Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Side 15
15BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2017
GETRAUNANÚMER
ÍR ER 109
Heimasíða
www.ir.is
Fréttir
Íflróttafélag Reykjavíkur
Skógarseli 12 • Sími 587 7080
Tölvu póst ur: ir@ir.is
Heimasíða: ir.is
Um 40 börn í
fimleikum hjá ÍR
ÍR-fimleikar voru endurvaktir innan Íþróttafélags Reykjavíkur í
septembermánuði árið 2014. Þegar þeir voru endurvaktir voru liðin
31 ár síðan þeir voru síðast starfræktir hjá félaginu.
Fimleikarnir sem stundaðir eru flokkast undir hópfimleika sem snúa
að gólfæfingum, dýnustökki og trampolíni. Æfingarnar hafa gefist mjög
vel og eru um 40 börn sem æfa að staðaldri. Börnin eru frá 5-9 ára
(plús) aldri og æfa einu sinni til tvisvar sinnum í viku í Breiðholtsskóla.
Æfingahóparnir eru þrír:
T2 er 5-6 ára hópur sem æfir 1x í viku. Á laugardögum frá
kl. 11:15-12:15.
R1 er 7-8 ára hópur sem æfing 2x í viku. Á þriðjudögum kl. 18-19 og
laugardögum kl. 12:15-13:15.
R2 er 9 ára og eldri hópur sem æfir 2x í viku. Á þriðjudögum kl. 18-19
og laugardögum kl. 12:15-13:45.
Þar sem deildin er mjög ung að árum og iðkendurnir ekki háir í
loftinu hefur ekki verið sett pressa á keppni, en það er hins vegar á
framtíðarplaninu og stefnt er á að iðkendur ÍR-fimleika byrji að keppa
eftir 2-3 ár. Fimm þjálfarar koma að þjálfun fimleikabarnanna, allir hafa
þeir reynslu af þjálfun barna, fimleikum, frjálsum íþróttum, dansi og
svo mætti lengi telja.
Frjálsíþróttadeild ÍR hefur stutt við deildina og leitt hana fyrstu
skrefin ef svo má segja og mun halda því áfram. Varðandi áhöld og tæki
þá hefur margt verið til í íþróttahúsum Breiðholts sem hægt er að nota
við fimleikaþjálfunina. Þó var keypt loftdýna sem hægt er að nota á
fjölmargan máta, meðal annars til að æfa og undirbúna iðkendur undir
þær æfinga sem keppt er í á fiber dýnu, en það er eitt af áhöldunum
sem keppt er í í hópfimleikum (dýnustökk). Hinar keppnisatriðin
eins og sagt var að ofan eru stökk af trampólíni og hópatriði á gólfi
(gólfæfingar).
ÍR fimleikar stefna á að halda út faglegu og góðu starfi þar sem
hreyfing, ábyrgð, gleði og metnaður er haft að leiðarljósi og eru öll
börn sem áhuga hafa á fimleikum, velkomin á æfingar hjá okkur.
Fríða Rún Þórðardóttir varaformaður frjálsíþróttadeildar ÍR og
Sigríður Ósk Fanndal yfirþjálfari ÍR-fimleika.
Sími: 588 9705
www.skautaholl.is
Opnunartímar:
Mánud., Þriðjud. og Miðvikud.
12:00 til 15:00.
Fimmtudaga
12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30.
Föstudaga
13:00 til 19:00.
Laugardaga og Sunnudaga
13:00 til 18:00.
Skólar og sérhópar:
Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00.
Sjálfboðaliðar ÍR heiðraðir
Sú nýjung var tekin upp á
árlegri verðlaunahátíð ÍR að
heiðra sjálfboðaliða sem starfað
hafa af miklum krafti fyrir félagið
með silfur og gullmerkjum ÍR.
Áður höfðu slík merki oftast verið
afhent á aðalfundum félagsins.
Aðalstjórn ÍR velur þá einstak-
linga sem heiðraðir eru hverju
sinni eftir tilnefningar frá deildum
þess. Þrettán einstaklingar voru
heiðraðir að þessu sinni, einn með
gullmerki og tólf með silfurmerki.
ÍR-ingar þakka eftirtöldum sem
heiðraðir voru fyrir ómetanleg
störf í þágu félagsins með ósk um
að ÍR megi njóta krafta þeirra sem
lengst:
Gullmerki:
Fríða Rún Þórðardóttir,
frjálsíþróttadeild.
Silfurmerki:
Sveinn Sveinsson,
knattspyrnudeild.
Árni Birgisson,
knattspyrnudeild.
Pétur Guðmundsson,
frjálsíþróttadeild.
Brynjar Gunnarsson,
frjálsíþróttadeild.
Andrés Haukur Hreinsson,
keiludeild.
Guðmundur Jóhann
Kristófersson, keiludeild.
Þorsteinn Ingi Garðarsson,
körfuknattleiksdeild.
Elvar Guðmundsson,
körfuknattleiksdeild.
Róbert Hnífsdal,
handknattleiksdeild.
Kristín Ásta Ólafsdóttir,
handknattleiksdeild.
Daði Ólafsson, íþróttahópur eldri
ÍR-inga.
Bjarki Þór Sveinsson, handknatt-
leiksdeild og aðalstjórn.
Aníta og Guðni Valur
íþróttafólk ársins hjá ÍR
Aníta Hinriksdóttir frjálsíþrótta-
kona var valin íþróttakona ÍR
og Guðni Valur Guðnason frjáls-
íþróttamaður íþróttakarl ársins
2016 hjá ÍR á verðlaunahátíð
félagsins sem fram fór á milli jóla
og nýars.
Stjórnir allra deilda félagsins
t i l n e f n d u í þ r ó t t a k o n u o g
íþróttakarl ársins í sinni deild og
úr þeim hópi voru Aníta og Guðni
valin. Aníta og Guðni Valur kepptu
bæði með glæsibrag í frjálsíþrótt-
um fyrir Íslands hönd á mestu
íþróttahátíð veraldar á síðasta
ári, Ólympíuleikunum í Ríó. Allir
tilnefndir íþróttamenn deilda voru
heiðraðir á verðlaunahátíðinni sem
var sú fjölmennasta sem haldin
hefur verið hjá félaginu.
Hér að neðan eru nöfn þeirra sem heiðraðir voru:
Júdókona ÍR 2016: Aleksandra Lis
Knattspyrnukona ÍR 2016: Andrea Magnúsdóttir
Taekwondokona ÍR 2016: Ibtisam El Bouazzati
Karatekona ÍR 2016: Kamila Buracewska
Keilukona ÍR 2016: Linda Hrönn Magnúsdóttir
Handknattleikskona ÍR 2016: Sigrún Ása
Ásgrímsdóttir
Skíðakona ÍR 2016: Vigdís Sveinbjörnsdóttir
Frjálsíþróttakona ÍR 2016: Aníta Hinriksdóttir
Karatekarl ÍR 2016: Aron Anh Ky Huynh
Keilukarl ÍR 2016: Hafþór Harðarson
Knattspyrnukarl ÍR 2016: Jón Gísli Ström
Handknattleikskarl ÍR 2016: Jón Kristinn
Björgvinsson
Skíðakarl ÍR 2016: Kristinn Logi Auðunsson
Júdókarl ÍR 2016: Matthías Stefánsson
Körfuknattleikskarl ÍR 2016: Sigurkarl Róbert
Jóhannesson
Taekwondokarl ÍR 2016: Sveinn Logi Birgisson
Frjálsíþróttakarl ÍR 2016: Guðni Valur Guðnason
Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona ÍR og Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttamaður ársins 2016.
Tilnefndir íþróttamenn deilda hjá ÍR.
Verðlaunaðir sjálfboðaliða ÍR ásamt Ingigerði (Ingu) Guðmundsdóttur
formanni ÍR og Guðrún Brynjólfsdóttir varaformanni ÍR.