Hlynur - 15.12.1972, Page 10

Hlynur - 15.12.1972, Page 10
Mynd 5 Efnahagsyfirlit 9 mán. 1971/1972 FjárhæSir í 1. ooo kr. Fastafjármunir 30. sept. 1971 1. janúar 1972 30. sept. 1972 Breyting frá fyrra ári Breytinf ; frá 1. janúar Hækkun Lækkun Visit. Hækkun Lækkun Visit. Fasteignir 4.120 3.984 4. 521 401 - 110 537 113 BifreiÖir 1.620 1.218 1.945 325 - 120 727 160 Innréttingar 2.186 1.865 2.270 84 - 104 405 122 Samtals 14.125 14.438 15.166 1. 041 107 728 - 105 (K) (H) (K) (H) (R) (R) (R) (R) (R) (R) Langtímalán sem % af fastafjármunum 82. 5 83. 6 78. 8 (K) (R) (R) (R) Lokaorð í uppgjörskerfi því, sem hér hefur að nokkru verið lýst, er ekki svo mjög hirt um að tíunda smáatriði, en þeim mun meiri áherzla lögð á að fylgjast með meginþáttum rekstrarins. Þessir þættir eru óumdeilanlega salan, launin og birgðahreyfingar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að rekstrarfjármagn er af mjög skornum skammti; einmitt með tilliti til þess viljum við leggja sérstaka áherzlu á, að stjórn- endum félaganna sé gert kleift að fylgjast með birgðahreyfing- um, en víða hefur mjög skort á að til þessa væri viðunandi að- staða. Efnahagsyfirlitið er tiltölulega ýtarlegt, og er það vel. Máltækið segir „spyrjum að leikslokum“, en með nokkrum rétti má halda því fram, að í efnahagsreikningi fyrirtækisins birtist endanleg spegilmynd afkomunnar. Við erum nú tilbúnir að hefja þessi mánaðarlegu uppgjör fyrir öll kaupfélög, sem láta færa bók- hald sitt í Skýrsluvéladeild Sam- bandsins, og er það von okkar að hér skerist enginn úr leik. Við erum að sjálfsögðu einnig reiðu- búnir til samvinnu við þau félög, sem færa bókhald sitt heima, en hafa hug á að kanna þetta mál nánar. Það er að sjálfsögðu til lítils að vinna úr þeim upplýsingum, sem hér hefur verið fjallað um, sé bókhaldið ekki sæmilega rétt frá mánuði til mánaðar, og þess vegna vonum við, að tilkoma þessara mánaðarlegu uppgjöra verði stjórnendum og starfs- mönnum félaganna hvatning til þess að halda bókhaldinu í við- unandi lagi. Einkum er þýðing- armikið, að skilin á milli mán- aða séu glögg, og að ekki vanti neinar færslur, sem verulegu máli skipta, þegar mánuðinum er lokað. Mörg félaganna, og vonandi sem flest þeirra, munu vilja gera betur, t. d. með því að gera full- komin reikningsskil ársfjórð- ungslega og er ljóst, að hin mán- aðarlegu uppgjör munu mjög auðvelda það verk og flýta fyrir framkvæmd þess. Margir kaupfélagsstjóranna munu viðhafa þann góða sið að ÍO HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.