Fréttablaðið - 19.10.2019, Side 90

Fréttablaðið - 19.10.2019, Side 90
Elsta verkið á sýningu Ólafar Nordal á Kjar-valsstöðum er frá 1992. Það heitir Í rökkrinu og er eftirlíking af útskorn-um bitum en úr nútíma- legu efni. Valþjófsstaðahurðin blas- ir við þaðan, hugmyndin sótt í hina einu sönnu en þriðja hringnum bætt við ofan við hina. Ólöf K. Sigurðardóttir sýningar- stjóri tekur á móti mér á Kjarvals- stöðum. „Þetta er í þriðja sinn á jafnmörgum haustum sem við setj- um upp yfirlitssýningu á verkum starfandi listamanns, sem þegar á að baki umtalsverðan feril og ber sterk höfundareinkenni. Fyrst var það Anna Líndal, svo Haraldur Jóns- son og nú Ólöf Nordal. Við lítum á hverja sýningu og sýningarskrár þeirra sem innlegg í framtíðar- rannsóknir á íslenskri samtímalist. Í þeim eru greinar eftir ólíka fræði- menn auk viðtals við listamann- inn sjálfan. Í sýningarskrá Ólafar Nordal er líka hennar útfærsla á þjóðsögum eða vitneskju sem hefur legið hjá þjóðinni, hún veitir skemmtilega sýn á verkin.“ Meðal verka á sýningunni eru myndir sem Ólöf Nordal hefur tekið af höfuðafsteypum sem varðveittar eru á söfnum erlendis, f lestar eru á mannfræðisafni í París en ein á Kan- aríeyjum. „Þetta eru allt afsteypur af nafngreindu fólki, Íslendingar þóttu áhugaverðir á nítjándu öld fyrir að vera hrein þjóð á norðlægum slóðum. Spurning hvort við viljum samsama okkur því í dag,“ segir sýningarstjórinn og kímir. Á ferlinum hefur Ólöf Nordal leitað fanga í ýmsum söfnum, bæði þeim sem geyma náttúru- og menningarminjar en einnig gagna- söfnum eins og því sem varðveitt er af Háskóla Íslands og var byggt upp af líkamsmannfræðingi sem vann við að leita að uppruna Íslendinga. Þetta nýtir Ólöf í áhrifamikið ljós- myndaverk og  sýningarstjórinn bendir á skjá þar sem þulur Ríkis- útvarpsins les gamla frétt um mæl- ingarnar. Nýjustu verkin á sýningunni Úngl eru  torf hleðsla, meira en mannhæðarhár móhraukur og myndasería af forystufé og nú er Ólöf Nordal tekin við leiðsögninni. „Þegar forystufé er í fjárhúsi þá stendur það svolítið upp úr og horf- ir yfir hópinn. Það er óblandað öðru fé og er talið hafa varðveist frá Að fortíð skal hyggja … Ólöf Nordal myndlistarmaður sækir í íslenska þjóðmenningu og sagnir í listsköpun sem hún beinir fram á við í ljósi uppsafnaðr- ar þekkingar. Sýningin Úngl er opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Ólöf Nordal myndlistarkona og Ólöf K. Sigurðardóttir sýningarstjóri hafa unnið saman að uppsetningu sýningarinnar Úngl. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI TÓNLIST Sinfóníutónleikar Verk eftir Brahms og Tsjajkovskí Einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: Han-Na Chang. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 10. október Brahms mun hafa verið leiðinda- karl. Hann var geðvondur og almennt óþægilegur í lund; sérvitur piparsveinn allt sitt líf. Þegar hann var að vaxa úr grasi var fjölskyldan hans mjög fátæk, svo Brahms litli þurfti að koma með einhverjar tekjur til heimilisins. Hann var því sendur til að spila á píanó á krám og hóruhúsum, og þar sá hann ýmis- legt í samskiptum kynjanna sem hafði áhrif á hann ævilangt. Fyrir bragðið er ákveðinn ein- manaleiki í tónlist hans, ekki síst í undurfögrum en angurværum hæga kaflanum í öðrum píanókon- sertinum. Hann var á dagskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á f immtudagskvöldið. Stephen Hough (borið fram Hoff) var einleikarinn. Hough er frábær píanóleikari og bæði umræddur kafli, sem og hinir þrír, voru lýta- lausir tæknilega séð. Tæknilega fullkomið en kalt Slík frammistaða er ekkert smá- ræðis afrek, því þessi konsert er Everestfjall píanóleikaranna. Ein- leiksparturinn samanstendur af viðbjóðslega erfiðum stökkum upp og niður hljómborðið, ógnar- hröðum þríundahlaupum og alls- konar kúnstum. Hough spilaði þó eins og hann hefði ekkert fyrir því. Þetta eru góðu fréttirnar. Minna gaman var að píanóleikarinn spil- aði nokkuð kuldalega; tónlistin er þrungin ástríðum, en þær skiluðu sér ekki fyllilega á tónleikunum. Kannski hefur Hough leikið verkið aðeins of oft. Hann minnti dálítið á afgreiðslumann í matvöruverslun sem er renna matvörum í gegnum skanna í milljónasta skipti. Það var eins og tónlistin kæmi honum ekki beinlínis við; hún væri bara eitt- hvað sem hann gerði. Hefði mátt spila betur Verra var að hljómsveitin spilaði ekki vel í fyrsta kaf lanum. Við- kvæmt hornsóló í byrjun klúðraðist gersamlega, og á öðrum stað spilaði sveit tréblásara verulega ómark- visst. Þetta kann að hljóma eins og sparðatíningur, en það er það ekki; svona smáatriði skipta máli. Hápunkturinn í leik hljómsveitar- innar var sellósóló sem Sigurgeir Agnarsson lék í þriðja kaf lanum, það var reglulega fallegt. Verstu fréttirnar eru hitt verkið á dagskránni, sjötta sinfónían eftir Tsjajkovskí. Túlkun hljóm- sveitarstjórans, Han-Na Chang, einkenndist af yfirborðsmennsku, að mati undirritaðs. Hún baðaði vissulega út öllum öngum eins og teiknimyndafígúra, en það skilaði sér ekki í listrænni upplifun. Hljóm- sveitin spilaði þó mjög vel tækni- lega séð, en það var ekki nóg. Hvorki hraði hlutinn í fyrsta kaflanum, né þriðji kaflinn í heild, komu vel út. Tónlistin var svo yfirspennt og hröð að útkoman var ruddaskapur sem pínlegt var að upplifa. Mann lang- aði mest til að halda fyrir eyrun. Hægu hlutar sinfóníunnar voru líka f latneskjulegir og litlausir; valskenndi annar kaflinn, í fimm- skiptum takti, náði aldrei neinu risi, og sorglegur lokakaflinn var bara dauf legt andvarp eftir yfirkeyrt, manískt brjálæðið þar á undan. Sinfónían eftir Tsjajkovskí er svo sannarlega stórkostlegt tónverk, en það sem hér heyrðist var ekki sann- færandi og olli miklu vonbrigðum. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tæknilega fullkominn, en fremur kuldalegur einleikur, og hljóm- sveitin hefur átt betri daga. Everest kom manni ekki við Það var eins og tónlistin kæmi honum ekki beinlínis við, segir gagnrýnandi. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is landnámi. Sú sögn er líka til að það sé komið af hulduhrúti í Þingeyjar- sýslu í árdaga. Forystufé hafði mikið gildi þegar vetrarbeit var notuð, það fann á sér veðrabreytingar og virtist hafa ófreskigáfu sem bjargaði bæði fé og mönnum. En kindurnar voru misjaf nlega samv innu f úsar í myndatökunni. Þær þurftu að vera með framlappirnar uppi á palli og það voru alls ekki allar sem létu það yfir sig ganga en aðrar gerðu það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þegar ég kom í fjárhúsið á einum bæ var ær sem horfði á mig eins og hún vildi segja: Loksins ertu komin, ég er búin að bíða eftir þér lengi. Hún fór beint upp í króna, steig með fram- fæturna á pallinn og var mynduð. Algerlega sallaróleg en nokkrar í sama fjárhúsi þýddust mig ekki. Það var bara stríð.“ Þá snúum við okkur að mónum sem Ólöf hefur hlaðið upp í holan turn. „Mórinn er dæmi um efni sem tíminn liggur í. Hann er sex til tíu þúsund ára gamlar jurtaleifar og var notaður sem eldiviður á Íslandi því við höfðum hvorki kol né skóg,“ útskýrir Ólöf. „Ég gróf þetta sjálf og þurrkaði og það var voða auðvelt að hlaða þennan hrauk. En mór er eitthvað sem mann langar ekki að taka úr jörðu. Þessi var í barði sem skagaði út í f læðarmál og hækkandi sjórinn var að vinna á honum.“ Tvíhöfða lömb, uppstoppuð, eru bak við gler. „Lömbin fædd- ust svona en fá táknmynd í sam- tímanum því þau horfa bæði aftur til bændasamfélagsins og fram til genabreytinga,“ útskýrir listakonan og segir sýninguna snúast um brot. „Þessi brot gefa okkur færi á að horfa aftur í tímann, túlka okkar tíma og gefa rými fyrir ímyndunar- af lið. Þetta á við allar sögulegar leifar. Þær segja okkur svo margt því hver tími túlkar brotin á sinn hátt. Ég hef áhuga á því hvernig við höfum byggt upp okkar sjálfsmynd sem þjóð og hvað við höfum valið sem áhugavert til þeirrar uppbygg- ingar.“ 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.