Hlynur - 15.12.1972, Side 4
og í framhaldi af þessum, sem
sömuleiðis gefa innsýn í liðna
tíð og svo hljóða:
„Item skal maður þekja hús
og mælir, að 26 smátorfur fari
báðumegin á rishæðina, en 54 á
húslengdina, hvað margar þarf
þá á húsið allt? Svar: 1404, sem
eg finn með þvi að leggja saman
1080 (er standa i öðrum dálki
töflunnar niður frá 54, en út-
undan 20) og 324 ( er standa
niður undan 54, en út frá 6).
Þegar svo stendur á, að reikna
þarf fleiri en eitt hundrað, til
dæmis hvað margt sé 18 sinnum
500, þá þarf einungis að fletta
upp, hvað margt sé 18 sinnum
5 eða 5 sinnum 18, sem er 90, og
bæta svo þar við endann tveim-
ur óum, sem heyra hundraða
tölunni, og verður þá summan
9000.
Eins t. d. er það, gangi önnur
talan yfir nokkur hundruð og
mann girnir að vita, hvað margt
sé t. d. 22 sinnum 345, þá flettir
maður upp 22 ofan til og 3 í
fremsta dálki og finnur það gjör-
ir 66, sem verða 6600 að viðsett-
um tveimur óum, þarnæst er
leitað að 45 og 20 eins og fyrr,
sem gjöra 900, og þá að 45 og 2,
er gjöra 90, og nær þessar summ-
ur eru samanlagðar:
6600
900
90-
verður upphæðin 7590.“
Ef einhverjum finnst málfarið
á þessum textum snúið og forn-
eskjulegt, er á það að benda, að
hér er um að ræða venjulegt rit-
mál þeirra tíma, en í þvi sam-
bandi má hafa í huga, að þetta
er skrifað fyrir þá endurreisn is-
lenzkrar tungu sem varð á fyrra
helmingi síðustu aldar, einkum
fyrir tilverknað kennaranna við
Bessastaðaskóla og nemenda
þeirra.
Taxtaskipun
Þá skal vikið að kauptaxtatil-
skipun þeirri, sem einnig er í
bókinni, en þar er margan
skemmtilegan fróðleik að finna
varðandi verðlag á þessum tima,
en þó ekki síður um hitt, hvaða
vörur hafa þá einkum verið
fluttar til landsins og tilheyrt
daglegum lífsnauðsynjum þess-
ara forfeðra okkar.
í taxtaskipuninni eru vörurn-
ar taldar upp í stafrófsröð, og
verða hér taldar nokkrar þær
vörutegundir, sem forvitnileg-
astar má telja. Almanök eru seld
á 3 skildinga hvert, 120 tinaðir
önglar á 49 skildinga og jafn-
margir öngultaumar á 26 skild-
inga. Blekbyttur úr horni eru á
10 skildinga hver, og borðar,
„breiðir af flygjeli" á 15 skild-
inga álnin, „sömu meðalmáta"
eru á 13 skildinga og „sömu mjó-
ir“ á 12 skildinga. „Gull- og
silfurborðar, óekta“ eru hins
vegar ódýrari, eða frá 5 og upp
i 10 y2 skilding álnin eftir breidd.
í taxtanum er og talið það
sem nefnt er „bestillt góss fyrir
100 rd.“, sem verðlagt er á 128
rd., og virðist það eiga við sér-
pantaðar vörur, sem þá hafi átt
að selja með 28% álagningu.
Einnig er þarna nefnt „brennu-
vín af korni, til 4 grad.“, sem er
á 13 skildinga potturinn, en
— Já, en mamma, þetta eru ekki ó-
hreinindi, þetta er olía!
sama „franskt“ er á 21 skild-
ing. „Byssupúður, pólerað“ er á
51 skilding pundið, og „sama,
ópólerað" á 31 skilding. Ekki má
heldur gleyma kaffinu, en
„caffe-baunir“ eru á 32 skildinga
pundið.
„Ertur“ eru á 4 rd. 4 sk. tunn-
an, fingurbjargir á iy2 sk. stykk-
ið og flöskur á 3>/2 — 5 sk. eftir
stærð. „Gleraugu, almennileg
með leðurhulstri“ eru á 19 sk.
parið, en „með tréhulstri“ á 7
sk. „Grjón, bókhveiti" eru á 6
rd. 12 sk. tunnan, bygggrjón á
6 rd. 20 sk. og hafragrjón á 6 rd.
51 sk. „Hattar, einn almennileg-
ur mannshattur með fóðri og
bandi“ er á 52 sk„ „sami með
svitarönd" er á 45 sk. og
„drengja- eða barnahattur" er
á 41 sk. „Katlar af eiri, bestillt-
ir“ eru á 51 sk. og miðað við að
þeir taki pund, og „kistur með
skrá og lömum, 9x/2 quart. lang-
ar utan á lokinu, 4 quart. breið-
ar og 4 quart. djúpar undir lok-
ið“ eru á 4 rd. 56 sk„ en „sömu
með skrá og lömum, 6 quart.
langar á lokinu, 3 quart. breiðar,
15-16 þumlunga djúpar“ eru á
2 rd. 28 sk. stykkið.
Þá eru nefndir margs konar
hnappar og hnifar, þar á meðal
„borðknifar, beinskeftir með
göffulum", og er parið á 20 sk.
4 HLYNUR