Breiðholtsblaðið - jun. 2015, Side 11
11BreiðholtsblaðiðJÚNÍ 2015
Breiðholtsmótið í skák 2015
- Birnubikarinn fór fram á sal
Hólabrekkuskóla. Sex skák-
sveitir frá fjórum grunnskólum
voru mættar til leiks. Skák er
kennd í öllum þessum skólum,
á stundatöflu, sem valfag í
unglingadeild eða í skákklúbbi
eftir skólatíma. Það er því mikil
skákvirkni í grunnskólum
Breiðholts um þessar mundir
og ekki skemmir fyrir að hafa
höfuðstöðvar Íslandsmeistar -
anna í Mjódd en skákfélagið
Huginn heldur þar úti öflugri
skáks tar f semi , m .a . e r u
barna- og unglingaæfingar alla
mánudaga.
Birnubikarinn er haldinn til
heiðurs Birnu Halldórsdóttur
fyrrum skólaliða við Hólabrekku-
skóla. Þegar Birna starfaði í
Hólabrekkuskóla stýrði hún skák-
starfinu af miklum myndarbrag.
Hún hvatti nemendur til að mæta
í skáktíma, útvegaði skólanum
skákkennara og sá um kennslu
byrjenda. Minnisstætt er þegar
Birna stóð fyrir kökubasar og
nýtti allan ágóðann til að fjárfesta
í skákklukkum fyrir skólann en
Hólabrekkuskóli er afar vel búinn
af skákbúnaði.
Hólabrekka og Öldusel
Baráttan um Birnubikarinn stóð
milli heimamanna í Hólabrekku
og sterkrar skáksveitar Öldu-
selsskóla. Að lokum hafði sveit
Ölduselsskóla sigur sem kemur
ekki á óvart enda ein sterkasta
skólasveitin í skák á landsvísu.
Fellaskóli hafði þriðja sætið en
sveit skólans samanstendur af
krökkum úr áttunda bekk sem
mæta í skákval einu sinni í viku.
Auk þessara sveita mætti sveit
frá Breiðholtsskóla og ungir
nemendur Hólabrekkuskóla
skipuðu svo b og c sveit skólans.
Heildarúrslit:
1. Ölduselsskóli 18.5v af
20 mögulegum
2. Hólabrekkuskóli a-sveit 16.v
3. Fellaskóli 10.5v
4. Breiðholtsskóli 9.v
5. Hólabrekkuskóli b-sveit 3.5v
6. Hólabrekkuskóli c-sveit 2.5v
Veitt voru verðlaun fyrir bestan
árangur á hverju borði. Þau hlutu
Heimir Páll Ragnarsson Hóla-
brekkuskóla, Mykael Kravchuk
Ölduselsskóla, Alex Sigurðarson
Ölduselsskóla og Stefán Orri
Davíðsson Ölduselsskóla.
Skákakademían og Hólabrek-
kuskóli sáu um framkvæmd
m ó t s i n s o g n u t u e i n n i g
góðrar aðstoðar foreldra og
annarra velunnara skákstarfs í
grunnskólum Breiðholts. Stefnt
er að áframhaldandi samstarfi
og keppnum milli grunnskólanna
í hverfinu enda þótti mótið
heppnast afar vel.
Breiðholtsmótið í skák
2015 – Birnubikarinn
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Útfararþjónusta síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053
Hólmfríður Guðjónsdóttir skólastjóri Hólabrekkuskóla og Birna
Halldórsdóttir fyrrum skólaliði sem stýrði skákstarfinu í skólanum af
myndarbrag á meðan hún starfaði þar.
Í apríl og maí útskrifuðust
síðustu nemendahópar nir
sem tengjast Menntun núna
verkefn inu . Nemendur í
Grunnmenntaskóla Mímis í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
útskrifuðust í apríl og nemendur
á námsbrautinni Nám og þjálfun
í almennum bóklegum greinum
útskrifuðust í maí.
Síðustu íslenskunámskeiðin
kláruðust í apríl en Dagur B.
Eggertsson mætti á útskrift
tælenskra íslenskunema sem
haldin var í Gerðubergi og afhenti
þeim skírteinin sín.
Góður árangur hefur náðst af
verkefninu en ætla má að yfir
3000 Breiðhyltingar og borgar-
búar hafa notið góðs af ráðgjöf,
f ræðs lu og námsbrautum
tengdum verkefninu. Verkefnið
hófst haustið 2013 með grein-
ingarvinnu og undirbúningi,
Jón Gnarr og Illugi Gunnarsson
skrifuðu síðan undir samstarfs-
samn ing 14. mars 2014. Í kjölfarið
fóru af stað fyrstu námshóparnir
í Gerðubergi og FB, f lest
námskeiðin voru þó haldin á
haustönn 2014 og nú á vorönn.
Auk íslenskunámskeiða og náms-
brauta frá Mími og Námsflokkum
Reykjavíkur hefur verið boðið
upp á margskonar fræðslu t.d.
Fimmtudagsfræðslu annan hvern
fimmtudag, leiðtoganámskeið
fyrir konur af erlendum uppruna,
Fab Lab námskeið og námskeiðið
„Í Grasrótinni – um stofnun og
rekstur félaga“. Rúmlega 1100
manns hafa sótt sér ýmsa fræðslu
í tengslum við verkefnið.
Yfir 320 stundað
íslenskunám
Lykilþáttur í verkefninu hefur
verið náms- og starfsráðgjöf til
handa brotthvarfsnemum en yfir
100 manns hafa hafið nám að nýju
í kjölfar slíkrar ráðgjafar. Samtals
hafa yfir 1200 ráðgjafaviðtöl verið
veitt á tímabilinu. Samtals hafa
yfir 260 manns stundað nám í FB
og framhaldsfræðslunni og yfir
320 íslenskunemar hafa stundað
nám í Gerðubergi. Íslenskuþorpið
hefur risið í Breiðholti þar sem
fyrirtæki og stofnanir hafa tekið
þátt í íslenskunáminu með því
að tala íslensku við nemendur og
aðstoða þá þannig í náminu.
Á heimasíðu verkefnisins
www.menntun-nuna.is má finna
upplýsingar um raunfærnimat
á 9 tungumálum og um almennt
mat á námi erlendis frá á ensku
og íslensku með krækjum á þær
stofnanir og staði sem veita
slíka viðurkenningu. Verkefnið
hefur átt í góðu samstarfi við
Breiðholtsblaðið sem hefur verið
duglegt að fjalla um verkefnið og
árangur af því.
Verkefnisstjórn og samstarf-
steymi hafa ákveðið að halda
áfram að vinna saman í fram-
tíðinni en þar sitja fulltrúar stét-
tarfélaga, framhaldsfræðslu,
háskóla og Reykjavíkurborgar.
Samstarfið mun nú tengjast
u p p b y g g i n g u F j ö l s k y l d u -
miðstöðvar í Breiðholti og snúa
að áframhaldandi íslenskuken-
nslu í Gerðubergi, samstarfi
framhaldsskóla og framhalds-
fræðslu um þróun á þjónustu við
brotthvarfs nema og verkefnum
tengdum samfélagsfræðslu og
móttöku innflytjenda.
Gott samstarf við
NV kjördæmið
Menntun núna verkefnið í
Breiðholti er annað tveggja
verkefna undir sömu yfirskrift.
Hitt verkefnið er í Norðves-
tur kjördæmi en mikið og gott
samstarf hefur verið á milli
verkefnanna t.d. í ráðstefnum
sem haldnar voru á Ísafirði
og Breiðholti um íslenskunám
og fjölmenningarsamfélagið,
sameiginlega heimasíðu en
þann 18. maí höfðu verkefnin í
samstarfi við Fræðslumiðstöð
atvinnul í fs ins staðið fyrir
sameiginlegu málþingi í Gerðu-
bergi um lærdóm af verkefnunum.
SGK
Menntun núna verkefninu
að ljúka
Útskriftarhópur úr Mímí nú í apríl.
ÍR- og Leiknisvörur
í úrvali
Enskar fótboltavörur
Leikföng í úrvali