Hlynur - 15.05.1970, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.05.1970, Blaðsíða 15
kvst., varaformaður, og Vilhjálmur Jónsson, framkvstj., en til vara Ásgeir Magnússon, framkvstj., Hjalti Pálsson, framkvstj. og Ing- ólfur Ólafsson, kfstj. Endurskoðend- ur voru kjömir þeir Halldór E. Sig- urðsson, alþm. og Óskar Jónatans- son, aðalbókari, en Ásgeir G. Jó- hannesson, forstjóri, er skipaður af ráðherra. (Frá Samvinnubankanum'). Palme Framhald af bls. 7. ingu efnahagslífsins í norðurhéruð- um Svíþjóðar? -— Varla nægilega enn sem kom- ið er. Sokkaverksmiðja KF í Öst- ersund er eiginlega fyrsta raun- hæfa dæmið um vilja til að fjár- festa í þessum héruðum. í grund- vallaratriðum álít ég, að bæði einka- og samvinnurekstur eigi á sama hátt og ríkið að taka á sig meiri ábyrgð á framþróun norður- héraðanna á þessu sviði. Sam- vinnuhreyfingin ætti m. a. sem lifandi almannahreyfing að taka tillit til félagsmanna sinna þar. Ef samvinnufélögin gera það ekki, verður það óhjákvæmilega álits- hnekkir, sem helzt í hendur við hina lýðræðislegu ábyrgð innan stjórnanna og getuna til að aðlaga sig kröfum nýrra tíma . . . — Hvernig lítur þú í grundvall- aratriðum á framtíðarstefnuna í neytendamálum út frá því sjónar- miði, að hið opinbera viðurkenni ekki samvinnuhreyfinguna sem hinn eina fulltrúa fyrir hagsmuni neytendanna? — Jöfnunin á milli einkaneyzlu og opinberrar neyzlu er mál, sem hlýtur að snerta neytendurna sem heild. í því máli getum við t. d. ekki viðurkennt samvinnuhreyfing- una sem eina fulltrúann fyrir hags- muni neytendanna. Það er styrkur fyrir stefnuna í málefnum neyt- enda, að til skuli vera öflug sam- vinnuhreyfing, en samfélagið í heild verður þó að taka á sig loka- ábyrgðina gagnvart þeirri stefnu Þorsteinn Framhald af bls. 6. að byggja hér upp iðnrekstur, og nokkur vísir að honum er þegar risinn á fót, t. d. Prjónastofan Dyngja, þar sem starfa um 30 manns, og nú er í þann veginn að taka til starfa skógerð, þar sem starfa munu um 15 manns. Annar atvinnurekstur er nokkur, t. d. byggingafélagið Brúnás hf., sem er almennt verktakafyrirtæki í bygg- ingum. Á Egilsstöðum kemur iðn- aðurinn fyrst og fremst á móti því, að þar er engin fiskvinnsla, sem er burðarásinn í atvinnulífinu í flestum nálægum byggðarlögum af svipaðri stærð. Með inngöng- unni í EFTA og stöðugt vaxandi norrænni samvinnu á mörgum svið- um er líklegt, að auðveldist mjög um framgang iðnaðarmálanna hér. Af öðrum framfaramálum er þess að geta, að við vonumst eftir að fá menntaskóla fyrir Austurland á Egilsstöðum, og auk þess er Lagar- fossvirkjun draumur allra hér, og einkum, að þaðan geti fengizt ódýrt rafmagn til upphitunar húsa. Er það mál, sem mikið hefur verið rætt, og er vonandi, að það eigi ekki mjög langt í land. HLYNUR þakkar Þorsteini Sveinssyni fyrir samtalið. — e. Ársfundur NAF á íslandi Eins cg frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, verður ársfundur Nor- ræna samvinnusambandsins (Nor- disk Andelsforbund) að þessu sinni haldinn á íslandi dagana 6.—8. júlí. Er gert ráð fyrir miklu fjölmenni á fundinum, eða alls um 100 manns frá öllum aðildarlöndunum, og í sambandi við fundinn er einnig fyrirhugað, að sett verði upp kynn- ingarsýning í Norræna húsinu á starfsemi samvinnusambandanna á Norðurlöndum. Inni í sjálfu Norræna húsinu verður komið fyrir sýnishornum af hinum fjölbreyttu framleiðsluvör- um samvinnusambandanna, og þar verður einnig kvikmyndasýning til kynningar á starfseminni. Úti undir beru lofti verða síðan reistir sér- stakir sýningarskálar, þar sem kom- ið verður fyrir myndum cg skiltum með kynningarefni um kaupfélög- in og samvinnusamböndin í öllum fimm aðildarlöndunum. Vonazt er til, að sýning þessi geti dregið til sín sem flesta gesti, bæði Reykvíkinga og aðkomumenn, cg sérstök ástæða er til að vekja athygli verzlunar- og innkaupa- stjóra kaupfélaganna á því, að á sýningunni gefst þeim gott tæki- færi til að kynnast framleiðsluvör- um samvinnusamtakanna á Norð- urlöndum, en margar þeirra hafa eins og kunnugt er verið seldar und- anfarin ár í verzlunum kaupfélag- anna hér á landi við verulegar vin- sældir neytenda. Af íslands hálfu hsfur þriggja manna nefnd annazt undirbúning ráðstefnunnar og sýningarinnar, og skipa hana Hjalti Pálsson frkvstj. formaður, Hermann Þorsteinsson forstm. og Sigurður A. Magnússon ritstjóri. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.