Fréttablaðið - 05.03.2019, Page 16
www.frettabladid.is
Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Sími 550 5657
Útgáfufélag: Torg ehf. Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
Minni sala bíla Audi í janúar upp á 3%, miðað við sama mánuð í fyrra, veldur
forsvarsmönnum Audi áhyggjum
og þar á bæ er fyrirhugað að fækka
bæði stjórnendum og vélargerðum
í Audi-bíla sem eru að sögn fyrir-
tækisins of margar. Með fækkun
vélargerða á að einfalda smíðina,
en einnig stendur til að skera niður
eitt lag af stjórnendum í fyrir-
tækinu og fækka þeim samtals um
10%. Þó svo að Audi hafi aukið sölu
sína á stærsta bílamarkaði heims
í Kína um 5,1% í janúar var sala
Audi léleg í Evrópu og hefur hún
hríðfallið frá því að nýja WLTP-
eyðsluviðmiðunin tók gildi á
seinni hluta síðasta árs.
Fækkun vélargerða um 30%
Ekki liggur fyrir hvaða vélargerðir
Audi fara undir hnífinn, en leiða má
getum að því að stærstu, eyðslu-
frekustu og minnst seldu vélargerð-
irnar lendi í niðurskurðinum sem
á að nema um 30% af núverandi
vélaúrvali. Líkt og í tilfelli Audi mun
BMW skera niður 8 og 12 strokka
vélar fyrir næstu kynslóð BMW
7-línunnar og Benz ætlar líka að
hætta framleiðslu V12 vélarinnar í
S-Class. Með þessum hagræðingar-
aðgerðum Audi er meiningin að
spara fyrirtækinu ríflega 2.000
milljarða króna til ársins 2022.
Audi fækkar vélargerðum
Ákvörðun Honda um að loka sinni einu bílaverksmiðju í Bretlandi eftir starfrækslu
í meira en 30 ár gæti markað upp-
hafið að endanlegu brotthvarfi
japanskra bílaframleiðenda frá
Bretlandi í kjölfar fyrirhugaðs
brotthvarfs Bretlands úr Evrópu-
sambandinu. Honda, Toyota og
Nissan opnuðu öll verksmiðjur í
Bretlandi á níunda áratug síðustu
aldar og fengu til þess stuðning
frá Thatcher-stjórninni. Thatcher
sannfærði forsvarsmenn fram-
leiðendanna um að Bretland væri
vænlegur kostur til framleiðslu
bíla fyrir Evrópumarkað og að
Bretland myndi aldrei ganga úr
Evrópusambandinu. Það mun
breytast frá og með 29. mars og
gæti orðið afdrifaríkt fyrir bíla-
framleiðslu í Bretlandi.
Toyota þegar varað bresk
stjórnvöld við
Ekki er eins mikil hætta á að
Toyota loki verksmiðju sinni í
Burnastone þar sem ný Corolla
verður smíðuð þar, en eftir að ný
kynslóð Corolla rennur sitt skeið
árið 2024 þykir líklegt að Toyota
loki henni. Toyota hefur þegar
varað bresk stjórnvöld við því að
slæmur samningur við Evrópu-
sambandið gæti þýtt lokun verk-
smiðjunnar. Auk þess er Toyota að
opna nýja verksmiðju í Tékklandi
árið 2021 í samstarfi við PSA Group
og þar verða framleiddir smærri
bílar Toyota. Verksmiðja Honda
í Burnastone er fjórða stærsta
bílaverksmiðjan í Bretlandi og
þar eru framleiddir 161.000 bílar á
ári. Verksmiðja Toyota er sú sjötta
stærsta og þar eru framleiddir
129.000 bílar á ári. Í báðum þeirra
er nú aðeins framleidd ein bílgerð
þar sem bæði fyrirtækin hafa flutt
framleiðslu annarra bílgerða til
Japans. Það eitt er hættumerki.
Samningur um tollaleysi
hjálpar ekki
Nissan rekur stærstu bílaverk-
smiðju Bretlands og þar eru
framleiddir 442.000 bílar á ári og
þar er minnsta hættan á að komi
til lokunar, en bæði er vinsælasti
jepplingur Bretlands og Evrópu,
Qashqai, framleiddur þar og smíði
nýs Juke mun einnig fara þar fram.
Nissan tók hins vegar þá ákvörðun
árið 2016 að smíða ekki X-Trail
jeppa sinn í Bretlandi fyrir Evrópu-
markað, eins og áður var ráðgert
og flutti smíði hans til Japans. Það
gefur ef til vill tóninn fyrir fram-
haldið. Ekki hjálpar það til að nýr
milliríkjasamningur Japans og Evr-
ópusambandsins mun gera flutning
til Evrópu á bílum framleiddum í
Japan ódýrari og það minnkar kost-
ina við að vera með verksmiðjur í
Evrópu. Þessi samningur tryggir
tollaleysi á bílum innfluttum frá
Japan til Evrópu og breytir því
landslaginu mikið.
Tryggðin horfin
Tryggðin sem japönsku fram-
leiðendurnir héldu við Bretland til
langs tíma virðist vera að þverra
og hefur verið skipt út fyrir pirring
og reiði í þeirra garð. Japönskum
bílaframleiðendum finnst þeir
hafa verið sviknir af breskum yfir-
völdum.
Flýja japanskir
framleiðendur Brexit
Nissan, Honda og Toyota reka stærstu, fjórðu stærstu og
sjöttu stærstu bílaverksmiðjur Bretlands en teikn eru á
lofti um lokun allra þeirra. Brexit er um að kenna.Peugeot hefur svipt hulunni af nýjum og gerbreyttum 208 bíl sínum áður en hann
verður sýndur á bílasýningunni í
Genf, sem verður opnuð 7. mars.
Eins og sést á myndinni eru miklar
útlitsbreytingar á þessum netta
bíl sem fellur í B-stærðarflokk
bíla. Óhætt er að fullyrða að með
þessari breytingu sé kominn einn
mest aðlaðandi bíllinn í þessum
flokki, enda hefur hann fengið
ýmis útlitseinkenni frá hinum
mun stærri Peugeot 508 bíl, sem
er forkunnarfagur. Bíllinn kemur
nú á 17 tommu felgum, með LED-
aðalljósum og svörtu þaki.
Takkaleysi og snertiskjár
Að innan hefur Peugeot fækkað
mjög tökkunum og flestu er stjórn-
að á snertiskjá sem reyndar er af
margvíslegri stærð eftir útfærslum
bílsins. Fyrir vikið virkar hann
miklu framúrstefnulegri en keppi-
nautar hans. Þessi nýja kynslóð
Peugeot 208 er 30 kílóum léttari en
forverinn og með mun betra loft-
flæði og klýfur hann nú vindinn
betur. Fyrir vikið er hann miklu
hljóðlátari og stífni bílsins er líka
miklu meiri og minnkar það allan
titring í honum til muna. Bíllinn
verður í boði með 1,2 lítra 75, 100
eða 130 hestafla bensínvélum með
forþjöppu eða 100 hestafla 1,5
lítra dísilvél, en með henni fæst
bíllinn aðeins beinskiptur, en með
bensínvélunum má velja milli
beinskiptingar og sjálfskiptingar.
Gerbreyttur smár
Peugeot 208
Japanska útgáfan af Best Car Magazine telur sig hafa heimildir fyrir því að næsta
kynslóð Lexus IS bílsins muni fá
3,0 lítra bensínvél frá BMW. Þar
væri um að ræða sömu forþjöppu-
drifnu B58 vélina sem finna má
í nýja Toyota Supra bílnum og
BMW Z4. Með þessari ráðstöfun
yrði framhald á samstarfi Toyota/
Lexus og BMW líkt og með sam-
eiginlegri smíði Supra/Z4 bílsins.
Þessi vél yrði ekki sú eina sem í
boði yrði í bílnum, heldur einnig
2,0 og 2,4 lítra vélar, sem og 2,5
lítra vél með rafmagnsaðstoð sem
yrði í boði á nokkrum bílamörk-
uðum heims. Þá fengi Lexus IS F
kraftaútgáfan sömu vél og er nú í
Lexus LS bílnum, sem er 416 hest-
öfl og yrði hún tengd við 10 gíra
sjálfskiptingu.
Næsta kynslóð Lexus IS á að
verða af sömu stærð og núverandi
kynslóð, en bíllinn mun samt
léttast um 155 kíló. Búist er við því
að Lexus muni kynna nýja kyn-
slóð af IS-bíl sínum á seinni hluta
næsta árs og að Lexus IS F sjái ekki
dagsljósið fyrr en árið 2021. Með
þessum breytingum á aflrás Lexus
IS verður bíllinn mun hæfari til að
keppa við BMW 3 og aðra lúxus-
bíla svipaðrar stærðar.
Næsti Lexus IS
með BMW-vél Viðbrögð við
minnkandi sölu
Audi sem gekk
illa í sölu á seinni
hluta síðasta árs
auk þess sem
salan minnkaði
um 3% í janúar.
Úr verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi.
Að öllum líkindum fær næsta kynslóð Lexus IS 3,0 lítra bensínvél frá BMW.
Audi ætlar að minnka vélaframboð um 30% til að minnka þróunarkostnað.
Glænýtt og talsvert breytt útlit á þessum smávaxna bíl frá Peugeot.
5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR