Nesfréttir - mar. 2017, Blaðsíða 2
ÚT GEF ANDI:Borgarblö›ehf,Eiðistorgi13-15,172Seltjarnarnes,Pósthólf171.S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
RITSTJÓRI:KristjánJóhannsson•ÁBYRG‹ AR MA‹ UR:KristjánJóhannsson•BLAÐAMAÐUR: ÞórðurIngimarsson
UM BROT:ValurKristjánsson•NETFANG:borgarblod@simnet.is•HEIMASÍ‹A:borgarblod.is
Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 Nes frétt ir
www.borgarblod.is
Loksins loksins
Leið ari
Loksins loksins. Þessi upphafsorð ritdóms skrifaði Kristján Albertsson sem var þekktur bókmenntagagnrýnandi í blaðið Vöku í tilefni af útkomu sögunnar Vefarinn mikli frá Kasmír eftir
Halldór Laxness árið 1927. Þau komu í hugann þegar fregnir bárust
af því að farið væri að grafa yfir hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi og
áætlanir komnar á blað um frekari framkvæmdir og verklok.
Með þessu má segja að fjögurra áratuga óbyggðagöngu hugmynda um hjúkrunarheimili sé að ljúka. Um fjórir áratugir eru liðnir
frá því að Jón Gunnlaugsson læknir sem lengi bjó á Seltjarnarnesi
hóf baráttu fyrir því að hjúkrunarheimili rísi í Nesi. Ekki náist máið
fram þrátt fyrir stuðning málsmetandi manna á Nesinu á þeim
tíma – manna á borð við Magnús Erlendsson, fyrrverandi forseta
bæjarstjórnar.
Dr. Gunnlaugur Jónsson guðfræðingur sonur Jóns læknis rifjaði þessa sögu upp í greinarkorni í Nesfréttum á liðnu ári og líkti
þessari sögu við sögu hebresku þrælanna sem flúðu Egyptaland
forðum undir forystu Móse og voru fjörutíu ár á ferð sinni gegnum
óbyggðirnar en sjálfur náði Móse aldrei inn til fyrirheitna landsins.
Með þeirri samlíkingu var hann að vitna til föðurs síns sem náði ekki
að lifa það að dvelja á hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi í elli sinni.
Með síðustu ákvörðunum bæjarstjórnar Seltjarnarness virðist 40 ára þrautaganga þessa máls vera á enda. Full ástæða er til að
fagna byggingu hjúkrunarheimilisins í þeirri von að ekkert - hvorki
innanbúðar eða utanaðkomandi fái tafið þessa framkvæmt. Loksins
loksins er eitthvað að fara að gerast.
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Hluti Melabrautar á milli
Bakkavarar og Hæðarbrautar
verður tekinn til gagngerar
endurnýjunar í sumar og er eina
stóra framkvæmdin við gatna-
gerð sem áætlað er að ráðist í á
komandi sumri.
Að sögn Gísla Hermannssonar
sviðsstjóra umhverfisviðs Sel-
tjarnarnesbæjar verður gatan
grafin upp og skipt um kalda-
vatnslögn. Þá verða gangstéttir
breikkaðar og ljósastaurar fluttir
að lóðamörkum. Verður það gert
til þess að auðvelda snjómokst-
ur en ljósastaurar eru oft fyrir
snjóruðningstækjum og torvelda
umferð þeirra. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdirnar hefjist 18. apríl
eða strax eftir páska. Aðrar fram-
kvæmdir í gatnagerðarmálum verða
einkum viðhaldsverkefni þar sem
skemmdir í malbiki verða lagaðar.
Hluti Melabrautar
verður endurnýjaður
Framkvæmdir eru af hefjast við Melabraut.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Flott föt, fyrir flottar konur