Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 6
Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík PERO NI SOCIA L BJÓR 990 K R. CARNIVAL CARN IVAL RÉTTI R Á HÁTÍÐ AR- VERÐ I ÞÉR ER BOÐIÐ Í CARNIVAL FIMMTUDAGINN 7. MARS Sigga Kling, DJ Goggi, Gnúsi Yones og Steinunn úr Amabadama, brasilíska dansdrottningin Josy Zareen og fleiri frábærir gestir halda uppi sjóðheitri sambastemningu. Þú mátt ekki missa af þessu! Borðapantanir á sushisocial.is og í síma 568 6600. SMÁRÉTTIR Spínatsalat 1.490 kr. Nautatataki 1.490 kr. Humarvindill 1.590 kr. Laxa ceviche 1.590 kr. Nauta Anticucho 1.690 kr. Nautalund 2.290 kr. DJÚSÍ SUSHI Surf‘n turf – 4 bitar 1.690 kr. Volcano – 6 bitar 1.990 kr. Samba – 4 bitar 1.590 kr. EFTIRRÉTTUR Súkkulaði fudge 1.290 kr. fimmtudaginn 7. mars CARNIVALKOKTEILAR1.990 KR. KÍNA Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjár- málastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndar- málum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einka- mál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmann- réttindum sínum. Hún sakar yfir- völd um að hafa leitað á sér og yfir- heyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn trygg- ingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Banda- ríkjanna. Ef svo er mun dómsmála- ráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn fram- salinu . Samk væmt BBC  hafa þeir sagt að um sé að ræða „mis- notkun á tvíhliða framsalssamn- ingi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöð- unni. Einnig hafa þeir líkt ásökun- unum gegn Huawei við norna- veiðar. – þea Versnandi samband Kanada og Kína Deila Kanadamanna og Kínverja snýst að mestu um Huawei. NORDICPHOTOS/GETTY NEYTENDUR „Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þess- um kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvæla- markaði,“ segir Hanna Katrín Frið- riksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um inn- flutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“ Sé litið til stuðnings við stjórn- málaflokka eru stuðningsmenn Við- reisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðnings- manna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um inn- flutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokk- um. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökun- um en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins, 52 pró- sent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráð- herra um afnám frystiskyldu inn- flutts kjöts og heimild til innflutn- ings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, eink- um í grasrót Framsóknarflokksins. „Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar mál- stað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðar- mála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES- samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Bryn- hildur Pétursdóttir, formaður Neyt- endasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals. adalheidur@frettabladid.is Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til inn- flutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins. Höfuðborgarsvæðið n 39% n 17% n 45% Reykjanes n 44% n 12% n 45% Vesturland n 24% n 13% n 63% Vestfirðir n 3% n 14% n 83% Norðurland n 13% n 15% n 72% Austurland n 21% n 15% n 64% Suðurland n 13% n 14% n 73% ✿ Afstaða eftir búsetu ✿ Spurt um innflutning n Hlynntur n Hvorki né n Andvígur n Mjög hlynntur 15,2% n Frekar hlynntur 15,1% n Hvorki né 14,7% n Veit ekki eða vil ekki svara 5,8% n Frekar andvígur 14,8% n Mjög andvígur 34,4% Hversu hlynntur eða andvígur ertu því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum í samræmi við EES samninginn? Tíu prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn eru hlynnt tilslökun reglna um innflutning á ferslum matvælum. 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.