Hlynur - 15.12.1972, Qupperneq 13
meistari Helgi Guðmundsson, mál-
arameistari Páll Wium og rafvirkja-
meistari Magnús Gissurason.
um hreinlæti og hollustuhætti.
Þannig eru öll gólf flísalögð og
sömuleiðis veggir upp í tveggja
metra hæð. Öll loft eru klædd ál-
plötum, fullkomin loftræsting er í
stöðinni og hægt að ráða hitastigi í
hverjum vinnslusal eftir því sem að-
stæður krefjast.
Allar teikningar af Kjötiðnaðar-
stöðinni hafa verið gerðar á Teikni-
stofu Sambandsins, en forstöðumað-
ur hennar er Gunnar Þ. Þorsteins-
son. Húsasmíðameistari hefur verið
Óskar Eyjólfsson, múrarameistari
Magnús Árnason, pipulagninga-
Yfirsýn yfir verzlun KRON við Norðurfell.
nú sem óðast að flytja í ný og stór
fjölbýlishús. Verður hverfið því inn-
an tíðar orðið mjög fjölmennt.
Hinni nýju verzlun var strax í upp-
hafi mjög vel tekið af fólki þama
í hverfinu, enda bætti hún úr
brýnni þörf, og þegar fyrsta dag-
inn var verzlað þar fyrir 550 þús.
krónur.
Kjötiðnaðarstöðin tekin formlega
í notkun
Kjötiðnaðarstöð Búvörudeildar
Sambands ísl. samvinnufélaga á
Kirkjusandi í Reykjavík var form-
lega tekin í notkun hinn 20. nóv. s.l.
Verða þar framleiddar allar venju-
legar kjötiðnaðarvörur, en hins veg-
ar lögð áherzla á að auka mjög
fjölbreytni þeirra. Hafa þegar ver-
ið sendar á markaðinn nokkrar nýj-
ar áleggs- og steikarpylsur, en allar
kjötiðnaðarvörur stöðvarinnar verða
seldar undir vörumerkinu „GOÐI“.
Annað vörumerki, „GYÐJA“, verð-
ur notaður á niðursoðið grænmeti
og ýmis konar sósur frá stöðinni.
Þá hefur Sambandið á undanförn-
um árum gert margar tilraunir með
útflutning á stykkjuðu dilkakjöti í
neytendaumbúðum, þ. e. lærum,
hryggjum og bógum, og með til-
komu stöðvarinnar er vonazt til, að
hægt verði að auka þennan útflutn-
ing, miðað við að betri nýting fáist
út úr öðrum hlutum skrokksins.
í stöðinni er að finna ýmis konar
tækninýjungar í sambandi við
vinnslu kjötvara, en hún er byggð
í samræmi við ströngustu kröfur
Kaupfélagsstjórafundur
Hinn árlegi kaupfélagsstjórafund-
ur var að þessu sinni haldinn að
Hótel Sögu í Reykjavík 24. og 25.
nóv. s. 1. Sóttu hann velflestir kaup-
félagsstjórar landsins og auk þess
framkvæmdastjórn og ýmsir starfs-
menn Sambandsins.
Pyrri fundardaginn flutti Erlend-
ur Einarsson forstjóri yfirlitserindi
um hag Sambandsins og rekstur
þess fyrstu níu mánuði yfirstand-
andi árs. Þá flutti Halldór E. Sig-
urðsson fjármálaráðherra ávarp og
svaraði fyrirspurnum fundannanna,
og loks flutti Sigurður Markússon
frkvstj. erindi um mánaðarleg upp-
gjör fyrir kaupfélögin.
Síðari fundardaginn flutti Vil-
hjálmur Jónsson frkvstj. erindi um
olíuverzlun samvinnufélaganna, og
Kristleifur Jónsson bankastjóri um
Samvinnubankann. Einnig voru á
dagskrá mál frá landsfjórðunga-
fundum kaupfélagsstjóra, skýrsla
Markaðsráðs og loks sátu forstjóri
og framkvæmdastjórar Sambands-
ins fyrir svörum.
Um kvöldið bauð Sambandið
kaupfélagsstjórunum og konum
þeirra til kvöldverðar og skemmtun-
ar að Hótel Sögu, en fyrr um dag-
inn höfðu konur fundarmanna þegið
heimboð frú Margrétar Helgadótt-
ur að Selvogsgrunni 27.
Úr Kfötiðnaðarstöðinni.
HLYNUR 13