Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Side 12

Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Side 12
12 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2017 www.breidholt.is Markmið okkar – traustur og varanlegur bakhjarl Meðal markmiða heilbrigðisyfirvalda er að hver einstaklingur sé skráður á heilsugæslustöð, hafi þar sinn heimilislækni og heilsugæslan sé í flestum tilvikum fyrsti viðkomustaður hans þegar heilsufarsleg vandamál steðja að. Við sem störfum í heilsugæslunni höfum lengi talað fyrir framangreindum markmiðum. Hugmyndafræðin að baki heimilislækningum er að þar eigi einstaklingar og fjölskyldur varanlegan bakhjarl á sviði heilbrigðisþjónustu sem hægt er að leita til með fjölbreytt erindi og vandamál. Á þeim grunni myndast langtímasamband byggt á gagnkvæmu trausti. Heilsugæslan í Efra-Breiðholti er vel í stakk búin til að þjóna hugmyndafræði heimilislækninga enda skipuð vel menntuðu og reynslumiklu starfsfólki. Stöðin tók til starfa árið 1978 og var fyrst til húsa í Asparfelli en flutti í núverandi húsnæði að Hraunbergi 6 vorið 1990. Á næstu mánuðum hefst starfsemi nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni viljum við vekja athygli á metnaðarfullu starfi okkar á heilsugæslunni í Efra-Breiðholti sem miðar að því að bjóða öllum núverandi og verðandi skjólstæðingum stöðvarinnar góða og faglega heilbrigðisþjónustu. Við munum tryggja þeim sem sjá á eftir sínum lækni burt af stöðinni nýjan heimilislækni eins fljótt og kostur er. Þá viljum við bjóða alla sem hafa skráð sig nýlega á stöðina velkomna. Fjölbreytt heilbrigðisþjónusta sérfræðinga og fagaðila Við höfum ávallt einsett okkur að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu á vettvangi heilsugæslunnar. Við bjóðum meðal annars upp á bráðaþjónustu, meðferð og eftirlit vegna langvinnra sjúkdóma, heilsuvernd, ungbarnavernd, mæðravernd og skólaheilsugæslu. Hægt er að leita til okkar vegna smáslysa auk þess sem við sinnum ýmsum minni aðgerðum. Þá höfum við þróað og starfrækt sykursýkismóttöku fyrir skjólstæðinga okkar. Auk heimilislækna og hjúkrunarfræðinga starfar fjölbreytt lið fagaðila á stöðinni, þeirra á meðal ljósmæður, hreyfistjóri, sálfræðingur, barnalæknir og fæðingarlæknir. Með samstarfi þessa fagfólks bjóðum við upp á ráðgjöf fæðingarlæknis á meðgöngu, sálfræðiþjónustu fyrir börn og foreldra, heilsueflingu hjá hreyfistjóra og sérfræðiráðgjöf barnalæknis í ungbarnavernd. Við erum í samstarfi við þjónustuaðila í geðheilbrigðismálum barna og fulltrúa þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Barnaverndar í þágu barna og unglinga. Einnig eru við í samvinnu við ýmsa aðra þjónustuaðila svo sem Miðstöð heimahjúkrunar, Virk starfsendurhæfingu, Geðheilsustöð Breiðholts, Þroska- og hegðunarsvið Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og vísum á námskeið í hugrænni atferlismeðferð svo fátt eitt sé nefnt. Hvernig skrái ég mig á heilsu- gæslustöðina? Hægt er að mæta á heilsugæslustöðina til að skrá sig eða fara á réttindagátt á vefsíðu Sjúkra- trygginga Íslands, w w w . s j u k r a . i s . Þar má ganga frá s k r á n i n g u m e ð rafrænum skilríkjum. T i l a ð p a n t a v i ð t a l s t í m a e ð a óska eftir ráðgjöf má hafa samband símleiðis. Ritarar í móttöku gæta þess erindi rati rétta leið. Hjúkrunarfræðingar sinna ráðgjöf í síma milli kl. 08:00 og 16:00 og síðdegismóttaka lækna er opin frá kl. 16:00 til 18:00 alla virka daga. Hún er ætluð þeim sem ekki hafa fengið úrlausn sinna mála á dagvinnutíma og fyrir erindi sem ekki þola bið. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram á síðdegismóttöku heldur er nóg að mæta. Tekið er á móti beiðnum um lyfjaendurnýjanir alla virka daga milli kl. 9 og 11:30 í síma 513 1595. Á vef Heilsuveru (www.heilsuvera. is) er einnig hægt að biðja um endurnýjun á flestum lyfjum sem tekin eru í samráði við heimilislækninn og panta tíma. Frekari upplýsingar um þjónustu stöðvarinnar má finna á heimasíðu okkar, https://www.heilsugaeslan. is/heilsugaeslustodvar/efra-breidholt/. Við tökum gjarnan á móti ábendingum og tillögum um það sem betur má gera. Heilsugæslustöð Efra Breiðholts er í Hraunbergi 6 og síminn er 513 1550. Heilsugæslan, hornsteinn heilbrigðisþjónustu Nanna S. Kristinsdóttir fagstjóri lækninga. Nanna S. Kristinsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts skrifar Heilsugæslan í Efra Breiðholti er til húsa í Hraunbergi 6 örskammt frá Markúsartorgi og menningarhúsinu Gerðubergi. Tölvur og gögn ehf. þ e k k i n g o g r e y n s l a T& G PC & Mac Þarabakki 3, Mjódd 109 Reykjavík Sími: 696-3436 www.togg.is • Office 365 þjónusta • Gagnabjörgun og afritun • Umsjón tölvukerfa • Vefsíðugerð og umsjón • Tölvuviðgerðir • Tölvur og jaðarbúnaður Á árunum 2020 til 2021 er ætlunin að endurnýja fjölmargar götur sem þá hafa náð hafa líftíma sínum og eru það einkum íbúðagötur í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Gerð hefur verið áætlun um endurnýjun og viðgerðir á malbiki á götum borgarinnar til næstu fimm ára. Í fjárhagsáætlun 2017 til 2021 er lagt til að verið verði 8.380 milljónum króna til verkefnisins. Fyrstu þrjú árin frá 2017 til 2019 verður áhersla lögð á endurnýjun malbiksyfirlagna einkum á umferðarþungum götum til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar. Meiri fjármunum verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra. Endurnýjun gatna í Breiðholti komin á áætlun Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Unnið við malbikun í Reykjavík.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.