Breiðholtsblaðið - apr 2018, Qupperneq 4

Breiðholtsblaðið - apr 2018, Qupperneq 4
Hafsteinn Vilhelmsson var tilnefndur ein af hverfishetjum Breiðholts í síðasta mánuði. Hann var tilnefndur fyrir að hafa gefið sig allan í skapandi félagsmiðstöðvastarf í Breiðholti síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir ungan aldur. “Það var gaman að fá þessa viðurkenningu og deila henni með tveimur öðrum sem hafa unnið mikið í Breiðholtinu. Sem strákur kom ég mikið í Leiksport til Braga sem deilir nú þessari viðurkenningu með mér ásamt Luis Lucas danskennara með meiru. Hann var unglingur hjá mér í félagsmiðstöðinni Hundrað og ellefu virkilega flottur strákur.” Hafsteinn hefur sett á svið leikrit, staðið fyrir kvikmyndahátíðum, tónleikum, hæfileikakeppni og mörgu fleiru í frístundamiðstöðinni Miðbergi. Hann lauk námi í leik list og kvik mynda gerð við Kvik mynda skóla Íslands fyrir nokkrum árum og hefur einkum starfað við verkefni tengd sínu fagi. Þar á meðal fór hann með hlutverk í spennuþætt in um Pressu á Stöð 2 þar sem Haf steinn lék einn úr glæpa geng inu, lék í leiksýningunni Smán sem sett var upp í þjóðleikhúsinu og fleira. En hver er Hallsteinn Vilhelmsson. Hann spjallaði við Breiðholtsblaðið á dögunum. “Ég er fæddur á Sri Lanka árið 1984 en var ætt leidd­ ur til Íslands nokkurra vikna gam all af hjón un um Mar gréti Ingi björgu Haf steins dótt ur og Vil helm Ein ars syni. Ég kom hingað í desember sama ár. Þau ættleiddu einnig stúlku á sama tíma, Hlíf Sigríði sem er á sama aldri og ég og þótt við séum ekki blóðskyld erum við alin upp eins og tvíburar og gætum ekki verið meiri systkini Vakti athygli að ég talaði íslensku Haf steinn er fremur dökkur á hörund eins og fólk á Sri Lanka en ólst upp sem hver ann ar Íslend ing ur og var ekki að velta því fyrir sér að hann væri eitt hvað öðru vísi fyrr en aðrir fóru að veita því athygli. Börnin í leikskólanum veittu hörundslitnum athugi og spurðu hann af hverju hann væri svona brúnn og hann svaraði að bragði “af því að ég borða svo mikið súkkulaði”. Og þar með var málið af greitt. Hafsteinn segir að útlit hans hafi strax vakið athygli enda færri börn af erlendum uppruna þegar hann var að alast upp en síðar varð. “Mörgum fannst ég merkilegur sem krakki og oft vakti athygli að ég talaði lýtalausa íslensku. Það eru til ýmsar fyndnar sögur af því þegar fólk uppgötvaði það. Ein er sú að ég vann að sumri til sem send ill og eitt af því sem ég þurfti að gera var að fara með mjólki á Hrafnistu í Hafnarfirði. Einn dag inn var ég eitthvað þreyttur og fékk mér smá blund í mat sal heim il is ins. Þegar ég vaknaði sátu nokkr ar eldri kon ur við borðið. Þegar ég vaknaði og sá þær bauð ég góðan dag. Þær hrukku þær í kút og sögðu “heyrðu þú tal ar ís lensku.“ Ég ólst upp með íslensku sem móðurmál og hef aldrei lært stakt orð í móðurmáli blóðfjölskyldu minnar. Ég hef aldrei lagst í tungumálanám og eina tungumálið fyrir utan íslenskuna sem ég get notað er enska. Hún kemur bara með þörfinni.” Gat hlaupið yfir til ömmu Hafsteinn er alinn upp í Breiðholti. “Já – ég er alin upp í Breiðholti og tel mig mjög heppinn að hafa átt æsku mína þar. Við bjuggum í Krummahólunum en Hlín amma mín átti heima í Gyðufellinu. Við vorum miklir vinir og ég hjólaði oft yfir til hennar. Þetta var það stutt að mamma gat fylgst með mér úr eldhúsglugganum fram að íþróttahúsinu og þar tók amma við úr sínum glugga. Skólagangan hófst í Hólaborg. Þetta er afskaplega þægilegt svæði. Leiðin lá þaðan yfir í Hólabrekkuskóla og í FB og þá var stutt fyrir götuna í Miðberg.” Kitta losnaði ekki við mig Hafsteinn kynntist fyrst félagsstarfinu í Fellahelli. “Ég náði náði aðeins í hann þegar ég var í áttunda bekk. Í unglingavinnunni í áttunda bekk var ég í ungmennahóp sem hafði fengið það verkefni að taka þátt í að flytja Fellahelli yfir í Miðberg. Þá voru keyptar nýjar græjur sem voru enn þá þegar ég kom sem starfsmaður. Það var gaman.” En hvernig stóð á að hann lenti í Miðbergi. “Ég var að leita mér að vinnu. Ein vinkona mín fékk viðtal fyrir mig hjá Kristrúnu Lilju eða Kittu í Miðbergi eins og hún er jafnan kölluð. Ætlaði nú bara að vera þarna í stutta stund. Kitta sagðist vilja gefa mér eina reynslu vakt sem hún gerði en svo fór að hún losnaði ekki við mig. Ég er reyndar hættur þar núna og starfa hjá RÚV. Tími minn í Miðbergi var einn af mínum uppáhalds tímum. Þar kynntist ég ótal unglingum hæfileikaríkum og flottum og eignaðist helling að nýjum vinum í starfsmannahópi Miðbergs og margir hverjir eru mínir bestu vinir. Ein þeirra er sambýliskona mín og barnsmóðir í dag.” Tónleikar á ÍR vellinum Eitt af því sem Hafsteinn stóð fyrir á þeim tíma var að endurskipuleggja hátíð sem bar heitið Hólmstokk og voru styrktartónleikar “Við Kári Sigurðsson vinur minn ákváðum að fara aðeins lengra með Hólmstokk. Við vinnum vel saman, þurfum ekki lengur að hittast til að skipuleggja viðburðina. Við vissum hvað hver gerði og pössuðum okkur á að stíga ekki inn á svið hvors annars. Við ákváðum að vera með stærri tónlistarhátíð og halda hana úti. Þetta ar árið 2010. Við fengum pláss fyrir hana á ÍR vellinum. Þar spiluðu fjöldinn allur af tónlistarmönnum. Þar á meðal Haffi Haff og Skítamórall ásamt mörgum fleirum. Þetta er einn af stærri viðburðum sem haldnir hafa verið í Breiðholtinu. Annar góður vinur minn Hallur Ingi Pétursson hefur unnið með mér við marga af þeim viðburðum sem ég hef átt aðild að. Við erum góðir saman. Hann er fremur rólegur og jarðbundinn. Ég á stundum til að fyllast draumórum. Þetta samstarf hélt okkur svona rúmlega á núllinu.” Þeir settu nokkra söngleiki upp í Breiðholtinu. Í eitt skipti var Grease söngleikurinn um Sandy og Danny sem John Travolta og Olavia Newton John gerðu frægan í bíómynd fyrir valinu. “Við settum hann upp með krökkum úr áttunda til tíunda bekk úr öllu Breiðholtinu. Í annað sinn fengum við tónlistasnillinginn Þórð Gunnar sem einnig er Breiðhyltingur og settum við Footloose á svið. Söng­ og dansverk um ungling sem flytur frá Boston til lítils bæjar í Suðurríkjunum þar sem dans hafði verið bannaður og tekur að mótmæla banninu. “Þar vorum við með sprengjur og “stage floss” og þurftum við að redda sprengjuleyfi. Það var enginn vandi að fá krakka til þess að koma og taka þátt í þessum verkefnum þó að þetta væri heilmikil vinna. Við settum báðar þessar sýningar upp í Breiðholtsskóla enda góð aðstaða þar og þar var unnið daga og nætur, æfingar með krökkum yfir daginn og kvöldin og uppsetning á nóttinni. Það kom fyrir að ekki tók því fyrir okkur að fara heim og lögðum við okkur bara smá á sviðinu í Breiðholtsskóla og mættum svo í vinnu daginn eftir. Krakkarnir voru ótrúlega flott að taka þátt í svona erfiðum verkefnum. Þau sýndu mér og öllum sem sáu þessar sýningar hversu magnað ungt fólk er og hvað var hægt að gera.” Leiklistarbakterían þróaðist í Breiðholtinu En hvernig stóð á því að Hafsteinn fór á leiklistarbrautina. Var hann með bakteríuna í blóðinu. Hann gerir lítið úr því. Vill fremur meina að hún hafi þróast í Breiðholtinu. Þetta byrjaði bara í Gyðufellinu hjá ömmu. Við settum upp ýmis glæpaleikrit í stofunni þar sem ég var yfirleitt löggan og hún bófinn. Síðan fór ég í Hólabrekkuskóla í Leiklist hjá Sigurði Lyngdal og þá kviknaði hún kannski fyrir alvöru. Amma sagði reyndar oft við mig á yngir árum þegar ég svaraði að ég ætlaði að verða læknir eða lögfræðingur eins og allir hinir krakkarnir sögðu þá sagði hún “Hafsteinn þú ert allt of skemmtilegur til að vera læknir eða Lögfræðingur þú átt að vera leikari eða dansari og skemmta fólki”. Þetta hélt áfram í FB þar sem ég tók þátt í leiklistarverkefnum. Svo fór ég í Kvikmyndaskólann þar sem ég lærði leiklist og kvikmyndagerð. Eftir skólann fékk ég ýmis hlutverk eins og í Pressu, Reykjavík, The Aquatic Effect, Föngum og svo Smán sem er leikverk sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Þetta hefur undið upp á sig og nú starfa ég há RÚV.” En Hafsteinn er ekki hættur að hugsa um Breiðholtið. Hann hefur áhuga á að setja fleiri sýningar upp þar. “Ég sé fullt af möguleikum í Breiðholtinu. Sérstaklega þegar kemur að leiklistinni mig langar að stofna Leikfélag Breiðholts. Við erum með frábæra aðstöðu fyrir leiksýningar og aðra viðburði, Barnasýningar, unglingasýningar, fullorðinssýningar og allt frítt er draumurinn.” Forréttindi að fá að vinna með börnum og ungmennum Talið berst að fjölmenningu sem einkennir Breiðholtið meira 4 Breiðholtsblaðið APRÍL 2018 V i ð t a l i ð Forréttindi að fá að vinna með börnum og ungmennum Vinirnir Hafsteinn Vilhelmsson og Kári Sigurðsson. „Við vinnum vel saman, þurfum ekki lengur að hittast til að skipuleggja viðburðina,” segir Hafsteinn. - segir Hafsteinn Vilhelmsson sem var tilnefndur ein af hverfishetjum Breiðholts í síðasta mánuði Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.