Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 9

Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 9
Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitar- félögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitar- félagið. Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækk­ un á gjöldum heimilanna, en Orku­ veitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldna­ landið verði skipulagt undir hag­ stætt húsnæði, stofnanir og fyrir­ tæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur læk kað húsnæðiskostnað ný­ byggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitar­ Kjarapakki Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Allt á sér sögu og bakgrunn. Þessir tímar áts sem nú standa yfir, eru leifar af kjöt­ kveðjuhátíð. Vikurnar fram undan, allt til páska, kallast fasta. Sú var tíðin að þá reyndi fólk að lifa og eta sparlega, gæta hófs. Þannig var það í það minnsta í gyðingdómi og í kristnum sið. Áður en einhver þakkar Guði fyrir að vera laus undan valdi presta og spámanna, er rétt að skoða þetta örlítið nánar. Fastan er náttúruleg og vistvæn. Í gamla sveitasamfélaginu var hún lífsbjörg. Þau sem hámuðu í sig ket um þetta leyti árs átu sig og af komendurna út á gaddinn. Þegar vetur var senn á enda liðinn þá var þröngt í búi og undaneldisgripirnir einir eftir. Þeir gefa ekki mikið af sér, eftir ferðalag um meltingarveg eigenda sinna. Þess vegna lét fólk kjötið eiga sig. Nú eru veisludagar. Í gær átum við rjómabollur, í dag er sprengi­ dagur og á morgun er öskudagur með sætindum og f jöri. Kjöt­ kveðjuhátíðin er í fullu gildi hjá okkur, en við sleppum föstunni! Allir okkar dagar eru sprengidagar. Við sprengjum öll mörk og látum eins og næstu tímar og kynslóðir komi okkur ekki við. Jörðin stynur undan ágangi okkar, í lofti, á láði og legi. Þar er ekkert undanskilið og Íslendingar munu vera mestu umhverfissóð­ arnir. Velmegunin er ekki hættu­ laus heldur. Nú deyja f leiri úr vel­ megun en í stríði. Hitt er verra, að að við lifum um efni fram, þegar litið er til þess hvað jörðin okkar getur þolað. Þegar við erum búin að skola út saltinu eftir veisluhöld kvöldsins og klára síðustu karamellurnar í grímuklædd börnin, legg ég til að við pælum í föstunni. Veltum því fyrir okkur hvort það er ekki kominn tími til að minnka veisl­ una, fækka veisludögum svo að eitthvað verði til skiptanna fyrir börnin okkar og af komendur þeirra. Sprengidagar félögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hag­ stæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verð­ tryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokk­ ur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem f lestir í borgar­ stjórn sameinist um þennan kjara­ pakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra. Skúli Ólafsson sóknarprestur í Neskirkju 569 6900 09:00–16:00www.ils.is Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum. Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi þætti: Nýbyggingar og ölgun leiguíbúða. Íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum. Auk þess verður lögð áhersla á: Hagkvæmar íbúðir hvað stærð og herbergja- ölda varðar sbr. viðmiðunarstærðir. Hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað. Íbúðir sem uppfylla þarfir íbúa á hverju svæði. Íbúðir sem uppfylla mismunandi þarfir ólíkra hópa. Að stuðla að ölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun. Viðmiðunarstærðir Við úthlutun verður horft til þess að íbúðir séu að jafnaði ekki stærri en eftirfarandi tafla segir til um: Hámarksstærð Fjöldi herbergja m.v. herbergjaölda Einstaklingsíbúð 50 m² 2ja herbergja íbúð 60 m² 3ja herbergja íbúð 80 m² 4ra herbergja íbúð 95 m² 5 herbergja íbúð 110 m² Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu sjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2019. Til þess að hægt sé að meta umsókn þurfa öll gögn skv. 14. gr. reglugerðar nr. 555/2016 að skila sér innan umsóknarfrests. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Auglýst er eftir umsóknum fyrir árið 2019 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. Umsóknarfrestur: 5. apríl 2019 • • • • • • • S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 5 . M A R S 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.