Fréttablaðið - 05.03.2019, Side 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÉG HEF LÍKA FÆKKAÐ
FLUGFERÐUM EN ÞAÐ
ER ERFIÐAST FINNST MÉR, ÞVÍ
ÉG HEF EINS OG SVO MARGIR
ÓSKAPLEGA GAMAN AF ÞVÍ AÐ
SKOÐA JÖRÐINA. ÞAÐ ER
ÚTILOKAÐ AÐ VERA FULLKOM-
INN OG LIFA KOLEFNISHLUT-
LAUSU LÍFI EN ALLAR BREYT-
INGAR SEM VIÐ GERUM Á
LÍFSSTÍL OKKAR, SEM ÞVÍ
MIÐUR EINKENNIST AF SÓUN,
ERU AF HINU GÓÐA.
Ný íslensk þáttaröð,
Hvað höfum við
gert?, hefur göngu
sína sunnudaginn
10. mars á RÚV en
umsjónarmaður
þáttanna er Sævar
Helgi Bragason.
Þáttunum sem verða 10 talsins er
ætlað að útskýra loftslagsmál á
mannamáli. Rýnt verður í af leið
ingar og áhrif loftslagsbreytinga
á lífríki jarðar og samfélög um
allan heim. Skoðað verður hvernig
neysluhyggja nútímans hefur haft
áhrif á loftslagsbreytingar og hvað
fólk þarf að gera til að draga úr
breytingunum og aðlagast nýjum
lifnaðarháttum.
Sævar Helgi segir vinnslu við
þættina hafa hafist fyrir næstum
þremur árum þegar þau Þórhallur
Gunnarsson og Elín Hirst hittust og
lögðu drög að þeim. „Mín aðkoma
hófst snemma á síðasta ári þegar
mér var boðið að vera umsjónar
maður þáttanna. Þau vildu að
umsjónarmaðurinn hefði bak
grunn í vísindum og gæti útskýrt
f lókna hluti á einfaldan hátt, sem
ég vona innilega að hafi tekist.
Þetta er draumur að rætast.“
Aðspurður segir Sævar þættina
vera ætlaða ungmennum og upp
úr en sennilegast sé markhópurinn
einna helst fullorðið fólk. „Lofts
lagsmál varða okkur öll svo ég ætla
að vona að fólk á öllum aldri horfi
á þættina og foreldrar með börn
unum sínum. Börnin eru nú einu
sinni þau sem þurfa að glíma við
afleiðingar gjörða foreldra sinna og
kynslóðanna á undan. Svo veit ég
að grunnskólakennarar eru mjög
spenntir fyrir þáttunum.“
Erfiðast að fækka flugferðum
Sævar sem er jarðfræðingur að
mennt segist hafa verið ástfang
inn af náttúrunni frá því hann
man eftir sér enda sé ekkert jafn
heillandi eins og heimurinn sem
við búum í. „Ég hef séð meira af
alheiminum en margir aðrir og
uppgötvað smæð jarðar en um leið
hversu ótrúlega dýrmæt hún er.
Hún er viðkvæm og það þarf ekki
mikið til þess að breyta henni. Eftir
að ég áttaði mig á því hef ég verið
mikill umhverfisverndari og reyni
mitt allra besta í að fræða aðra og
ganga á undan með góðu fordæmi.
Síðustu kannski tvö til þrjú árin
hef ég reynt að tala enn meira um
umhverfismál því þau eru mikil
vægustu málefnin. Án heilnæms
vistkerfis og umhverfis erum við
ekkert.“ Sjálfur segist Sævar hafa
gert margar breytingar á eigin
neysluvenjum. „Allar breytingar
sem ég hef gert í átt að vistvænum
lífsstíl hafa verið jákvæðar. Allar.
Ég hef algerlega skorið niður allan
óþarfa. Þá á ég meiri pening sem ég
get notað í mikilvægari hluti.
Ég reyni mitt allra besta til að
draga úr matarsóun og hjóla og
geng meira. Með meiri hreyfingu
lagast svefninn og heilsan er betri.
Ég hef líka fækkað f lugferðum en
það er erfiðast finnst mér, því ég
hef eins og svo margir óskaplega
gaman af því að skoða jörðina. Það
er útilokað að vera fullkominn og
lifa kolefnishlutlausu lífi en allar
breytingar sem við gerum á lífsstíl
okkar, sem því miður einkennist af
sóun, eru af hinu góða.“
Ef þú gætir ráðlagt þjóðinni að
breyta einhverju einu, hvað væri
það helst?
„Góð en er f ið spurning því
við þurfum að taka okkur taki á
öllum sviðum – og allir, hver einn
og einasti, þarf að leggja sitt af
mörkum. En ætli ég mundi ekki
byrja á að ráðleggja fólki á að draga
úr matar sóun. Matarsóun er ótrú
lega sóðaleg, ekki bara umhverfis
lega séð heldur líka fjárhagslega.
Það kemur sér vel fyrir budduna
hjá öllum að minnka matarsóun og
nýta þá tækifærið í leiðinni til þess
að hreyfa sig meira. Frábær leið til
að spara er að draga úr sóun en
þannig lífsstíll er líka umhverfis
vænn. Bara kýla á breytingarnar
með jákvæðu hugarfari,“ segir
Sævar að lokum.
bjork@frettabladid.is
Börnin þurfa að glíma
við afleiðingarnar
Sævar segir okkur öll þurfa að leggjast á eitt en sjálfur hafi hann skorið niður allan óþarfa.
Í fyrsta þætti Hvað höfum við gert? verður fjallað um loftslagsbreytingar á
jörðinni. Hvað veldur þessum breytingum og hvenær byrjuðu þær? Hvaða
áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim?
ÞRIÐJUDAGA
Stórskemmtilegir þættir þar sem
8 lið keppa í hönnun og byggingu
á sannkölluðum Legó listaverkum.
Hér reynir á útsjónarsemi,
ráðsnilld, sköpunargleði
og samvinnu hvers liðs
fyrir sig og að lokum
stendur eitt lið uppi
sem sigurvegari.
stod2.is 1817
Tryggðu þér áskrift
Þú getur horft á fyrri þáttaröð á
5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð