Breiðholtsblaðið - Jun 2015, Page 12
12 Breiðholtsblaðið JÚNÍ 2015
Míla hefur nú lokið við að
uppfæra Ljósveitubúnað sinn í
götuskápum í Breiðholti og þar
með hafa heimili möguleika á
allt að 100 Mb/s tengingu með
Ljósveitu Mílu. Þau svæði sem
nú hafa verið uppfært er allt
Höfuðborgarsvæðið, Akranes,
Hveragerði og Þorlákshöfn. Þar
með hafa alls um 89 þúsund
heimili nú möguleika á 100
Mb/s tengingu með Ljósveitu.
Til viðbótar hafa um 30 þúsund
heimili aðgang að Ljósveitu með
allt að 70Mb/s tengingu. Þetta
eru um 120 þúsund heimili
í heildina og gerir þetta stöðu
Íslands gríðarlega sterka í
samanburði við önnur lönd.
Í nýrri skýrslu starfshóps
innanríkisráðherra „ Ís land
ljóstengt“ kemur fram það
markmið að allir landsmenn skuli
hafa aðgang að 100Mb/s tengingu
árið 2020. Þingsályktunartillaga
um f jarsk iptaáæt lun sem
samþykkt var á Alþingi setur
100Mb/s markið fyrir árið 2022.
S a m k v æ m t J ó n i R .
Kristjánssyni framkvæmdastjóra
Mílu þá er þetta stór áfangi.
Breytingin er veruleg þó að fæstir
muni taka eftir henni þar sem
notkunarþörf heimila almennt
er mun minni en 100 Mb/s.
Það endurspeglast í markmiði
starfshóps innanríkisráðherra
um að þessum áfanga skuli
náð 2020. “Engar framkvæmdir
fylgja þessari uppfærslu, hvorki
í götu, á húsnæði notenda
eða lóð. Þessi aukning hefur
sömuleiðis ekki áhrif á verð
þjónustunnar frá Mílu” segir Jón.
Aðeins þarf að skipta um búnað
í götuskápum Mílu og er þeirri
aðgerð lokið á ofangreindum
svæðum. Langflestir notendur
þ jónustunnar verða l í t ið
varir við þessa útskiptingu og
núverandi þjónusta mun virka
áfram. Þjónustuveitendur sjá
um að uppfæra eða skipta um
endabúnað(router) viðskiptavina
til að virkja þjónustuna.
Míla þjónustar alla
Hingað til hefur umræða um
100Mb/s verið tengd ljósleiðara.
Er þá Ljósveita það sama og
ljósleiðari? „Ljósveita er bæði
ljósleiðari alla leið inn á heimili
og ljósleiðari með koparenda þar
sem búnaður er notaður til að ná
100Mb/s flutningsgetu. Nýjasta
tækni gerir það að verkum að
kapalgerð skiptir hér ekki máli.”
segir Jón.
Míla hefur lagt áherslu á
að tryggja öllum notendum á
ofangreindum svæðum góðan
hraða en velur sér ekki ákveðnar
götur eða hverfi. Sömuleiðis er
vert að benda á að Ljósveita
Mílu er opið aðgangsnet fyrir öll
fyrirtæki með fjarskiptaleyfi.
Mikilvægur áfangi og
trygg framtíð
Nú er mikilvægum áfanga
náð en verkefninu er ekki lokið.
Þetta hefur verið umfangsmikið
verkefni sem hófst árið 2009 með
Ljósveituvæðingu sem stendur
enn yfir víða um land.
Nú þegar búið er að tryggja
allt að 100Mb/s til allra notenda
Ljósveitu á ofangreindu svæði,
er næsta skref Mílu að tengja
ljósleiðara og blása ljósleiðara í
fyrirliggjandi rör samhliða þeirri
tengingu sem þegar er til staðar.
Þetta verkefni er þegar hafið og
mun því fylgja lítið jarðrask sem
lágmarkar bæði tilkostnað og
óþægindi fyrir notendur. Þannig
mun Míla tryggja til framtíðar að
þegar á þarf að halda verða allir
notendur á ofangreindu svæði
með tengingu sem uppfyllir
þeirra þarfir á hagstæðu verði.
Míla kynnir 100Mb/s tengingar
Jón R. Kristjánsson
framkvæmdastjóri Mílu.
100 Mb/s um Ljósveitu aðgengileg í Breiðholti
Bókaútgáfan Hólar í Breiðholti
hefur gefið út bókina Kveikjur eftir
séra Bolla Pétur Bollason, fyrrum
prest í Seljakirkju og nú sóknarprest
í Laufási.
Innihald bókarinnar eru 40
smásögur og í þeim er tæpt á þjóðfé-
lagsmálum á borð við fátækt, einelti,
ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd og
siðferðisbrestum, siðferðilegum álita-
málum, tilvistar- og tilgangsspurning-
um, sorginni, gleðinni, kærleikanum,
samskiptum fólks og endalokunum.
Það er öllum hollt að lesa þessa bók
og velta fyrir sér efni hennar. Hún
hentar jafnt unglingum sem hinum
eldri og sögurnar mega vel nýtast sem
ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar
vangaveltur. Ljósmyndir prýða bókina
og eru þær eftir Völund Jónsson.
Bolli Pétur með
smásögubók
Kápa hinnar nýju bókar
Bolla Péturs Péturssonar.
www.breidholt.is