Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 14
14 Breiðholtsblaðið JÚNÍ 2015 Fyrsta námskeið Knatt- spyr nuskóla Leiknis og Dominos hófst á miðvikudag- inn, 10. júní. Knattspyrnuskó- linn er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5-12 ára og verður boðið upp á fimm námskeið í sumar sem standa í tvær vikur hvert. Hlynur Helgi Arngrímsson er skólastjóri knattspyrnuskólans. Hlynur er uppalinn Leiknis- maður og hefur þjálfað 5. flokk undanfarin misseri en hefur einnig þjálfað þau allra yngstu. Hann hefur góða reynslu og er vel liðinn af iðkendum og foreldrum. Um áherslur knatt- spyrnuskólans segir Hlynur: "Við förum í helstu grunnþætti knattspyrnunnar í bland við leiki, skemmtun og fjör. Við reynum að hafa æfingarnar fjöl- breyttar og umfram allt skem- mtilegar. Auk þess að fara í sund erum við með pizzuveislu og svo er verðlaunaafhending í lok hvers námskeiðs. Við fáum líka leynigesti í heimsókn." Þ e s s m á g e t a a ð v e r ð f y r i r n á m s k e i ð í knat tspyrnuskó lanum er stillt verulega í hóf til þess að sem flestir geti tekið þátt. Námskeiðin eru virka morgna frá kl. 9-12 en boðið er upp á gæslu án endurgjalds frá kl. 8-9. Einnig er boðið upp á dagskrá frá kl. 12-16 fyrir iðkendur félagsins. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram heldur þarf bara að mæta tímanlega fyrsta daginn. Námskeiðin í sumar verða sem hér segir: 10. júní - 19. júní 22. júní - 3. júlí 6. júlí - 17. júlí 20. júlí - 30. júlí 10. ágúst - 21. ágúst. "Ég hvet alla káta krakka til þess að koma í Knattspyrnuskó- la Leiknis í sumar hvort sem er til að kynnast knattspyrnunni frá grunni eða reyna að bæta sig sem knattspyrnumenn- og konur, og hafa gaman af um leið", segir Hlynur að lokum. GS Knattspyrnuskóli Leiknis og Dominos farinn af stað Leiknir fagnar fjölbreytileikanum Nýjum iðkendum hjá Leikni fjölgar með ári hverju og eru aðstan- dendur félagsins einkar ánægðir með það. Eitt af því sem hefur einkennt iðkendahópinn er hversu bakgrunnur barnanna er fjölbreyt- tur. Krakkar frá ríflega 20 þjóðlöndum eru að æfa hjá Leikni. Lönd eins og Nepal, Kósóvó, Nígería, Sri-Lanka og Spánn, til að nefna örfá. Fyrir fyrsta heimaleik Leiknis í Pepsí deildinni var ákveðið að sýna hverfinu og almenningi hve félagið er stolt af þessum fjölbreytileika. Það er staðreynd í íslensku samfélagi að fólki er mismunað eftir uppruna. Með þessu uppátæki okkar vildum við, sem stöndum að félaginu, sýna hversu ánægð við erum með okkar iðkendur óháð uppruna og undirstrika og félagið leggur sitt af mörkum til að útrýma fordómum. Á fyrsta heimaleik Leiknis þann 11. maí sl. mættu því yfir 20 eldsprækir strákar tilbúnir að ganga inn á völlinn með leikmönnum og með fána frá sínu upprunalandi í hönd. KSÍ studdi vel við bakið á Leikni til að þessi uppákoma gæti orðið að veruleika og viljum við koma á framfæri þakklæti til sambandsins. Sigríður Jónasdóttir formaður Meistaraflokksráðs Leiknis. Leiknir hefur byrjað af krafti í Pepsi deild karla þetta sumarið. Liðið leikur í fyrsta skipti í deildinni eftir að hafa unnið 1. deild karla á síðasta tímabili. Davíð Snorri Jónasson þjálfar Leiknisliðið ásamt Frey Alexanderssyni. Davíð var í stuttu spjalli um byrjun Leiknis í Pepsi deildinni. Nú þegar Íslandsmótið er farið á fulla ferð, myndirðu segja að gengið væri framar vonum? „Gengið hefur verið við þau markmið sem liðið setti sér. Við höfum fulla trú á okkur enda með fullt lið af metnaðarfullum og góðum leikmönnum. Liðið hefur æft vel og undirbúið sig til að vera í sem bestri stöðu og við þurfum að halda áfram að virða gildin okkar, þá stöndum við okkur vel.“ Oft er talað um að nýliðar fari langt í að byrja mót vel á stemningunni, er það tilfelli Leiknis eða mun stigasöfnunin halda áfram með þessum hætti? „Stemmingin hefur verið góð bæði innan sem utan vallar, Leiknisljónin utan vallar hafa verið frábær. Liðsheild og samheldni er mikil í Leikni og er hún stór hluti af gengi okkar undanfarin ár. Með þessari liðsheild eru mikil gæði inn á fótboltavellinum og saman skilar þetta allt árangri. Við horfum fram veginn og höldum áfram að sækja fleiri stig.“ Hvað ertu ánægðastur með í spilamennsku liðsins í upphafi móts? „Við erum mjög skipulagðir og varnarleikur liðsins hefur verið góður. Við höfum þorað að fara ofarlega og sækja boltann af hinum liðinum sem krefst mikils aga og vinnu. Menn vilja hlaupa, eru taktískt klókir og vinna fyrir hvorn annan. Þessi vinna skilar okkur góðum sóknarstöðum í kjölfarið sem skapa færi og mörk. Leikmenn hafa tekið framförum með hverjum leiknum og nýtt tækifærin sín. Að sjá leikmenn njóta þessa að vera á stóra sviðinu og sýna að þeir eru tilbúnir hefur glatt okkur Frey og starfsliðið mikið.“ Hversu mikil breyting er að félagið er komið í deild þeirra bestu? „Umfjöllunin er mun meiri og athyglin er á okkur fyrir góða frammistöðu innan sem utan vallar. Við erum að læra með hverjum deginum ekki bara inn á vellinum heldur líka utan hans. Þetta er frábært stökk fyrir félagið að vera komið í efstu-deild og það er okkar að nýta tækifærið og gera félagið enn stærra og betra.“ S t u ð n i n g s m a n n a s v e i t i n , Leiknisljónin, styðja liðið og skemmta sér á jákvæðan hátt í 90 mínútur í hverjum leik. Hversu mikilvægt er að hafa svona stuðningsmenn? „Leiknisl jónin eru bestu stuðningsmenn á Íslandi og eru að brjóta blað í íslenskri knattspyrnu með ótrúlegum stuðningi. Það er ómetanlegt að hafa slíkan stuðning við bakið á okkur í hverjum leik. Það hefur sýnt sig í hverjum leik hvað það fylgir mikil ástríða Leiknisljónunum og þessi jákvæði stuðningur gefur okkur ótrúlegan kraft inn á völlinn. Það eru ekki bara fyrirmyndir sem eru að skapast inn á fótboltavellinum f y r i r u n g a B re i ð h y l t i n g a heldur einnig í stúkunni. Börn í Breiðholtinu kunna lögin og má sjá enn fleiri ganga um hverfið sem stolta Leiknismenn. Leiknisljónin eiga mikinn þátt í þessari stemmingu og jákvæðu vakningu sem er að verða gagnvart Leikni og Breiðholtinu.“ EGM Mikil liðsheild og gæði í Leikni Davíð Snorri Jónsson að hvetja sína menn. Fyrir fyrsta heimaleik Leiknis í Pepsí deildinni var ákveðið að sýna hverfinu og almenningi hve félagið er stolt af þessum fjölbreyt- ileika. Það er staðreynd í íslensku samfélagi að fólki er mismunað eftir uppruna. „Segjum nei við kynþáttafordómum“ er letrað á borðann á ensku. ... segir Davíð Snorri Jónsson. Þó svo að sumarbyrjunin hafi verið í kaldara lagi hefur samt verið bjart í Breiðholtinu og það er bjart framundan. Við sem störfum við yngri flokka Leiknis erum óendanlega bjartsýn á næstu mánuði, þetta verður skemmtilegt sumar. Nú í júníbyrjun var öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Efra-Breiðholti færð peysa að gjöf frá Leikni. Peysurnar eru fallega límónugrænar, áberandi sumarlegar, með áletruninni "Leiknir- Stolt Breiðholts". Með gjöfinni viljum við minna á okkur og hvetja foreldra til að leyfa börnum sínum að prófa að æfa fótbolta hjá Leikni. Leiknir býður upp á góðar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar og æfingasvæðið okkar er frábærlega staðsett. Við leggjum mikið upp úr því að vel sé tekið á móti öllum sem vilja æfa fótbolta og státar félagið af reynslumiklum og metnaðarfullum þjálfurum. Æfingagjöldin hjá Leikni eru þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað enda finnst okkur mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að æfa íþróttir, óháð efnahag foreldra. Við bjóðum alla velkomna að æfa hjá Leikni - sértaklega yngstu börnin. Svo vonum við bara að sumarið gefi okkur marga daga þar sem hægt er að vera úti á peysunni. Nánari upplýsingar um æfingatíma, verð og þjálfara er að finna á heimasíðunni okkar www.leiknir.com Kveðja frá unglingaráði Leiknis Yngstu börnin boðin sérstaklega velkomin Peysurnar eru fallega límónugrænar, áberandi sumarlegar, með áletruninni "Leiknir-Stolt Breiðholts". Eins og Breiðhyltingar flestir vita þá er lið Leiknis að spila í fyrsta sinn í efstu deild í knattspyrnu, sjálfri Pepsideildinni, núna í sumar. Þetta er stór stund í 42 ára sögu félagsins og einsetti Leiknisfjölskyldan sér að njóta hverrar mínútu. Liðinu hefur gengið vel það sem af er móti og hefur fengið verðskuldaða athygli. En baráttan innan vallar er ekki bara það sem hefur ratað í fjölmiðla heldur hefur hin vaska stuðningssveit Leiknisljónin fengið einróma lof allra knattspyrnuunnenda. Leiknisljónin hafa fylgt liðinu frá því rétt fyrir aldamót en hjörðin hefur verið misstór milli ára. Fyrir þetta tímabil var ákveðið að nú yrði allt sett í botn og að launa leikmönnum liðsins tryggðina við félagið með grimmum ljónaöskrum. Aron Fuego Daníelsson sem lék með liðinu í fyrra hætti nýverið eftir þrálát meiðsli og tók sér stöðu upp í stúku. Hann hefur ásamt Orra Eiríkssyni dregið vagninn og smalað saman líflegri ljónahjörð sem hefur fjölmennt á alla leiki liðsins þetta sumarið. Sveitin mætti á Hlíðarenda í fyrsta leik sumarsins og söng sig inn í Pepsideildina með jákvæðni að vopni. Sýn Leiknisljónanna er nefnilega sú að vera alltaf jákvæð, hávær, sýna virðingu og taka til eftir sig. Ljónin láta ekkert stoppa sig. Þrátt fyrir veðurofsa og þá staðreynd að Herjólfur gekk ekki milli lands og eyja fyrir leik ÍBV og Leiknis í fjórðu umferð fjölmenntu ljónin til Vestmannaeyja með krókaleiðum og háskafullri siglingu með Viking tours. Eftir leikinn skrifaði gæslumaður á vellinum á opinberan vef að aldrei hafi hann séð aðra eins jákvæða og kurteisa stuðningssveit. Frammistaða ljónanna er því til fyrirmyndar. Leiknisljónin ætla að halda uppteknum hætti í allt sumar. Þau bíta ekki frá sér og bjóða öllum áhugasömum Breiðhyltingum að ganga í hjörðina. Langar þig að ganga í vaskan kór sem syngur um hetjudáð Breiðhyltinga og heillar alla með jákvæðnisbrag? Komdu þá og vertu með Leiknisljónunum. MG Öskur Leiknisljónanna ómar sem aldrei fyrr Leiknisljónin slá ekki slöku við.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.