Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Síða 9
9BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2018
hækkað mikið að undanförnu og
nú er svo komið að fólk er farið
að sækja út fyrir borgarmörkin
ti l þess að koma sér upp
heimilum. Og þá ekki aðeins
í nágrannasveitarfélögin heldur
sækir fólk á Suðurnesin og upp
fyrir Hvalfjörð. Jafnvel austur í
Árborg þar sem ég þekki vel til og
ekur á milli höfuðborgarsvæðisins
og heimilis til vinnu. Tölvuvæðing
og fjarvinnsla getur í einhverjum
t i l f e l l u m a u ð v e l d a ð f ó l k i
slíka búsetu en það leysir
ekki Reykjavíkurborg undan
þeirri skyldu að skapa ungum
fjölskyldum tækifæri til þess
að búa í borginni og eignast
húsnæði þar. Þá þarf einnig í
þessu sambandi að horfa til
fasteignaskattsins. Hann er of
hár í Reykjavík og við verðum
að finna leiðir til þess að lækka
hann. Lækkun fasteignaskatts er
líka liður í að gera eldri borgurum
kleift að búa á heimilum sínum
eins lengi og þeir vilja og treysta
sér til. En það er vandi að vinda
ofan af fjármálum borgarinnar því
skuldir borgarsjóðs hafa vaxið
verulega að undanförnu - einkum
fjórum síðustu árunum. Einn
liður í því að draga úr álögum
á borgarbúa er að hagræða
í stjórnkerfinu sem hefur vaxið
mikið á skömmum tíma.” Eyþór
bendir á að nú sé knýjandi að
bæta aðstöðu ungra foreldra. “Við
verðum að fjölga leikskólarýmum
og tryggja að öll börn sem náð
hafa 18 mánaða aldri eigi kost á
leikskóla. Þetta þarf að gera með
því að efla leikskólana og fjölga
faglærðu fólki en einnig með því
að styrkja dagmæðrakerfið og
fjölga dagmæðrum.”
Beita þarf öllum skyn-
samlegum ráðum gegn
svifrykinu
Eyþór hefur mikinn áhuga á
umhverfismálum. Hann segir
að vinna verði áfram á því sviði
meðal annars með því að bæta
flokkun á sorpi og draga úr urðun.
Þetta megi meðal annars gera
með því að setja upp gáma fyrr
mismunandi tegundir af rusli sem
fólk hafi aðgang að. “Svo er það
svifrykið sem hefur verið að angra
okkur að undanförnu. Þar þarf að
gera átak enda ótækt að börnum
sé haldið innandyra vegna
loftmengunar. Borgin mælist
með loftgæði á við Rotterdam
sem er óásættanlegt. Við viljum
koma í veg fyrir að svifryk fari yfir
heilsuverndarmörk. Það þarf að
þrífa borgina miklu betur, sópa
og spúla. Hvetja þarf fólk til þess
að nota rafbíla. Liður í því er að
fjölga hleðslustöðum því skortur á
þeim má ekki fæla fólk frá þessum
samgöngumála. Ég hef sjálfur
ekið á rafmagnsbíl að undanförnu
og ætla mér ekki aftur að nota
bensín- eða dísildrifið ökutæki. Ég
tel að við verðum að beita öllum
skynsamlegum ráðum til þess að
draga úr myndun svifryks. Það
er ekki aðeins óþægilegt heldur
einnig beinlínis hættulegt. Talið
er að rekja megi um 80 dauðsföll
á ári hér á landi til svifryks á
sama tíma og tveir til þrír látast af
völdum umferðarslysa. Umferðin
skiptir þarna miklu máli en
jafnframt verður viðhald gatna að
vera miklu betra. Ræsi eru ekki
hreinsuð og flóð í Breiðholtinu
eru að verða árleg því miður. Við
verðum að fara í átaksverkefni í
umhverfismálum að þessu leyti
líkt og þegar lagt var til atlögu við
að hreinsa strandlengjuna. ”
Sjúk ást, hvað getum við gert?
Ungmennaráð Breiðholts stóð fyrir líflegu málþingi föstudaginn
6. apríl um samskipti í ástarsamböndum ungs fólks. Málþingið var
haldið í Austurbergi og áttu flestir grunnskólar borgarinnar sína
fulltrúa þar. Umræðuefnið var mikilvægt; munurinn á heilbrigðum og
óheilbrigðum samböndum, kynferðisleg áreitni og samskipti á netinu.
Dagskráin hófst með erindi Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttir
verkefnastýru hjá Stígamótum og fjallaði hún um sjúk samskipti ungs
fólks í nánum samböndum sem byggðust á afbrýðissemi, þvingunum
og jafnvel ofbeldi. Þá fjallaði Dagbjört Ásmundsdóttir verkefnastjóri á
skóla- og frístundasviði um kynferðislega áreitni og að lokum fjölluðu
þau Kári og Andrea, sem vinna með ungmennum í félagsmiðstöðvastarfi,
um óheilbrigð samskipti á netinu.
Vel á annað hundrað unglingar sóttu málþingið og urðu líflegar
umræður á milli erindanna og augljóst að efnið brann á mörgum
fundargestum. Málþingið fellur inn í umræður sem skapast hafa
í samfélaginu í kjölfar me-too byltingar og sýningar á myndinni
Mannasiðir um páskanna og því auðvelt að tengja umfjöllunarefnið
við það sem ungir sem aldnir þekkja í umfjöllun fjölmiðla
undanfarna mánuði.
Ungmennaráð Breiðholts skipulagði málþingið og er það í anda
annarra málþinga á þeirra vegum fyrir ungmenni í borginni þar sem
lögð er áhersla á samtal milli ungs fólks um mikilvæg málefni sem á
þeim brenna. Fundarstjóri var Elínborg Una Einarsdóttir sem situr í
ungmennaráði Breiðholts.
Rætt á málþingi ung-
mannaráðs Breiðholts
GÓÐ ÞJÓNUSTA í Grímsbæ við Bústaðaveg
HANNYRÐAVERSLUNIN
Sporið
Garn og útsaumur
Mikið úrval
Sími: 581 2360
Bústaðavegi
Snyrtivöruverslun - Snyrtistofa
Sími: 553 1262
Komdu í pizzu eða taKt’ana með heim
pizzeria - BúStaðavegi - 533 1313
EITT KORT
34 VÖTN
7.900 kr.
00000
www.veidikortid.is
JÓLAGJÖF VEIÐIMAN
NSINS!
Sölustaðir:
N1 - OLÍS - ÍSLANDSPÓSTUR og veiðivöruverslanir um land allt.
Frí heimsending þegar pantað er á www.veidikortid.is.
Vatnaveiði er fjölskylduvæn útivist.
Börn yngri en 14 ára veiða frítt með
korthafa.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum
hélt erindi á málþinginu og fjallaði um hvenær
afbrýðissemi væri réttlætanleg.