Fréttablaðið - 05.03.2019, Side 14
Nesti, sem er hluti af N1 stöðvunum, hefur auð-veldað fólki á ferðinni lífið
og verið mikilvægur hluti af ferða-
lögum Íslendinga um þjóðvegi
landsins áratugum saman. „Nesti
var stofnað árið 1957 og hugsunin
þá var sú sama og hún er í dag, að
þjónusta alla þá sem eru á ferðinni
og vilja grípa með sér hollan og
góðan valkost,“ segir Steinunn
Björk Eggertsdóttir, vörustjóri
veitinga hjá N1. „Nestislínan í
þeirri mynd sem hún er í dag var
sett af stað árið 2016 en hún hefur
verið í stöðugri þróun síðan þá.
Við erum alltaf að auka við úrvalið
af hollum valkostum og ætlum að
halda því áfram.“
N1 rekur 29 þjónustustöðvar
um land allt, þar af eru 20 Nestis-
stöðvar. Á þjónustustöðvum N1 er
boðið upp á veitingar af ýmsu tagi
ásamt annarri smávöru.
Mikið úrval
Meðal fjölbreyttra vara sem Nesti
býður upp á má nefna boozt,
grauta, gríska jógúrt, ávexti, sam-
lokur, vefjur, nýsmurð rúnstykki
og croissant, salöt o.fl. „Á lands-
byggðinni bjóðum við að auki
upp á eldaðan mat, eins
og hamborgara,
samlokur, kjúklingarétti, súpur,
fiskrétti og aðra smárétti. Nýr og
endurbættur matseðill er farinn
af stað hjá okkur en í byrjun hvers
árs reynum við að bæta og ein-
falda matseðlana okkar ásamt því
að skipta út fyrir nýja og gómsæta
rétti.“
Mikill metnaður
Steinunn segir miklu máli skipta
að fólk geti fengið eitthvað hollt og
gott við sitt hæfi hjá Nesti, hvort
sem það eru almennir hollustu-
réttir eða t.d. vegan. „Í takt við
breyttar kröfur Íslendinga um
þægilega, f ljótlega en um leið
holla fæðu er Nesti ávallt með það
að leiðarljósi að auka úrvalið af
hollum valkostum
sem eru í boði
á þjónustu-
stöðvum
um land allt. Einnig höfum við
orðið vör við aukna eftirspurn
eftir hollari og léttari veitingum
samfara auknum ferðamanna-
straumi og er mikill metnaður
lagður í að þróa veitingarnar þann-
ig að þær höfði til ólíkra hópa.“
Örari nýjungar
Steinunn segir vöruþróunina í ár
vera hraðari en fyrri ár og ætlunin
sé að höfða til f leiri hópa en áður.
„Allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi og við stefnum
á að vera með eitthvað nýtt og
skemmtilegt í hverjum mánuði.
Einnig erum við að hugsa um þá
sem vilja minni einingar, svo fólk
geti raðað saman eftir hentisemi
hvers og eins. Nýjungar hjá okkur
það sem af er ári eru t.d. nýir og
endurbættir grautar og skyrréttir,
girnilegar samlokur, próteinbox
og margt f leira gómsætt. Á lands-
byggðinni erum við með nýjar
súpur og fiskrétti auk þess sem
við bjóðum upp á val um súrdeigs
pitsubotna á móti þessum hefð-
bundnu botnum. Einnig bjóðum
við fólki að fá aðrar sósur en gömlu
góðu kokteilsósuna og má þar
nefna trufflu-majó, hvítlauks aioli
og chili-majó. Eins erum við með
val fyrir þá sem vilja sneiða hjá
frönskum og bjóðum upp á ferskt
salat sem valkost.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Nesti býður upp á frábært úrval af samlokum, vefjum, salötum, nýsmurðum rúnstykkjum og croissant.
Ljúffengir boozt drykkir í öllum regnbogans litum og bragðtegundum.
Í takt við breyttar
kröfur Íslendinga
um þægilega, f ljótlega en
um leið holla fæðu er
Nesti ávallt með það að
leiðarljósi að auka úrval-
ið af hollum valkostum
sem eru í boði.
Chia grautur
og orkugrautur
eru tilvaldir í
morgunmat eða
sem millimál.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R