Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 34

Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 34
Ég veit ekkert skemmtilegra en að prjóna. Ég ólst að miklu leyti upp hjá ömmu minni og afa í Skagafirði og amma kenndi mér að prjóna þegar ég var fjögurra ára. Óhætt er að segja að ég hafi orðið ástfangin við fyrstu lykkju því mér þótti þetta svo gaman,“ segir Hrund Pálmadóttir, prjónakona með meiru. „Ég prjónaði og saumaði föt á dúkkurnar mínar þegar ég var lítil stelpa. Ég var aldrei með neina uppskrift heldur gerði bara eitthvað út í loftið. Svo þegar ég eignaðist börnin mín fór ég að prjóna eftir uppskriftum en núna hef ég mest gaman af því að hanna sjálf það sem ég prjóna,“ heldur hún áfram en prjónaf líkur eftir hana eru orðnar eftirsóttar langt út fyrir fjölskylduna. Íslenska ullin er í mestu uppáhaldi hjá Hrund og hún er mjög hrifin af íslenska prjóninu almennt. „Skemmtilegast finnst mér að hanna og prjóna kápur úr íslensku ullinni og nútímavæða útfærslurnar á þeim, sem ég hef ekki mikið séð gert,“ segir Hrund, sem hefur prjónað f leiri kápur en hún hefur tölu á. Sér útkomuna fyrir sér „Þegar ég byrja á nýju verkefni sé ég oftast fyrir mér hvernig ég vil að útkoman verði og byrja svo að prjóna. Það tekur mig um sextíu til sjötíu klukkutíma að prjóna kápu, auk þess sem nokkur tími fer í að sauma á þær spennur og ganga frá lausum endum. Mér finnst mjög mikilvægt að vanda fráganginn svo f líkurnar endist sem best,“ segir hún og bætir við að því miður séu prjónavörur sjaldnast metnar til fjár, mikil vinna liggi að baki hverri f lík. Hægt er að skoða og kaupa handverk eftir Hrund á Facebook undir heitinu Ástríða. „Ég startaði Ástríðu árið 2011 í kjölfar veikinda. Ég greindist með þung- lyndi, kvíða, áfallastreituröskun og vefjagigt eftir kulnun í starfi og einelti á vinnustað. Persónu- leg áföll áttu líka þátt í þessum veikindum. Því miður gat ég ekki unnið af heilsufarsástæðum og vantaði tilgang í lífinu. Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og þá tók ég fram prjónana á ný en ég hafði tekið mér langa Ástfangin við fyrstu lykkju Hrund Pálmadóttir var ung að aldri þegar hún lærði að prjóna og fann strax að það átti vel við hana enda fallegt sem hún skapar. Hún er einnig flink að smíða skart og skraut úr silfri. Hér er Hrund í einni kápunni sem hún hannaði og prjónaði sjálf. „Því miður gat ég ekki unnið af heilsufarsástæð- um og vantaði til- gang í lífinu. Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og þá tók ég fram prjónana á ný,“ segir Hrund. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Íslenska ullin er í mestu uppáhaldi hjá Hrund og hún er mjög hrifin af íslenska prjóninu almennt. Hrund prjónar peysur og sjöl en hún smíðar einnig fagurt skart úr silfri. Gerir aðeins eitt eintak af hverjum hlut. pásu frá þeim. Það var eins og heilun fyrir mig. Seinna bjó ég til búð á etsy.com undir nafninu AstridaDesign. Í fyrra greindist ég með krabbamein og prjóna- skapurinn hefur virkilega hjálpað mér við að takast á við það,“ greinir hún frá. Fyrir fáum árum lét Hrund gamlan draum rætast og fór á námskeið í silfursmíði. Hún heill- aðist af silfrinu og hefur smíðað skart og skraut af miklu listfengi síðan þá. „Ég smíða úr silfrinu mér til skemmtunar og geri bara eitt eintak af hverjum hlut.“ Hrund segist hafa lært mikið og þroskast við að ganga í gegnum veikindi og telur sig betri mann- eskju eftir þá lífsreynslu. „Ég er hægt og rólega að jafna mig eftir krabbameinsmeðferðina og stefni á að opna vef búðina mína aftur sem fyrst,“ segir Hrund, sem er bjartsýn á framtíðina. Svo þegar ég eignaðist börnin mín fór ég að prjóna eftir uppskriftum en núna hef ég mest gaman af því að hanna sjálf það sem ég prjóna. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.