Hlynur - 15.08.1981, Page 34

Hlynur - 15.08.1981, Page 34
Froð- leiks- homið • Pað hrukku ýmsir við á dögunum (var það ekki 17. júní?),. þegar nokkrum vegfarendum var gerður sá ógreiði að svara því, hver Jón Sigurðsson hefði verið og urðu svör á ýmsa lund. Söguþjóðin reyndist sem sé ekki sterk á svellinu. En hvernig skyidi ástandið vera í sam- vinnufræðunum? Ekki vill Hlynur taka þátt í því að láta menn gata fyrir alþjóð, en hver getur fengið að reyna sig. Veistu eða veistu ekki? 1. Hvar var fyrsta kaupfélagið stofnað hér á landi? 2. Hvar og hvenær var fyrsta félag samvinnustarfsmanna stofnað? 3. Hvð þýðir skammstöfunin FDB? 4. Hvað var Sambandið kallað við stofnun þess árið 1902? 5. Hver var fyrsti framkvæmdastjóri Véladeildar SÍS? 6. Hvað hét fyrsta Sambandsskipið og hvenær kom það til landsins? 7. Hvað þýðir skammstöfunin OTK? 8. Hver var fyrsti formaður Starfsmannafélags SÍS? 9. Hvar starfaði Kaupfélagið Ingólfur? 10. Hvaða kaupfélag rekur verslunarútibú við Goðafoss? 11. Hvaða aðili gaf fyrstur út Hlyn og hvaða ár? 12. Hvað eru mörg starfandi kaupfélög nefnd eftir firði? 13. Og hvað eru mörg kaupfélög kennd við nes? 14„ í eigu hvaða kaupfélags er skuttogarinn Ljósafell? 15. Hvaða ár fluttist Samvinnuskólinn að Bifröst? Svör á bls. 38. Úr samvinnusögunni Petta bar við árið 1951: t. Benedikt Gröndal tók við ritstjórn Samvinnunnar af Hauki Snorra- syni og útgáfan fluttist frá Akureyri til Reykjavíkur. 2. Friðja Sambandsskipið, Jökulfell, kom til landsins í heimahöfn á Reyðarfirði, 22. apríl. 3. Samvinnan efndi til smásagnakeppni og 196 sögur bárust, eftir 170 höfunda. I. verðlaun hlaut sagan „Blástör", eftir Indriða G. Þorsteinsson og verðlaunin voru ferð með Sambandsskipi til Mið- jarðarhafsins. í tilefni af þessari verðlaunaveitingu varð til þessi vísa: Blá er Blástararsagan blár er höfundurinn. Blátt verður blaðið af henni, en bláust er dómnefndin. 4. í fyrsta sinn haldinn aðalfundur SÍS að Bifröst, sem þá var að taka til starfa sem veitingastaður í eigu Sambandsins. Efnt var til sam- keppni um nafnið og er höfundur þess Hallgrímur Sigtryggsson, starfsmaður Sambandsins um margra áratuga skeið. 5. Um haustið, 10.—11. september stóð Fræðslu- og félagsmáladeild SÍS fyrir landsþingi fræðslufulltrúa kaupfélaga að Bifröst og mættu þar 27 fræðslufulltrúar af 30 undir forystu fræðslufulltrúa SÍS, Baldvins Þ. Kristjánssonar. 6. Sambandið stofnaði fisksölufyrirtæki í Bandaríkjunum, lceland Products. 7. Petta ár var einnig stofnað Vinnumálasambandsamvinnufélaganna. 34 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.