Breiðholtsblaðið - jan 2017, Qupperneq 13

Breiðholtsblaðið - jan 2017, Qupperneq 13
13BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2017 Leikur með körfuknattleiksliði ÍR Körfuknattleikslið ÍR fékk til sín nýjan erlendan leikmann í lok nóvember með komu hins 26 ára gamla kraftframherja, Quincy Hankins-Cole. Hann er að leika í annað sinn á Íslandi en eftir háskólanám í Banda- ríkjunum hóf hann atvinnu- mannaferil sinn með Snæfelli tímabilið 2011 til 2012 og átti þá mjög gott tímabil. Hann hefur komið með ferska strauma inn í ÍR liðið eftir að hafa verið á talsverðu heimshornaflakki eftir dvöl sína í Stykkishólmi þar sem hann hefur m.a. spilað í Frakklandi, Tævan, Kína, Finnlandi og Ástralíu. Quincy var spenntur þegar honum bauðst tækifæri á að koma aftur til Íslands til að spila og hlakkaði til að sjá hvernig hlutirnir hefðu breyst hérna og hvernig deildin hefði þróast. Honum finnst deildin vera mun betri en síðast þegar hann var hérna, mun meiri samkeppni og er mjög ánægður að hafa tekið tilboðinu um að koma aftur til landsins. Nú þegar körfuknattleiks- tímabilið er u.þ.b. hálfnað eru línur farnar að skýrast í Dominos deildinni. Talsverðar væntingar voru gerðar til ÍR fyrir tímabilið eftir mögur undanfarin ár, en liðið hefur farið frekar hægt af stað í vetur og situr núna í neðri helmingi deildarinnar. Aðspurður um möguleika ÍR það sem eftir lifir tímabilsins þá segist Quincy vera mjög bjartsýnn og viss um að ef liðið heldur áfram að smella betur saman eins og liðið hefur gert á köflum þá muni þeir fara fram úr væntingum og vinna mörg þau lið sem þeir töpuðum gegn á fyrri hluta tímabilsins. Hann bætti svo við að með því væri hægt að fara inn í úrslita- keppnina fullir af sjálfstrausti og gera góða hluti með stuðningi og látum frá þeim frábæru stuðningsmönnum sem liðið hefur en góð stemming hefur verið á leikjum liðsins í vetur þrátt fyrir misjafnt gengi. Það verður engin svikinn af þeirri skemmtun sem boðið er upp á heimaleikjum ÍR í Seljaskóla, og stuðningur svo sannarlega vel þeginn. Afar hress einstaklingur Allur gangur hefur verið á því með þá erlendu leikmenn sem hafa verið fengnir til félagsins í gegnum tíðina, hversu mikinn áhuga og mikla getu þeir hafa í því að miðla þekkingu og reynslu til yngri iðkenda en Quincy hefur sýnt því áhuga og hefur verið að koma aðeins inn í yngri flokka starfið hjá ÍR. Quincy er afar hress einstaklingur og leikgleðin skín af honum, það verður frábært fyrir yngri iðkendur að fá tækifæri til að læra af honum í vetur. Yngri f lokka starf ið hjá ÍR hefur verið með miklum ágætum undanfarin ár, til að mynda hefur núverandi drengja- flokkur staðið sig afar vel á undanförunum árum og orðið Íslandsmeistarar undanfarin þrjú ár og skilað sömuleiðis einum bikarmeistaratitli í hús. Einnig hefur sá flokkur tekið þátt í hinu gríðarsterka Scania Cup móti í Svíþjóð undanfarin tvö ár og endaði í 3. sæti þar í fyrra, sem er frábær árangur. Sömuleiðis átti ÍR alls níu drengi sem valdir voru í úrtökuhópa yngri landsliðanna sem voru við æfingar núna á milli jóla og nýárs. Framtíð körfuboltans er því björt hér í hverfinu á komandi árum og margir þessara pilta nú þegar farnir að spreyta sig með meistaraflokki félagsins. Það er ánægjulegt að aukning hefur verið í iðkendafjölda milli ára hjá körfuknattleiksdeildinni, bæði hjá stúlkum og drengjum, en þrátt fyrir að hlutfall drengja sé hærra hefur verið leitað leiða til að auka fjölda stúlkna í iðken- dahópnum. Eitt af því sem helst þar í hendur er sú staðreynd að ekki hefur tekist að halda úti meistaraflokksliði í kvennaflokki að undanförnu. Umræðan um að endurvekja flokkinn hefur orðið háværari á undanförnum árum enda er ÍR ekki eingöngu eitt sigursælasta liðið í karlaflokki heldur einnig eitt sigursælasta liðið í kvennaflokki í sögulegu samhengi. Vonandi mun sú endurvakning takast sem allra fyrst sem yrði mikill styrkur, ekki bara fyrir kvennastarfið í deildinni, heldur deildina í heild. Allir eru velkomnir á æfingu, það er aldrei of seint að byrja og ekki óalgengt að börn séu að koma á sínu fyrstu æfingu 11-13 ára gömul og hægt er að fá að prófa að æfa frítt í eina viku fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn. Allar upplýsingar um körfu- knattleiksdeildina, æfingatöflu o.s.frv., eru að finna á heimasíðu félagsins, ir.is/karfa, ásamt því að deildin er á facebook, ÍR-Karfa. Quincy Hankins-Cole Quincy Hankins-Cole ásamt ungum körfuboltaiðkendum hjá ÍR. ÍTR • Borgartúni 12-14 • 105 Reykjavík • Sími 411-5000 • www.itr.is • itr@itr.is Ölduselsskóli sigraði örugg- lega hið árlega jólaskákmót TR og Skóla- og frístundasviðs Reyk- javíkurborgar sem haldið var 27 til 28. nóvember sl. Skáksveit Ölduselsskóla endurtók þannig leikinn frá síðasta ári þar sem sveitin stóð einnig uppi sem sigurvegari barnaskólasveita. Liðsmenn A-sveitarinnar voru Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Birgir Logi Steinþórsson, og Brynjar Haraldsson. Bræðurnir Óskar og Stefán eru jafnframt Ís landsmeistarar í s ínum aldursflokkum. Sveitir skipaðar liðsmönnum úr 8 til 10 bekk kepptu í einum flokki og sendu sex skólar sveitir til keppni. Sveit Ölduselsskóla náði einnig góðum árangri og hafnaði í fjórða sæti, en sveit Laugalækjar- skóla tefldi af eindæma öryggi og hampaði sigri með fullt hús. Sveit Ölduselsskóla leiddi Elfar Ingi Þorsteinsson sem tefldi á fyrsta borði og með honum tefldu Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen og Ívar Lúðvíksson. Árangur þessara pilta er sérlega góður í ljósi þess að flestir eru tiltölulega nýbyrjaðir að æfa skák. Liðsstjóri var Björn Ívar Karlsson skákkennari sem hefur einnig umsjón með vikulegum skákæfingum í Ölduselsskóla í samvinnu við Skákakademíu Reykjavíkur. Þær eru haldnar á miðvikudögum í skólanum og hefjast byrjendaæfingar kl. 14:15 og æfingar fyrir lengra komna kl. 14:45. Æfingarnar eru fríar og eru nemendur Ölduselsskóla hvattir til að nýta sér þennan vettvang til að spreyta sig á skákinni. Fyrir þá krakka í Breiðholt- inu sem hafa áhuga á skák má einnig benda á ókeypis, opnar æfingar hjá Skákfélaginu Huginn á mánudögum frá kl. 17:15 til 19. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, inngangur er á milli Fröken Júlíu og Subway og er félagsheimilið á 3. hæð. Lið Ölduselsskóla var sigursælt í skákkeppninni. Ölduselsskóli sigurvegari liðakeppni í skák annað árið í röð www.breidholt.is

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.