Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 10
Það hefur talsverð áhrif ef það er einsleitur hópur á þinginu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslu- fræðingur borgarleikhus.is **** S.J. Fréttablaðið Þessi sprenghlægilegi og vinsæli gamanleikur hefur aldrei verið fyndnari. Tryggðu þér miða á borgarleikhus.is TR YG GÐ U ÞÉ R M IÐA ! > STJÓRNMÁL Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagna- grunnum Alþingis frá árunum 1991- 2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu of beldi. Niður- stöðurnar fékk Haukur úr könnun- inni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niður- stöður viðamikillar könnunar um kynbundið of beldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna ein- falda. „Ég var að endurtaka evr- ópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niður- stöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagna- grunna Alþingis fyrir árið 1991 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi.  Það tók Hauk um fimmtán mánuði að afla upplýsinga og skrifa bókina, Um Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræði- legan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlk- unarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Hauk- ur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismála- skrá gagnagrunnsins og alþingis- mannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir f lytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þing- inu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að af la upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum. birnadrofn@frettabladid.is FJÁRMÁL Íslensk stjórnvöld mót- mæltu tillögu FATF, alþjóðlegs f jármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á gráan lista. En líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrradag hefur hópurinn fundað í París í vik- unni og þar kom fram tillaga um að setja Ísland á listann. Á fundinum mótmæltu stjórn- völd tillögunni og sögðu hana ekki endurspegla stöðu landsins í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Afstaða íslenskra stjórnvalda mætti skilningi fjölda aðildarríkja. Árið 2018 krafðist FATF þess að Ísland ynni að endurbótum. Í til- kynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að horft hafi verið til vilja íslenskra stjórnvalda til úrbóta en að ekki hafi tekist að mæta kröfum FATF í tæka tíð þrátt fyrir að það hafi verið reynt. Íslensk stjórnvöld mótmæla veru landsins á gráum lista FATF Einnig kemur fram að stjórn- völd ásamt erlendum ráðgjöfum hafi lagt mat á möguleg áhrif þess að Íslandi lendi á listanum. „Það er samdóma álit þeirra að áhrifin verði óveruleg og er hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Erlendir aðilar í viðskipt- um við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og trygginga- félög, gætu þurft að kanna sjálf- stætt hvort varnir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar.“ – bdjTalið er að áhrif þess að Íslands sé á gráa listanum verði óveruleg. Á fundinum mótmæltu stjórnvöld tillögunni og sögðu hana ekki ekki endurspegla stöðu landsins. 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.