Hlynur - 15.05.1970, Side 9

Hlynur - 15.05.1970, Side 9
. . . birtist sendimaður með dularfullan flatan pakka undir hendinni. eru hvort sem er í minnihluta, svo að það skiptir ekki máli. Eins og áður getur hefur Abrahamsen ver- ið skipaður í stjórnina til bráða- birgða, og tillaga hans um að reyna að losa þá út með logsuðutækjum var einróma samþykkt. Eftir að tvö hálsbindi, einn jakki, sjö bux- ur og fjórir vasaklútar höfðu brennzt alvarlega, var hins vegar hætt við tilraunina. Næsta tillaga Abrahamsens, um að stjórnin kæmi framvegis saman í eldvarnarklæð- um úr asbesti, var sömuleiðis ein- róma samþykkt. Kristiansen verzlunarráðunaut- ur, sem er starfandi kaupfélags- stjóri meðan hættan stendur yfir, hefur og fengið fyrirmæli um að tvöfalda innkaupin af svitalyktar- meðulum. Síðustu fréttir Tillaga frá Kristiansen um að nota dínamit var einróma felld, en aftur á móti var næstu tillögu hans, um að nota hamar og meitil, ekki óvingjarnlega tekið. Eftir stuttar umræður var samþykkt að reyna þá aðferð, þ. e. a. s. með því skil- yrði, að byrjað yrði í því horninu, þar sem Abrahamsen var. Þegar málin tóku þessa stefnu, brá hins vegar svo við, að Abrahamsen gerði eitthvað, svo að „kassinn" opnaðist skyndilega eins og slegið hefði verið á hann með töfrasprota. Þetta leiddi til þess, að vaknað hef- ur ákveðinn grunur um, að Abra- hamsen hafi sett þetta allt saman á svið til þess eins að fá sæti í stjórninni. Eins og stendur er mál- ið í rannsókn. NOKKUR SÖLURÁÐ 1. tillaga: Hvernig væri að reyna að ná samstarfi við skattayfirvöld- in í sambandi við söluherferðir okkar? Við gætum þá fengið að leggja auglýsingamiða um sérstök verðlækkunartilboð verzlunarinnar með í umslögin, sem skattseðlarnir eru sendir út í. 2. tillaga: Yfir veturinn verðum við að vera vakandi fyrir þeim möguleikum, sem felast í því að sprauta vatni á gólfið í verzluninni og láta það frjósa þar. Með því móti næst það, að viðskiptavinirnir verða valtir á fótunum. Þar að auki getum við sett upp skilti á áber- andi stöðum í búðinni, sem á stendur „ísinn er veikur.“ Það gerir viðskiptavinina ekki aðeins valta á fótunum, heldur einnig órólega og jafnvel hrædda. Með slíkt getum við verið ánægðir, því að hræddum viðskiptavinum er auðvelt að selja. Líka er gott að láta sannleika leynast að baki áletrananna „ísinn er veikur." Það gerum við þannig, að við höfum aðeins þunnt íslag yfir kjallaralúg- unni, sem höfð er opin. í kjallaran- um er svo komið fyrir þeim vörum, sem hafa hægastan veltuhraða, því að þeir sem detta niður eru vafa- laust langbeztu viðskiptavinir okk- ar. 3. tillaga: Segulmögnun er fyrir- bæri, sem við verðum að læra að hagnýta okkur. Ef sterkum segul- stálum er komið fyrir á mikilvæg- ustu stöðunum í búðinni, er hægt að ná ótrúlegustu áhrifum. Bezt er einnig að segulmagna innkaupa- vagnana líka, svo að það smelli rækilega í, þegar viðskiptavinirnir hendast inn á mikilvægustu sölu- svæðin. 4. tillaga: Þegar ávaxtasöluher- ferðir standa yfir, er það áhrifarík söluaðferð að strá bananahýði á gólfin. Áberandi skiltum með sölu- slagorðum skal komið fyrir í neðstu hillunum, og hugsanlegt er að skipuleggja sérstakt kerfi tilboða, þannig að viðskiptavinirnir fái því hagstæðari kjör, því oftar sem þeir detta kylliflatir á gólfið. HLYNUR 9

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.