Hlynur - 15.05.1970, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.05.1970, Blaðsíða 5
reynt að fylgjast sem bezt með tímanum að því er snertir almenna verzlunarþjónustu og samgöngur, en góðar samgöngur eru sérstak- lega mikilvægar, þai' sem félagið verzlar og hefur atvinnurekstur á svo mörgum stöðum. Hins vegar hefur verið rætt um það að byggja yfir mjólkursamlagið, og einnig þyrfti að auka afkastagetu frysti- hússins á Reyðarfirði, því að svo bezt gengur þetta, að ekki hallist á, og ég tel það mikilvægt, að vel sé staðið að félaginu frá báðum hliðum, bæði frá sjónum og frá landinu. — Nú hafið þið fært út starf- semi ykkar á liðnum árum, þar sem KHB hefur opnað verzlanir bæði á Borgarfirði og Seyðisfirði. Er þetta félagsleg sameining, og hvaða raun hefur þessi háttur gef- ið? — Þessu er þannig háttað, að á Borgarfirði hefur verið stofnuð sérstök deild úr KHB, og á Seyðis- firði hefur verið opnuð verzlun, en þar er engin félagsdeild starf- andi eins og ég gat um. íbúum Seyðisfjarðar er frjálst að stofna deild og sækja um upptöku í KHB, og þarf reyndar ekki nema tíu manna hóp til, og ég tel, að þeir ættu að gera það, því að það var alltaf ætlunin, að utan um verzlun KHB á Seyðisfirði yrði félagslegur rekstur. Þessi verzlun hefur gefizt nokkuð vel í sambandi við Borgar- fjörð. Fastur kostnaður og skrif- stofukostnaður þar hefur minnkað geysilega, og við höfum ekki þurft að bæta við fólki hér vegna þessa, sem er beinn sparnaður. Flutning- ar og innkaup koma þarna og til, en það er heldur vond höfn í Borg- arfirði og þangað hafa verið flutt- ar vörur héðan og frá Reyðarfirði, og þá fluttar afurðir til baka, svo að ferðirnar nýtast báðar leiðir og Nokkrar byggingar KHB á Reyðar- firði. Efst er verzlunar- og skrifstofu- húsið, síðan elzta hús félagsins, sem nú er gistihús, þá hraðfrystihúsið og neðsta myndin er frá athafnasvceði félagsins. Fóðurblöndunarstöðin er í húsinu lengst t.v, (nœst olíugeyminum), HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.