Fréttablaðið - 19.10.2019, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 19.10.2019, Qupperneq 78
ÉG FANN MIKIÐ FYRIR ÞVÍ AÐ VERA ÖÐRUVÍSI OG VAR STRÍTT MIKIÐ FYRSTU ÁRIN OG STUNDUM LÖGÐ Í EINELTI. ÉG KOM MEÐ NESTI AÐ HEIMAN SEM BÖRNUNUM FANNST SKRÝTIÐ OG LYKTA SKRINGILEGA. Donna Cruz fer með eitt af aðalhlut-verkunum í nýrri íslenskri kvikmynd, Agnesi Joy, og stígur sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Hún er nýkomin frá Busan í Suður-Kóreu, þar sem my ndin var heimsf r umsý nd . „Þetta er meiri háttar ævintýri, ég naut þess að borða góðan asískan mat og reyndi eins og ég gat að nota frítíma til að læra undir bókfærslu- próf,“ segir Donna sem stundar nám í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Kvikmyndin Agnes Joy er nýjasta kvikmynd Silju Hauksdóttur og fjallar um mæðgurnar Agnesi og Rannveigu sem eiga í útistöðum hvor við aðra. Agnes er uppreisnar- gjörn og krefst þess að fá að fara eigin leiðir og lætur boð og bönn sem vind um eyru þjóta. „Það var skrýtið að sjá mig á hvíta tjaldinu. Draumur sem ég hélt að myndi ekki rætast, að minnsta kosti ekki á Íslandi. Ég held að ég sé fyrsta asíska konan í aðalhlutverki í íslenskri kvikmynd. Þegar Gagga Jónsdóttir framleiðandi hringdi í mig og bauð mér að koma í áheyrn- arprufu og sagði mér að um væri að ræða aðalhlutverk þá trúði ég því ekki. Ég hugsaði bara, ha? Er þetta að fara að gerast? En svo lét ég af allri vantrú og stappaði í mig stálinu. Nú væri þetta bara fyrir framan mig. Ég þyrfti bara að gefa allt í þetta,“ segir Donna. „Ég vona að þetta verði öðrum hvatning og mér finnst mikil- vægt að Íslendingar af erlendum uppruna séu meira sýnilegir í kvik- myndum og sjónvarpi. Við erum hér og kvikmyndir og sjónvarp segja sögur úr samfélaginu. Spegla það – ef þú segir aðeins sögu af afmörkuðum hópi þá nærðu ekki til jafn margra. Því meiri fjölbreytileiki, því f leiri áhorfendur,“ segir Donna ákveðin. Henni þykir vænt um söguhetj- una sem hún leikur. Agnesi Joy. Engin töfralausn til Stór hluti af lífi Donnu Cruz snerist um trúna, en hún var Vottur Jehóva til fimmtán ára aldurs. Donna flosnaði upp úr námi vegna þunglyndis en stundar nú nám í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og leikur aðalhlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd. „Ég á sterka minningu af því að sjá snjó í fyrsta skipti á ævinni, ég varð gagntekin af hrifningu,“ segir Donna um það þegar hún kom til Íslands fjögurra ára gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Einelti situr lengi í manni og getur valdið hegðun sem heldur manni í vítahring. Ég gerði það sem ég þráði sjálf. Ég vildi nefnilega sjálf fá afsökunarbeiðni og tækifæri til að fyrirgefa gerendunum. Sem betur fer er unnið markvisst gegn einelti í skólum í dag og börnum hjálpað að skilja og sjá í hverju það felst.“ Fáar vestrænar fyrirmyndir Donnu hefur langað til að verða leikkona frá því hún var lítil og leit upp til filippseyskra leikkvenna. Hún hafði ekki margar fyrirmyndir í Hollywood. „Þegar við fórum til Filippseyja þá keyptum við alltaf mikið af kvikmyndum á dvd- diskum. Það var líka verslun hér á Íslandi þar sem hægt var að leigja filippseyskar kvikmyndir sem var dásamlegt. En fyrirmyndirnar í Hollywood voru fáar, kannski helst Lucy Liu, ég hélt mikið upp á hana. Í dag er þetta svo breytt og það er hægt að sjá fjölbreyttar kvikmyndir og sjónvarpsþætti frá öllum heims- hornum á Netf lix. Heimurinn er ekki jafn stór og ókunnur. Hann er opnari og minni í þeim skilningi að við tengjumst betur,“ segir Donna og segir íslenskt samfélag einnig opnara en áður. „Ísland hefur líka breyst mjög mikið og í rétta átt. Þótt það sé ekki að gerast jafn hratt og ég myndi óska mér.“ Donna bjó ekki yf ir mikilli reynslu af leiklist þegar hún tók að sér hlutverkið. „Þannig að þegar ég fékk hlutverkið varð ég stressuð. Ég átti að leika á móti reynslumiklum leikurum. En ég fékk einkatíma hjá Þorsteini Bachmann og það hjálp- aði mér mikið, ég er þakklát fyrir að hafa fengið þá kennslu.“ Hún hefur þó reynslu af því að koma fram fyrir stóran hóp fólks. Hún tók þátt í fegurðarsam- keppninni Ungfrú Ísland og vann þar titilinn vinsælasta stúlkan. Í kjölfarið fór hún til Filippseyja og keppti í Miss Asia Pacific Interna- tional fyrir hönd Íslands. „Það var Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is „Mér þykir mjög vænt um aðal- söguhetjuna, ég man að þegar ég var ung og týnd þá bjó ég ekki yfir sama hugrekki og Agnes Joy sem fer á móti fólki til þess að elta draum- inn. Hún er djörf og skemmtileg og ákveðin,“ segir Donna. Kvikmyndin fjallar um Rann- veigu, sem Katla Margrét leikur. Hún hefur að undanförnu upplifað kulnun í bæði starfi og einkalífi. Rannveig á í stöðugum útistöðum við dóttur sína Agnesi sem Donna Cruz leikur. Hún er uppreisnar- gjörn og krefst þess að fá að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir boð, bönn og móðurlegar ráðleggingar. En með aðalhlutverk auk hennar og Kötlu fara þeir Þorsteinn Bach- mann, Björn Hlynur Haraldsson og rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. Úti í snjónum á nærfötunum Donna er 25 ára gömul og f luttist hingað til lands frá Filippseyjum með foreldrum sínum þegar hún var fjögurra ára gömul. Það var í janúarmánuði árið 1999 og landið snævi þakið. „Ég á sterka minningu af því að sjá snjó í fyrsta skipti á ævinni, ég varð gagntekin af hrifningu og fylltist eins konar lotningu. Það er til mynd af mér úti í snjónum á nærfötunum í gúmmístígvélum að kynnast þessu framandi fyrirbæri. Ég trúði ekki mömmu sem sagði mér að snjórinn væri kaldur,“ segir Donna. Donna flutti f ljótlega í Fellahverf- ið með foreldrum sínum, Miriam og Romeo, og tveimur yngri systk- inum. „Við erum afskaplega náin systkini. Systir mín er einu ári yngri, bróðir minn þremur árum yngri. Amma hafði f lutt nokkrum árum áður til Íslands og vann í þvotta- húsi. Nú búa öll börnin hennar og barnabörn hér. Ég byrjaði í grunnskóla, Fella- skóla. Þá var ég ein af fáum börnum í skólanum af erlendum uppruna. Við vorum held ég tvær sem vorum asískar í árgangnum. Nú skilst mér að meira en helmingur nemenda skólans sé af erlendum uppruna. Ég fann mikið fyrir því að vera öðruvísi og var strítt mikið fyrstu árin og stundum lögð í einelti. Ég kom með nesti að heiman sem börnunum fannst skrýtið og lykta skringilega. Ég kom oft með sér- stakan filippseyskan kjúklinga- rétt með grænmeti, chicken adobo. En bekkjarsystkini mín voru hins vegar hrifin af því þegar ég kom með Lumbia, sem eru vorrúllur,“ segir hún og hlær og segir að svo virðist sem þau hafi helst kannast við þann rétt. Donna segist hafa fundið til van- líðanar þegar hún var lítil vegna stríðninnar. Vanlíðanin hafi því miður fengið útrás með neikvæðum hætti þegar hún varð eldri. „Mér þykir leitt að segja frá því en ég lagði aðra stelpu í einelti nokkrum árum seinna. Ég vissi ekki að ég væri að gera það og áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðin átján ára gömul og sat í uppeldisfræðitíma í mennta- skóla. Ég sá skýrt samhengi á milli eineltisins sem ég varð fyrir og þess hvernig ég hagaði mér seinna. En það er engin afsökun og um tvítugt fann ég hana og bað hana afsökun- ar. Hún sagðist vera búin að gleyma sumu af þessi. En það hafði ég ekki gert. Ég vildi ekki að hún tæki með sér þessa vanlíðan eins og ég gerði. Framhald á síðu 36 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.