Breiðholtsblaðið - Apr 2018, Page 15

Breiðholtsblaðið - Apr 2018, Page 15
15BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2018 GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Heimasíða www.ir.is Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Tölvu póst ur: ir@ir.is Heimasíða: ir.isMiklar framkvæmdir á næstu árum Forval fyrir fjölnota íþróttahús í Suður - Mjódd, alútboð hefur verið auglýst. Óskað er eftir umsóknum frá verktökum til að taka þátt í lokuðu alútboði. Eins og segir í auglýsingunni er fyrirhugað að reisa fjölnota íþróttahús í Suður – Mjódd og mun alútboðið ná yfir verkfæðihönnun og reisingu hússins. Gert er ráð fyrir að húsið verði einangrað stálgrindarhús á steyptum undirstöðum. Húsið mun standa norðaustan við núverandi gervigrasvöll. Um er að ræða íþróttahús á einni hæð ásamt hliðarbyggingu sem nær meðfram allri langhlið húss. Íþróttahúsið skal sérútbúið til knattspyrnuiðkunar og frjálsíþrótta ásamt göngubraut umhverfis völlinn. Gervigras skal vera FIFA samþykkt. Samtals er gert ráð fyrir að íþróttasalurinn verði 84 x 51 m (4.284 m²) auk hliðarbyggingar sem verður 84 x 7,5 m (630 m2). Frjálsíþróttavöllur og vallarhús Nú er unnið að því að fleyga undir grunn Vallarhús við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR-inga. Báðum tilboðum sem bárust í byggingu vallarhússins var hafnað vegna þess hve langt þau voru yfir kostnaðaráætlun. Verkinu var því skipt upp í smærri einingar og tilboð fyrir uppsteypu og frágang hússins að utan hefur verið auglýst og þarf að skila tilboðum fyrir 17. apríl. Tvö tilboð bárust í undirlag og lagningu gerviefnis á völlinn. Yfirferð tilboða stendur yfir en stefnt að því að völlurinn verði tilbúinn seinni part sumars. Ný girðing og bætt aðgengi að aðalknattspyrnuvelli ÍR Verktakar hafa lokið við uppsetningu girðinga við aðalleikvang ÍR fyrir knattspyrnu og aðgengi áhorfenda og fatlaðra hefur verið bætt með malbikuðum stíg frá vallarhúsi að áhorfendasvæði. Áður en le ikt íð knattspyrnunnar hefst verður aðgengi leikmanna frá búningsklefum að leikvangi bætt. Betrumbætur á búningsaðstöðu í ÍR-heimili Skápar með læsingum hafa verið settir upp í fjórum búningsklefum ÍR-heimilisins og heitir og kaldir pottar í tveimur klefum verða tilbúnir á næstu vikum. Parkethús og tengibygging á hönnunarstigi Unnið er að hönnun byggingar sem ætlað er að tengja saman núverandi ÍR-heimili, fjölnota íþróttahús/knatthús og svokallað parkethús. Fyrirhugað er að í tengibyggingunni verði aðalinngangurinn í íþróttamiðstöð ÍR, samkomusalur, skrifstofur félagsins, búningsklefar fyrir parkethús og fjölnota íþróttahús ofl. Þá er unnið að hönnun á parkethúsi sem ætlað er að hýsi að mestu handbolta- og körfuboltaæfingar og leiki. Það er því ljóst að framkvæmdir verða miklar á ÍR-svæðinu á þessu ári og næstu árum gangi áætlanir eftir. Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud. Þriðjud. og miðvikud. 13:00-14:30 Fimmtudaga 13:00-14:30 og 17:00-19:30 Föstudaga 13:00-14:30 Laugardaga og sunnudaga 13:00-17:00 Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. Í úrslitarimmum í körfubolta og handbolta Karlalið ÍR sigraði Stjörnuna í átta liða úrslitum Dominos- deildarinnar í körfubolta eftir hörku einvígi þar sem ÍR vann þrjá leiki af fjórum. Þar með tryggði liðið sér rétt til að leika í fjögurra liða undanúrslitum í fyrsta skipti frá árinu 2005. ÍR-ingar léku síðan við Tindastól í undanúrslitunum og vann Tindastól viðureignina 3-1. Karlalið ÍR í handbolta sem lék að nýju í efstu deild í vetur í Olísdeildinni tryggði sér rétt til keppni í átta liða úrslitum. Lið ÍR lék gegn deildarmeisturunum ÍBV og vann ÍBV viðureign liðanna 2-0. Kvennalið ÍR í handbolta tryggði sér rétt til þátttöku í umspili um sæti í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa náð þriðja sæti í Grill 66 deildinni (næst efstu deild). Lið ÍR tapaði fyrsta leiknum gegn HK í umspili með tíu marka mun en jafnaði svo metin eftir æsispennandi tvíframlengdan leik í Austurbergi. Glæsilegur árangur ÍR-inga í fjölmörgum íþróttum ber vott um faglegt og öflugt íþróttastarf innan félagsins. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR sigraði á Íslandsmóti einstaklinga í keilu. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Ástrósar en hún sigraði einnig árið 2014. Ástrós sigraði aðra ÍR konu í úrslitum, Lindu Hrönn Magnúsdóttur en vert er að vekja athygli á að Linda er 59 ára og er enn meðal fremstu kvennkeilara okkar og var meðal annars valin kvennkeilari ÍR 2016 og 2017. Þetta sýnir glöggt að í keilu getur fólk verið í fremstu röð lengur en í mörgum öðrum íþróttum. Hjá körlunum komst Stefán Claessen í úrslitin en datt út í fyrsta leik og endaði því í 3. sæti. Glæsilegur árangur engu að síður hjá ÍR-ingum á mótinu. Alls tóku 24 karlar og 24 konur þátt í mótinu í ár og er þetta líklega mesti fjöldi kvenna sem tekið hefur þátt á Íslandsmóti hingað til. ÍR átti 11 þátttakendur hjá konum eða flesta frá einu félagi og komust 7 þeirra áfram í 12 manna milliriðil og 4 í 8 manna úrslit. Vel gert hjá ÍR konum. Hjá körlum voru það 9 ÍR keilarar sem tóku þátt og komust 7 þeirra áfram í 16 manna úrslitin og 5 þeirra í 8 manna úrslit, vel gert þar líka. Á mótinu í ár náði Andrés Páll Júlíusson úr ÍR sínum þriðja fullkomna leik í móti þegar hann spilaði 300 í forkeppninni og er þetta hans annar 300 leikur á árinu en hinum náði hann á WOW-RIG móti ÍR í byrjun febrúar. Andrés Páll var einn þeirra sem komst í 8 manna úrslitin og endaði í 7. sæti. Ástrós Pétursdóttir ÍR og Gúsaf Smári Björnsson KFR Íslandsmeistarar kvenna og karla í keilu 2018. Ástrós Íslandsmeistari í kvennakeilu Uppbygging á ÍR-svæðinu heldur áfram Ástrós Pétursdóttir ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR Íslandsmeistarar kvenna og karla í keilu 2018. Áhorfendur fagna sigri ÍR á Tindastóli í leik tvö. Víðavangshlaup ÍR verður haldið í 103. sinn á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl. Hlaupið er fimm km. götuhlaup en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðahöldum dagsins í Reykjavík, en enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu. Frá upphafi hefur hlaupaleiðin verið tengd miðbænum þótt ýmsar breytingar hafi verið orðið á henni. Víðavangshlaup ÍR er jafnframt Íslandsmótið í 5 km götuhlaupi og fyrsta hlaup sumarsins í Poweraid hlauparöðinni. Flestir bestu hlauparar landsins munu taka þátt og búast má við harðri baráttu um sæti og tíma. Skemmtiskokkið er frábær skemmtun fyrir foreldra og börn sem vilja gera sér glaðan dag og fagna sumri með því að hlaupa saman. Víðavangshlaup ÍR hefst stundvíslega kl. 12 og skemmtiskokkið 10 mínútum síðar. Sem fyrr verður hlaupið í miðborginni, sem skapar góða stemningu meðal hlaupara og vegfarenda, enda er auðvelt að fylgjast með og hvetja hlauparana áfram. Víðavangshlaup ÍR verður ræst í Tryggvagötu við Pósthússtræti en skemmtiskokkið fyrir framan MR í Lækjargötu. Endamark beggja er við Hitt húsið á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis miðvikudaginn 18. apríl. Einnig verður hægt að skrá sig í ÍR heimilinu þann 18. apríl milli kl. 16:30-19:00. Á hlaupdag verður hægt að skrá sig í Hinu húsinu milli kl. 9:30 og 11:00. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið nokkurn tíma að leggja bílum í miðbænum Bent er á bílastæði t.d. í Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta Reisa á nýtt þjónustuhús fyrir ÍR jafnhliða byggingu frjálsíþróttavallar. Hér má sjá tölvugerða mynd af þjónustuhúsinu.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.