Hlynur - 15.12.1972, Side 6
Sigurður
Markússon
frkvstj.:
Mánaðar-
leg
uppgjör
hjá
kaupfélög-
unum
Grein þessi er að stofni til samhljóða
erindi, sem höfundurinn flutti á kaup-
félagsstjórafundinum nóv. s. I.
Sú tíð er sem betur fer liðin,
þegar litið var á bókhald fyrir-
tækja sem illa nauðsyn, er
gegndi því hlutverki einu að full-
nægja tilteknum kröfum, sem
skattayfirvöld lögðu mönnum á
herðar. Meðan þessi skilningur
var ríkjandi, voru reikningsskil
gerð einu sinni á ári, og voru
þá að jafnaði liðnir nokkrir
mánuðir af næsta ári, þegar
endanlegur ársreikningur fyrra
árs lá fyrir. Þetta þýddi m. ö. o.,
að liðnir voru hvorki meira né
minna en 14 til 17 mánuðir frá
upphafi reikningstímabilsins,
þegar fyrir lágu endanlegar nið-
urstöður um rekstrarafkomu og
hag fyrirtækjanna. Þegar hér
var komið sögu, var liðinn fjórð-
ungur, þriðjungur eða jafnvel
meira af næsta reikningsári, en
upplýsinga um árangur þess ekki
að vænta fyrr en eftir um það
bil 12 mánuði. Þannig gekk þetta
frá ári til árs, og afleiðingin var
að sjálfsögðu sú, að upplýsingar
þær, sem bókhaldið lagði stjórn-
endum fyrirtækj anna í hendur,
höfðu lítið annað en sögulegt
gildi; ráðstafanir þær, sem þeir
hlutu að gera sem stjórnendur,
urðu þeir að bvggja á einhverju
öðru en bókhaldslegum upplýs-
ingum um reksturinn.
Eins og begar var fram tekið,
er betta liðin tíð. Svo tekið sé
dæmi af kaunfélögunum, þá má
fullyrða, að hjá mörgum þeirra
er gert unp brisvar á ári, t. d.
eftir 6, 9 og 12 mánuði. Og dæmi
eru bess, að kaupfélög geri mán-
aðarlegt rekstrar- og efnahags-
yfirlit, a. m. k. frá miðju ári og
til ársloka. Hiá Sambandinu
sjálfu hafa um nokkurra ára
skeið verið gerð mánaðarleg
rekstrar- og efnahagsyfirlit, og
hjá ýmsum dótturfyrirtækium
Sambandsins hefur lengi verið
lögð áherzia á ýtarleg bráða-
birgðauppgjör, a. m. k. á þriggja
mánaða fresti.
Þrátt fyrir verulegar framfarir
í þessu efni, er því ekki að levna,
að hjá mörgum kaupfélögum
skortir mikið á, að bókhald fé-
laganna sjái stjórnendum
þeirra fyrir þeim upplýsingum,
sem þeim eru nauðsynlegar og
þeir eiga heimtingu á. Ég vil
fullyrða, að þar sem þessum
málum er ábótavant, þá er á-
stæðan að jafnaði ekki sú, að
stjórnendur félaganna skorti
skilning á málinu. Við, sem á
einhvern hátt störfum með
kaupfélagsstjórunum að bók-
haldsmálefnum félaganna, verð-
um áþreifanlega varir við, að
þessi skilningur er fyrir hendi.
Hitt er svo annað mál, að víða
eru kaupfélagsstjórarnir það fá-
liðaðir, að hvorki þeir né sam-
starfsmenn þeirra eiga þess
nokkurn kost að sinna þessum
málum sem skyldi.
Okkur hefur því þótt ómaksins
vert að gera á því sérstaka
könnun, hvort ekki væri hægt
að leysa þennan vanda með auk-
inni vélanotkun, og mér þykir
vænt um að geta nú skýrt frá
því, að niðurstöður þessarar
könnunar eru jákvæðar. Það er
skoðun okkar, að með tiltölu-
lega lítilli viðbótarvinnu sé hægt
að láta kaupfélögunum mánað-
arlega í té upplýsingar um meg-
inbætti rekstrarins, svo og mán-
aðarlegt efnahagsyfirlit. Rann-
sóknir okkar hafa leitt í ijós,
að mini-tölvur Birgðastöðvar
eru sérlega vel til þess fallnar
að vinna þessi mánaðarlegu upp-
gjör. Segja má, að það efni, sem
tölvurnar vinna úr, eigi sér þrí-
þættan uppruna:
(1) Tölur úr saldolistum yfir-
standandi árs fyrir það
tímabil, sem uppgjörið
tekur til.
(2) Samanburðartölur frá
sama tímabili fyrra árs;
þær eru fengnar úr saldo-
listum þess árs fyrir þann
mánuð, er um ræðir.
(3) Samanburðartölur úr end-
anlegum ársreikningi
fyrra árs.
Þess ber að geta, að uppgjörs-
kerfi þetta er sniðið eftir kring-
umstæðum þeirra kaupfélaga,
sem fá bókhald sitt unnið hjá
6 HtTNU*