Hlynur - 15.08.1979, Page 17

Hlynur - 15.08.1979, Page 17
Til vinstri er Matthías Pétursson að slíta þessu fjórða þingi LÍS og óska mönnum góðrar heimferðar og til hægri eru Akureyringar og fleiri á heimleið. Margir þingfulltrúa frá Akureyrarfélögunum hafa tekið maka sína með á LÍS-þing og svo var einnig að þessu sinni. skoðanakannana, þó þannig, að hvert starfsmannafélag geti bætt við könnunarformið spurningum, er varða einstök starfsmannafélög. Upplýsingarit um starfsmannafélagið, LÍS og samvinnuhreyfinguna. Pað er álit þingsins, að stjórnendur LÍS ættu að vera í nokkuð reglulegum tengslum við starfsmannafélögin og aðstoði félögin við félagsleg málefni, s. s. að efna til verkefna, sem bæði efldu félagsandann og gæfu starfsmannafélögunum jafnframt tekjur í aðra hönd. Auka mætti kynni með því að útbúa upplýsingabréf eða bækling með helstu upplýsingum um starfsmanna- félagið, LlS og samvinnuhreyfinguna ásamt nauðsynleg- um upplýsingum um réttindi og skyldur starfsmanns- ins. Pessum upplýsingum yrði dreift til núverandi starfsmanna og til nýrra starfsmanna við ráðningu. f> Stjórnarmenn samvinnufélaga sitja of lengi. Stjómarmenn kaupfélaga sitja yfirleitt of lengi, jafft- vel ævilangt. Pingið telur nauðsyn á örari endurnýjun og mætti setja ákvæði um setutíma. Einnig á þetta við um þau fyrirtæki, sem rekin erft með hlutafélagsformi í eigu kaupfélaganna og Sam- bandsins, þar sem sami maður situr í stjórn margra fyrirtækja ámm og áratugum saman og engin eða lítil endurnýjun á sér stað. Félagsmenn kaupfélaga óvirkir. Þingið telur, að hinn almenni félagsmaður kaupfélag- anna sé ákaflega óvirkur og gera þurfi átak í því að V fera félagsmenn og stjórnendur nær hverjum öðrum. Framleiðslusamvinnufélög gœtu gert fólk virkara. Benda má á, að framleiðslusamvinnufélög gætu breytt þessari mynd framtíðarinnar, einkum í sambandi við framleiðslu og fullvinnslu verðmæta úr íslenskum hrá- efnum s. s. landbúnaðarafurðum t. d. í skinnaiðnaði. Stórauka þarf fræðslu starfsfólks í Iðnaði. Pingið telur þörf á menntun eins og þeirri, sem Samvinnuskólinn veitir og telur hann vera á réttri braut í sambandi við samvinnufræðslu. Aftur á móti telur þingið að gera þurfi stórátak í fræðslu og menntun á því fólki, sem beina á út í iðn- aðinn. Einkum er þörf á námsbrautum við fjölbrauta- skólana, sem stefna að þessu marki. Samvinnuhreyfingin aðlaðandi fyrlr börn. Pingið telur æskilegt, að samvinnuhreyfingin reyni að Iaða til sín börnin, bæði með samvinnufræðslu á rétt- um stöðum og búa þeim þau skilyrði í starfi, menntun °g leik, að þau þurfi ekki að tileinka sér skoðanir sem leiða til ádeilna á samvinnustefnuna í framkvæmd. Betri þjónusta — betri samvinnufélög. Gagnrýni, sem beint er gegn samvinnuhreyfingunni telur þingið best svarað með hvatningu til sérhvers samvinnustarfsmanns um að auka kröfugerð til sjálfs stn um enn betri störf, þannig að öll þjónusta innt af höndum fyrir samvinnuhreyfinguna, verði sjálfvirkt svar til þeirra, sem telja sér skylt að reka hornin í sam- vinnusamtökin. Menn skyldu vera minnugir þess, að ekkert fyrirtæki er betra en þeir, sem stjórna því og vinna við það. HLYNUR 17

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.