hið ánægjulega er, hvernig þessum tegundum samtaka hefur tekizt að halda lífskrafti sínum, þrátt fyrir hinar miklu breytingar á þjóðfé- laginu. Það er öflugur og jákvæð- ur kraftur í lýðræði okkar. — Það fólk, sem stendur utan almannahreyfinganna, heldur því stundum fram, að mikilvægi þeirra sé ofmetið. — Það er grundvallarmisskiln- ingur. Almannahreyfingarnar eru, jafnvel á alþjóðamælikvarða, ein- stæð fyrirbæri fyrir Norðurlönd. í Danmörku voru það bændahreyf- ingin og lýðháskólahugsjónin, sem voru ríkjandi á mótunarárum þeirra, og það hefur gefið dönsku almannahreyfingunum að nokkru sinn eigin svip. Ég hef stundum sagt, að í Svíþjóð sé námshringa- lýðræði. Það var í hinni sameigin- legu þekkingarsókn og í umræðun- um í litlu hópunum, sem þessar hreyfingar byggðust fyrst og fremst upp. Þetta hefur sett veru- legan svip á lýðræðið hér í land- inu. Þeir sem ekki skilja gildi al- mannahreyfinganna, hafa rangmet- ið lýðræði okkar ... — Tekur þú sem stjórnmálamað- ur mikið tillit til sjónarmiða al- mannahreyfinganna í þínu daglega starfi, eða er það staðreynd, að t. d. samvinnuhreyfingin og hin faglega og pólitíska verkalýðshreyf- ing komi í raun og veru fram fyrir hönd hinna fjögurra miljóna fé- lagsmanna sinna? — Ég verð að gera ráð fyrir því, að þegar almannahreyfingarnar láta til sín taka á pólitíska sviðinu, þá komi þær í raun og veru fram fyrir hönd félagsmanna sinna og að sjónarmið þeirra séu reist á traustum grunni. En sem stjórn- málamaður verð ég líka að grand- skoða sjónarmiðin og vega þau og meta í ljósi annarra sjónarmiða . .. — Hvernig lítur þú hugmynda- fræðilega á þá efnahagslegu þrí- skiptingu, sem ríkir í atvinnulíf- inu: einka-, ríkis- og samvinnu- rekstur? — Ég er ekki fylgjandi valda- samdrætti. Af þeirri ástæðu og nokkrum öðrum í viðbót álít ég það mjög heppilegt, að hlutur sam- vinnurekstursins í atvinnulífi okk- ar aukist. Ég vonast eftir öflugri útvíkkun á hlutdeild samvinnu- rekstursins á iðnaðarsviðinu á næstu árum. — Fyrirtæki í algjörri ríkiseign hafa þá engan forgang í hinni sósíalísku framtíðarsýn þinni, þeg- ar þú óskar eftir meira jafnvægi í hlutfallinu á móti einkarekstrin- um? — Ólíkar tegundir af samvinnu, reyndar allar þær tegundir sem við höfum hér í Svíþjóð, skapa lýðræði í efnahagslífinu, sem er einmitt það sem ég sem sósíaldemókrati stefni að. Jafnframt skapa eigin fyrirtæki og samtök neytendanna einkaeignarmótvægi á móti öðrum atvinnurekstri. Þetta er í mínum augum óhemjumikilvægt og reynd- ar hreint grundvallaratriði... — Nú hafa KF og hið opinbera átt sameiginlegan þátt í ýmsum fyrirtækjum hin síðari ár. Álítur þú æskilegt, að það samstarf verði aukið? — Já, hiklaust. Slíkt fellur vel inn í hugmyndir mínar um afskipti ríkisins af atvinnulífinu á næstu árum. Þar er lýðræðislegt mat aftur ein meginástæða mín. Rekst- ursform samvinnufélaganna er frá mörgum sjónarmiðum styrkur . . . — Finnst þér, að KF og önnur samvinnufyrirtæki hafi uppfyllt skyldur sínar varðandi uppbygg- Framhald á bls. 15. HLYNUB 7

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.