Breiðholtsblaðið - jan 2017, Side 11
Séra Þórhallur Heimisson
sóknarprestur í Breiðholtskirkju
er að fara af stað með námskeið
þar sem hann mun fjalla
um Íslam. Á námskeiðinu
kveðst hann ætla að varpa
fram spurningum um hvaða
fyrirbæri Íslam sé. Hann mun
fara í gegnum sögu íslam, skoða
mismunandi stefnur og strauma
og hvað valdi þeirri stöðu sem
nú sé uppi. Hann segir að fólk
viti oft ekki mikið um þann
veruleika og þá sögu sem býr að
baki þessum trúarbrögðum. Því
hafi menn ekki möguleika á að
vega og meta þann fréttaflutning
sem berst af múslímum, fréttir
af átökum, stríðandi fylkingum
og ýmiskonar stríðshryllingi
sem jafnan ber þar hæst.
Námskeiðið ætlar hann að halda
í safnaðarheimili Neskirkju
vestur í bæ í febrúar og vill
hvetja alla sem áhuga hafa til að
nýta sér þann fróðleik sem hann
hefur tekið saman og ætlar að
miðla af.
Þórhallur segir að reglulegur
fréttaflutningur leiði til þess
skilnings að sá hluti veraldarinnar
sem telst til hins íslamska heims
logi í stríðsátökum. Einnig sé um
fátt meira deilt á Vesturlöndum
í dag en þessi trúarbrögð.
Stjórnmálahreyfingar yst á kanti
hins pólitíska litrófs hafi eflst með
hatursáróðri og honum sé beint
gegn hinum íslamska heimi.
Hefur lengi haft áhuga á
sögu þessa heimshluta
Þórhallur er engin nýgræðingur
í þessum fræðum. Hann hefur
lengi haft áhuga á þeim. „Já –
ég hef lengi haft mikinn áhuga
á trúarbragðasögu og hvernig
hún tengist mannkynssögunni.
Ég byrjaði að stúdera þessi
mál árið 1991 þegar ég var við
framhaldsnám í trúarbragðafræði
í Danmörku og síðar Svíþjóð og
hef haldið því áfram síðan. Ég
hef haldið fjölmörg námskeið
um þetta málefni í gegnum
tíðina og skrifað um þau bækur
og greinar. Eins hef ég heimsótt
helgustu staði flestu stóru
trúarbragðanna, einn og með
hópa. Nú ætla ég mér að fjalla
um sögu og kenningar Íslam og
leita svara við spurningum á borð
við hver Múhameð hafi í raun
verið, hvað Kóraninn sé, hvernig
hann hafi orðið til og hverjar
séu heimildirnar að baki honum.
Eins mun ég fjalla um heilagt
stríð eða jíhad, súlurnar fimm,
kalífatið og muninn á sunní, shía
og súfí múslímum. Við munum
einnig skoða hreyfingar eins
og Hamas, Ísmaelíta, Wahabíta,
Alavíta, Mogúla, Al quaída og
síðast en ekki ÍSIS og útbreiðslu
Íslam í dag. Einnig skoðum við
á námskeiðinu forn og ný veldi
Íslam, átök Evrópu og Íslam
sem nú hafa farið stigvaxandi,
Krossfarartímann, Ottómana,
Bagdad og Mamelúka. Og ég
mun leggja sérstaka á þau
átök menningarheima sem nú
eiga sér stað í Sýrlandi, Írak,
Tyrklandi Íran og Afganistan auk
hryðjuverka og að sjálfsögðu
flóttamannavandann. Í lokin fá
allir með lesefni sem ég hef tekið
saman um þessa sögu alla”.
Átök eiga sér aldagamlar
rætur
Þórhallur segir að þótt átök á
milli trúarhópa og þjóðarhópa í
Austurlöndum nær eigi sé alda
gamlar rætur þá hafi margt
breyst 11. september 2011
þegar flugvélum var flogið á
tvíburaturnana í New York með
skelfilegum afleiðingum. Þessi
vandi er bæði gamall og nýr
en þarna breyttist veruleikinn
til hins verra og margvísleg
átök hafa brotist út í kjölfarið,
nú síðast borgarastyrjöldin
í Sýrlandi. Þórhallur segir að
spurningar um alla þessa sögu
brenni á mörgum og það vanti oft
svörin til þess að geta áttað sig
betur á samtímanum. „Að baki
átakanna í Miðausturlöndum er
mjög flókinn saga. Trúarhópar
íslam eru ólíkir og þarna koma
margir menningarheimar saman.
Allt frá Persíu/Íran í austri til
Tyrklands og Evrópu í vestri.“
Hann segir að við það megi
síðan bæta að Bretar hafi við
lok fyrri heimsstyrjaldarinnar
strikað landamæri þessara
ríkja niður á blað og gangi þau
þvert á þjóðerni, menningu
og trúarbrögð. Bretar hafi
jafnvel farið eftir fjallgörðum á
landakortinu fremur en þeim
mannheimi og mannlífi sem þar
var að finna. „Það sem nú er að
gerast í þessum heimshluta,
einkum í Sýrlandi en einnig í
fleiri ríkjum er að ólíkir íslamskir
menningarheimar keyra inn í
hvorn annan og þúsund ára
menningarmunur og jafnvel hatur
á milli kynþátta stýra gjörðum
manna. Þetta er hræðileg blanda
og engin greið leið út úr henni.“
Þeim sem hafa áhuga á að
kynnast þessum málum betur
er bent á námskeiðið sem
verður haldið í Neskirkju 6. og
13. febrúar. Námskeiði byrjar
20.00 bæði kvöldin og hægt
er að skrá sig og fá nánari
upplýsingar hjá Þórhalli á
thorhallur33@gmail.com
11BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2017
Bláa moskan í Istambúl, myndin
er tekin við sólsetur.
Íslam í sögu og samtíð
séra Þórhallur Heimisson fjallar um Íslam á námskeiði
í febrúar
Augl‡singasími:
511 1188 &
895 8298