Hlynur - 15.05.1970, Qupperneq 12
Endurgreiddu rúmar 6 miljónir
Frá aðalfundum Samvinnutrygginga og Andvöku
Aðalfundir Samvinnutrygginga
og Andvöku voru haldnir að Hvols-
velli hinn 8. maí s. 1. Fram kom
þar, að unnt reyndist að endur-
greiða í tekjuafgang af iðgjöldum
ársins 1939 samtals kr. 6.001.000,00,
og nema þá heildarendurgreiðslur
Samvinnutrygginga frá upphafi
rúmum 74 milj. kr. í hófi að fund-
unum loknum var verðlaunagripur
Samvinnutrygginga, Silfurbíllinn,
afhentur í annað skipti, og hlaut
hann Lýður Jónsson fyrrv. yfir-
vegavinnuverkstjóri á Vestfjörð-
um.
í upphafi fundar minntist stjórn-
arformaður Samvinnutrygginga og
Andvöku, Erlendur Einarsson for-
stjóri, Þorsteins Árnasonar vél-
stjóra, sem lézt hinn 23. marz s. ).
og var um margra ára skeið trún-
aðarmaður Samvinnutrygginga
varðandi sjótjón og viðgerðir skipa.
Risu fundarmenn úr sætum í virð-
ingarskyni við hinn látna.
í skýrslu stjórnarformanns kom
það m. a. fram, að heildariðgjalda-
tekjur Samvinnutrygginga árið
1969 urðu kr. 360.202.087,00 og
höfðu þær aukizt um kr. 84.024,-
694,00 eða 30,42% frá árinu áður.
Gat hann þess, að hér væri um
að ræða mestu aukningu í krónu-
tölu á einu ári frá upphafi starf-
semi félagsins, en hún stafaði bó
m. a. af breytingum á gengi ís-
lenzku krónunnar. Um aukningu
væri þó að ræða í öllum trygg-
ingagreinum, sem væri tiltölulega
mest í sjótryggingum og endur-
tryggingum frá öðrum félögum
eða í þeim greinum þar sem áhrifa
gengisbreytinganna árin 1967 og
1968 gætti mest. Heildartjón Sam-
vinnutrygginga, greidd og ógreidd,
hefðu á árinu numið kr. 271.343.-
309,00, og hefðu þau hækkað um
kr. 53.234.191,00 eða 24,41% frá
fyrra ári. Tjónaaukning hefði orð-
ið í öllum tryggingaflokkum nema
sjótryggingum, en tjónaprósentan
næmi 75,33 á móti 78,97% árið
1968 og 81,59% árið 1967, svo að
hún væri heldur hagstæðari en
undanfarin ár. Heildariðgjalda-
tekjur Andvöku hefðu numið kr.
5.003.236,00, sem væri aukning um
kr. 839.054,00, og af þessari upp-
hæð væru kr. 400.220,00 iðgjöld
af hóplíftryggingum. Almennur
rekstrarkostnaður Samvinnutrygg-
inga hefði og aukizt nokkuð á ár-
inu, enda hefðu orðið verulegar
hækkanir á launagreiðslum og
þeirri þjónustu, sem félagið þarf
að kaupa vegna reksturs síns. í
prósentum hefði kostnaðaraukn-
ingin orðið 33,02%, en miðað við
iðgjöld væri kostnaðarprósentan
á árinu 1969 12,78% á móti 12,53%
árið 1968. Reksturskostnaður And-
vöku hefði og aukizt um 33,2% og
kostnaðarprósenta líftryggingafé-
lagsins hefði miðað við iðgjöld
orðið 38,5% á móti 34,7% árið
1968. Þá hefði reynzt unnt að end-
urgreiða nokkurn tekjuafgang af
iðgjöldum Samvinnutrygginga fyr-
ir árið 1969, eða samtals kr.
6.001.000,00, en með þeirri endur-
greiðslu hefði félagið samtals end-
urgreitt til tryggingataka frá því
að slík endurgreiðsla hófst árið
1949 kr. 74.134.236,00. í árslok
1969 hefðu tjóna- og iðgjaldasjóðir
Samvinnutrygginga samtals numið
390 milj. kr., en að frádregnum
hluta endurtryggjenda í ógreidd-
um tjónum hefðu eigin sjóðir fé-
lagsins samtals numið 304,7 milj.
kr. á móti 272,2 milj. kr. í árslok
1968. Af tekjum Andvöku árið
1969 hefðu 1.610.000,00 verið lagð-
ar í Tryggingarsjóð, sem í árslok
hefði numið kr. 34.340.000,00, og
kr. 490.000,00 hefðu verið lagðar
í Bónussjóð, sem í árslokin hefði
numið kr. 4.308.652,00. Margt fleira
kom fram í skýrslu stjórnarfor-
manns, m. a. gat hann um stofnun
Brunamálastofnunar ríkisins, sem
stofnsett hefði verið frá seinasta
aðalfundi tryggingafélaganna, og
einnig gerði hann grein fyrir fast-
eignum félaganna og breytingum,
Frá aðalfundinum. Erlendur Einarsson t rœðustól.
12 HLYNUR