Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 15
15BreiðholtsblaðiðJÚNÍ 2015 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Tölvu póst ur: ir@ir.is Heimasíða: ir.is GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Frá uppskeruhátíðinni. ÍR-ingar á toppi 2. deildar Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar ÍR Hlynur Andrésson ÍR varð í 4. sæti af 14 keppendum í 3000 m hindrunarhlaupi á Mid American Championships í dag. Hann hljóp á 9:20,44 mín sem er hans besti tími en þetta er hans annað 3000 m hindrunarhlaup á ferlinum og bæting um 5 sek. á milli vikna. Þessi tími setur Hlyn í 14. sæti á íslenskri afrekaskrá en þetta er jafnframt besti tími íslensks karls síðan árið 2008. Íslandsmetið á Sveinn Margeirsson 8:46,2 mín síðan árið 2003. Hlynur keppti einnig í 1500 m á sama móti, varð 6. af 12 keppendum og bætti sig, hljóp á 3:50.34 mín. Hann átti best 3:51,62 mín en tíminn setur hann í 8. - 9. sæti á íslenskri afrekaskrá. Þá einnig geta þess að keppti í 5000 m hlaupi á Jesse Owens Classic mótinu í Columbus Ohio 1. maí. Hann hljóp á glæsilegum tíma, 14:24,25 mín og varð í 3. sæti eftir harða keppni. Hann bætti sig um 30 sekúndur miðað við besta tíma sinn utanhúss en hann á 3 sek betri tíma innanhúss. Hlynur Andrésson er óstöðvandi Guðni Valur Guðnason gerði sér lítið fyrir og sigraði í krin- glukasti og bætt sinn besta árangur um 79 cm þegar hann kastaði 56,40 m. Stórglæsilegt hjá honum og 3 m. lengra en næsti maður. Aníta Hinriksdóttir sigraði 1500 m örugglega og kom í mark á 4:26,37 mín sem er ekki langt frá hennar besta. Arnar Péturs- son lék sama leik og Guðni og Aníta og sigraði sína grein, 3000 m hindrunarhlaup, hann hljóp á 9:22,16 mín og bætti sig um 2 sek. Guðni Valur kastaði 56,40 m. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi sem fram fór í Garðabæ á uppstigningardag. Hún sigraði á tímanum 40:58 mín. Í karlaflokki varð Arnar Pétursson ÍR í öðru sæti á 33:11 mín. Eva Skaarpas sigraði í flokki 40 - 49 ára. Í 5 km hlaupi sem fram fór samhliða sigraði Valur Þór Kristjánsson ÍR. Lið ÍR í meistaraflokki karla í knattspyrnu byrjar keppnistímabilið með glæsibrag. Liðið leikur í 2. deild og hefur unnið fyrstu fjóra leikina sem það hefur spila, skorað 10 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Fyrstu tvo leikina vann liðið heima á Hertzvellinum í Mjódd með 1-0 á móti KV og Sindra. Næsti sigur vannst svo á útivelli í Þorlákshöfn á móti Ægi þar sem ÍR-ingar skoruðu fjögur mörk gegn engu. Aftur vannst svo öruggur 4-0 sigur á Hertzvellinum á móti Hetti. F immti le ikur inn er gegn Tindastól i og fer f ram á Sauðárkróki en lið norðanmanna er í neðsta sæti deildarinnar á meðan ÍR-ingar tróna á toppi deildarinnar eftir frábæra byrjun með 12 stig. Andri Jónasson hefur skorða mest ÍR-inga eða þrjú mörk og Jóhann Arnar Sigurþórsson tvö. Magnús Magnússon stendur í marki ÍR-inga eins og undanfarin ár og hefur ekki fengið á sig mark til þessa. Breiðholtsbúar eru hvattir til að mæta á leiki liðsins í sumar til að styðja ÍR-liðið í baráttunni fyrir sæti í 1. deild að ári. Uppskeruhátíð Körfuknattleiksdeildar ÍR var haldin fimmtudaginn 21. maí sl og veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku og frammistöðu vetrarins í yngri flokkum félagsins. Margir flokkar stóðu sig vel í vetur en besta árangurinn átti 10. flokkur karla sem hampaði Íslandsmeistaratitli núna í vor. Meðal verðlaunahafa má nefna að Ísak Máni Wíum fékk nafnbótina ÍR-ingur ársins fyrir störf í þágu deildarinnar og Snædís Árnadóttir fékk Guðrúnarbikarinn sem veittur er í minningu um Guðrúnu Ólafsdóttur sem var öflugur félagsmaður hjá ÍR. Eins og venjan er orðin var keppt í Stinger að körfuknatttleikssið eftir verðlaunaafhendingar og þar sigraði Skúli Kristjánsson í eldri flokknum en Óskar Víkingur Davíðsson í þeim yngri. Gott gengi er í fótboltanum hjá ÍR. Guðni Valur Guðnason. Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet 24. maí sl. á stórmóti í Hengelo í Hollandi. Hún var þar í hóp með bestu millivegalengdahlaupurum heims og gerði sér lítið fyrir og varð í 5. sæti þegar hún hljóp á 2:36,63 mín sem er nýtt Íslandsmet. Eldra metið átti Ragnheiður Ólafsdóttir 2:44,6 mín síðan árið 1982. Tíminn er aðeins 1 sekúndu frá Evrópumetinu í þessum flokki. Þessi árangur Anítu og árangur hennar í 800 m. daginn áður sýnir hvað hún er í góðu formi, svo snemma í tímabilinu. Til hamingju Aníta. Aníta með nýtt Íslandsmet Umfangsmikið sumarnámskeiðahald hófst á vegum ÍR mánudaginn 15. júní og mun standa óslitið fram í ágúst. Auk hefðbundinna æfinga verður boðið upp á eftirtalin námskeið á vegum félagsins í sumar: Sumarnámskeiðin byggja á vikulöngum hálfsdags eða heilsdags íþrótta- og listanámskeiðum fyrir börn 6 til 9 ára. Börnin geta valið um íþróttabraut eða leikja- og listabraut. Boðið er upp á gæslu fyrir og eftir námskeið og í fyrsta skipti á sumarnámskeiðum ÍR verður boðið upp á heitan mat í hádeginu. Íþróttafræðingarnir Sigríður Ósk Fanndal og Óðinn Björn Þorsteinsson stjórna námskeiðunum og hafa með sér fjölda frábærra leiðbeinenda. Gríðarleg aðsókn er að námskeiðunum og því eins gott að skrá sig sem fyrst áður en fullbókað verður. Fótboltaakademía ÍR og BK kjúklings Boðið verður upp á þrjú tveggja vikna fótboltanámskeið fyrir krakka 9 til 13 ára. Yfirþjálfari fótboltaakademíunnar er Halldór Þ. Halldórsson sem er með UEFA A licence þjálfararéttindi og honum til aðstoðar margir góðir aðstoðarþjálfarar. Fyrsta námskeiðið sem er fram á ÍR-vellinum í Mjódd hófst 15. Júní en hin námskeiðin hefjast 6. júlí og 10. ágúst. Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið. Körfuknattleiksnámskeið ÍR Körfuknattleiksdeild ÍR stendur fyrir þremur körfuboltanámskeiðum fyrir 6 til 9 ára börn í Seljaskóla í sumar. Þjálfarar yngri flokka ÍR sjá um kennslu á námskeiðunum. Námskeiðin hófust 15. júní og verða einnig 22. júní og 10. ágúst og standa yfir frá 8:30 til 12:30 og eru viku löng. Handboltanámskeið ÍR Handknattleiksdeild ÍR stendur fyrir tveimur hálfs mánaðar löngum námskeiðum í handbolta fyrir börn 10 til 15 ára í sumar. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna ÍR í handbolta sjá um kennsluna en Einar Hólmgeirsson fyrrverandi atvinnumaður í handbolta stjórnar námskeiðunum. Námskeiðin hófust 15. júní og og verða einnig 10. ágúst og standa yfir í tvær klukkustundir hvern dag. Takmarkaður fjöldi kemst að. Nánari upplýsingar og skráning á www.ir.is og í síma 587-7080 Fjölbreytt og vinsæl sumarnámskeið ÍR hafin Heimasíða www.ir.is Andrea Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.