Hlynur - 15.08.1979, Qupperneq 24

Hlynur - 15.08.1979, Qupperneq 24
Til vinstri eru þeir, Þorsteinn Máni Árnason fararstjóri og Arleif Fiskvík bílstjóri. Til hœgri eru þau hjónin, Aðalsteinn Björnsson og Jóhanna Árnadóttir við stýrið á því fræga fleyi, Fram. Pegar heim á tjaldstæði kom, fengum við (gamla húsið) mjög rúmgott eldhús og stofur og héldum við meiri háttar kvöldvöku í til- efni dagsins. í Osló. Komum til Oslóar kl. 19.30, mánudaginn 18. júní og tjölduðum á Egebergs-tjaldstæðinu í ægifögru umhverfi og besta veðri sem hugs- ast getur. Við Egebergs-tjaldstæðið eru sex knattspyrnuvellir, hlið við hlið á feikistórri og eggsléttri flöt. Var gaman að horfa á leiki á kvöld- in. sem tjaldgestir gátu notið að vild. Næstu tvo daga var dvalið í Osló í besta veðri og farið í margar skoðunarferðir, m. a. í Bygdöy- söfnin (farkostirnir Fram, Kontiki og Ra), í Vigelands-garðinn, Holm- enkollen, konungshöllina, dvragarð- inn og að sjálfsögðu gengið um Karl Jóhanstræti. Fimmtudagur 21. júní. Sama veðurblíðan. Brottför var ákveðin kl. 11.00, — en einn ferðafélaginn reyndist týndur og var því gerð umfangsmikil leit að hon- um. Kl. 14.30 var lagt af stað og höfðu þá sendiráð og lögregla tekið að fullu að sér mál ,,ferðalangs“. Ekið um fagrar sveitir í átt til Guðbrandsdals. I Gjörvik var farið í kaupfélagið og keyptur kostur. Síðan ekið til Lille-Hammer og þar skoðað eitt fullkomnasta byggða- og alhliða iðnþróunarsafn í heimi. Loks var ekin stutt leið á tjaldstæðið við Hundafossa og við hjónin fengum okkur hús með öllum hugsanlegum þægindum. Föstudagur 22. júní. Engar fréttir frá Osló. Lagt af stað kl. 11.00 í mildu sólarlitlu veðri. Ekið norður Guðbrandsdal til Otto og þaðan til Lom. Par keyptur kostur og skoðuð gömul, falleg kirkja. Skammt frá Lom er Bismo-tjaldstæðið, sem gista átti á, ef allt hefði farið fram eftir áætlun daginn áður. Nú hækkar landið mjög ört, enda komin hátt upp í Dofrafjöll. Ár Til vinstri eru þrír upprennandi fótboltamenn þeir, Davið og Magnús Héðinssynir og Björn Aðalsteinsson. Til hægri skáldið í hópnum, Aðalbjörn Úlfarsson frá Höfn. 24 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.