Hlynur - 15.05.1970, Page 14

Hlynur - 15.05.1970, Page 14
VÍR 6ÁRÐS JSStSTESm 1968 - 1970 32°/o inníánsaukrLLng Sænskir gestir Dagana 30. marz til 4. apríl dvöld- ust hér á landi 12 Svíar frá Vár gárd, sænska samvinnuskólanum, til að kynna sér íslenzkt samvinnu- starf cg efnahagslíf. Áttu þeir fundi með Erlendi Einarssyni forstjóra SÍS og Guðmund'i Magnússyni prcíessor, heimsóttu aðalstöðvar Sambandsins og Samvinnutrygg- inga í Reykjavík, Samvinnuskól- ann að Bifröst, Kaupfélag Borg- firðinga í Borgarnesi, Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, fiskvinnslu- stöðvar Sambandsins í Þorlákshöfn cg eyddu einum degi á Akureyri, þar sem þeir skoðuðu allar verk- smi-ðjur Sambandsins cg KEA. Þess- ir 12 ungu Svíar eru að ljúka fram- haldsnámskeiði í Vár gárd og taka síðan við ábyrgðarstörfum hjá sænsku samvinnuhreyfingunni víðs vegar um Svíþjóð. Var heimsóknin til íslands liður í námskeiðinu, en áður höfðu þeir dvalizt vikutíma í Skotlandi cg kynnt sér skozkt samvinnustarf. í þakkarbréfi, sem Fræðsludeild SÍS hefur borizt, láta þeir mjög vel af dvölinni hér og biðja fyrir kærar kveðjur til allra sem greiddu götu þeirra og voru á annan hátt hjálplegir, meðan þeir stóðu hér við. Aðalfundur Sam-vinnubankans var haldinn laugardaginn 11. apríl s.l. Fundarstjóri var kjörinn Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri, en fundarritari Pétur Erlendsson, skrifstofustjóri. var fundurinn fjöl- sóttur. Erlendur Einarsson, forstjóri, fcrmaður bankaráðs, flutti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á síðasta ári, cg kom þar fram, að mikill vöxtur var í allri starfsemi bankans og að aukning innstæðna varð mjög mikil. Kristleifur Jónsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans fyrir árið 1989 og skýrði þá. Heildarinnlán i Samvinnubank- anum námu í árslok 661,2 milj. kr. cg höfðu aukizt um 160,1 milj. kr. eða um 32%. Mest varð aukningin í sparisjcðsdeild bankans eða 119,5 milj. kr. Veltiinnlán hækkuðu um 40,6 milj. kr. Heildarútlán bankans námu í árslok 494,5 milj. kr. cg höfðu auk- izt um 57,4 milj. kr. á árinu. Út- lánin námu um 75% af heildarinn- lánum. Innstæður í Seðlabankanum námu i árslok samtals 165 miíj. kr. Tekjuafgangur, áður en afskrift- ir fóru fram, nam kr. 3.021.020.00. Til afskrifta var varið kr. 905.856.00, en í sjóði voru lagðar kr. 2.116.164.00. Fjöldi viðskiptareikninga við bankann var 25.100 í árslok, og hafði þeim fjölgað um 2500 á árinu Nýr iþáttur í starfsemi bankans var hafinn á árinu, en það var lán út á birgðir landbúnaðarafurða. í árslok námu slík lán kr. 28,4 milj. Endurkaup Seðlabankans vegna slíkra 'ána voru kr. 25,1 milj. Bankinn starfrækti útibú á 9 stöðum úti á landi, á Akranesi, Grundarfirði, Patreksfirði, Sauðár- króki, Húsavík, Kópaskeri, Stöðv- arfirði, Keflavík og Hafnarfirði. Útibúið í Hafnarfirði flutti í nýtt húsnæði -á árinu, að Strandgötu 11. Á þessu ári hefur verið opnað útibú í Vík í Mýrdal. í bankaráð voru endurkjörnir þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, Hjörtur Hjartar, fram- 14 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.