Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Side 9
9BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2017
Myndlistarskólinn í Reykjavík
starfrækir útibú í Miðbergi
í Breiðholti. Skólinn hefur
verið með kennslu í myndlist
í eystri byggðum borgarinn-
ar allt frá árinu 2004. Fyrsta
myndlistarkennslan í Breiðholti
var í gamla skátaheimilinu
sem varð eldi að bráð fyrir
nokkrum árum. Myndlistar -
kennsla á vegum skólans hefur
einnig verið í Gerðubergi á
Korpúlfsstöðum í vinnustofu
Br ynhildar Þorgeirsdóttur
myndlistarkonu sem hefur
annast kennslu á þessum
stöðum. Nú fer kennslan fram í
Miðbergi sem er mjög þægilegt
með tilliti til því félags- og ung-
mennastarfs sem þar fer fram.
Brynhildur segir Myndlist-
arskólann lengi hafa lagt mikið
upp úr því að fara út í byggðir
borgarinnar – borgarhverfin til
þess að sinna kennslu. Skólinn
sé staðsettur vestast í Vest-
urbænum nánar tiltekin í JL
húsinu við mörk Hringbrautar og
Ánanausta og því langt að fara
úr eystri byggðunum til þess að
stunda nám þar. Staðsetningin
í Miðbergi sé mjög heppilegt
og nú sé unnið að því að bæta
tveimur kennslustöðum. Önnur
þeirra kemur til með að verða
á Korpúlfsstöðum og segir
Brynhildur til greina koma að fara
í samstarf við einhverja af þeim
listamönnum sem eru þar með
vinnustofur.
Tvær deildir í Miðbergi
Myndlistarskólinn er með tvær
deildir í Miðbergi. Fyrir krakka
frá sex til níu ára og frá níu til 12
ára. Brynhildur segir myndlist-
ina á áhugasviði marga krakka
og ungmenna og mikilvægt
að mæta því – ekki síst með
því að dreifa kennslunni út til
hverfanna. Í Miðbergi er kennt á
mánudögum og miðvikudögum.
Yngi deildin kemur á kennslustað
á mánudögum og á námskeiðinu
eru unnin fjölbreytt verkefni
þar sem nemendur vinna með
ýmis ólík efni. Verkefnin sem eru
lögð fyrir byggja á grundvall-
aratriðum sjónlista í tvívídd og
þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og
skugga. Markmiðið er að þjálfa
sjónræna athygli barnanna,
ör va skapandi hugsun og
persónulega tjáningu, ásamt því
að þroska almenn vinnubrögð
og tilfinningu fyrir formi og efni.
Eldri hópurinn er í skólanum á
miðvikudögum þar sem einnig
eru unnin fjölbreytt verkefni
þar sem nemendur vinna með
ýmis ólík efni. Verkefnin sem eru
nokkuð þau sömu og hjá hinum
yngri byggja einnig á grundvall-
aratriðum sjónlista í tvívídd og
þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og
skugga auk þess sem leitast er við
að kveikja áhuga á myndgerð og
formhugsun í víðara samhengi,
m.a. í gegnum listasöguna.
Nokkuð hefur reynst erfitt að
fullnýta námskeiðin en nú eru
bæði þessi námskeið fullbókuð
en hægt er að skrá sig á biðlista
en gera má ráð fyrir aðfrístunda-
styrkir Reykjavíkurborgar ýti
undir þátttöku í myndlistarnámi
barna.
Áhugaverð
sumarnámskeið
Myndlistarskólinn stendur
einnig fyrir sumarnámskeiðum.
Um er að ræða eins til tveggja
vikna löng námskeið fyrir börn
og ungt fólk á aldrinum fjögurra
til sextán sem eru þá kennd
í júní eða ágúst. Skráning hefst
Sumardaginn fyrsta en framboðið
á námskeiðum verður komið á
heimasíðuna aðeins fyrr svo fólk
getur skoðað hvað verður í boði.
Þá má geta þess að Myndlistar-
skólinn í Reykjavík verður 70 ára
á þessu ári og verður þess minnst
með haustinu.
Markvisst myndlistarnám
í Miðbergi
Ýmiskonar vinnubrögðum er beitt.
Myndlistarskólinn í Reykjavík
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ INN Á WWW.HUSVAKI.IS
Með því að taka í notkunn gæðakerfið HÚSVAKA þá fæst
heldaryfirlit yfir húsfélagið þitt.
Gæðakerfið skiptist í þrjá kafla og sameiginlega halda þeir
utan um alla verkferla í einu skilvirku gæðakerfi.
Nethyl 2a, 2 hæð
110 Reykjavík
Sími: 893 3022
husvaki@husvaki.is
GÆÐAKERFI HÚSFÉLAGA
Flottar teikningar hjá krökkunum:
- nauðsynlegt að fara með kennslu í ytri hverfi borgarinnar
Námskeið voru haldin í Íslensku fyrir hópa af arbískumælandi
hælisleitendum og innflytjendum. Námskeiðin voru kölluð Íslenska
I og II og voru haldin á vegum Jafnréttshúss í samstarfi við
Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi.
Í lok námskeiðanna var boðið upp á arabíska rétti sem þátttakendur
í námskeiðnum sáu um. Fólk í félagsstarfinu í Gerðubergi gæddu sér
meðal annarra á þeim réttum sem voru í boði og ekki er annað að sjá
en þeim hafi líkað vel að kynnast framandi matarmenningu.
Íslenska I og II fyrir
arabískumælandi
ALLTAF FULLT BORÐ
AF FERSKUM FISKI
OG FISKRÉTTUM
Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30.