Nesfréttir - mar. 2017, Qupperneq 12

Nesfréttir - mar. 2017, Qupperneq 12
12 Nes ­frétt ir U M H V E R F I S H O R N I Ð Tildra er fremur lítill, sterkbyggður og kvikur fjörufugl. Hún er skrautleg í sumarbúningi, en grárri og litdaufari á veturna. Tildran sést allt árið á Seltjarnarnesi, en mest er af henni á fartíma, þegar fuglar á leið milli varpstöðva á Grænlandi og Norðaustur-Kanada og vetrarstöðva í Vestur-Evrópu suður til Vestur- Afríku hafa hér viðdvöl. Tildrur sjást bæði í fjörum og við Bakkatjörn. Vorfarið er frá því snemma í apríl og út maí, þá sést venjulega mest af henni, stundum yfir 200 fuglar. Haustfarið er frá miðjum júlí og fram í september. Tildran dregur nafn sitt á mörgum tungumálum af því háttalagi að velta við steinum og þangi í fjörunni í leit að æti. Á síðustu árum hafa tildrur sótt í brauð, sem fuglum er gefið við Bakkatjörn. Heimild: Jóhann Óli Hilmarsson. Skýrsla um stöðu og stefnu í loftslagsmálum Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum. Í skýrslunni er farið yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, sem er að finna í Kýótó- bókuninni og Parísarsamningnum, auk Evrópureglna á grunni EES- samningsins. Ísland hefur tilkynnt sitt framlag til Parísarsamningsins um að vera með í sameiginlegu markmiði 30 ríkja (Íslands, Noregs og 28 ríkja ESB) um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Farið er yfir stöðuna varðandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og spár fram til 2030. Sagt er frá niðurstöðum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þar sem spáð er verulegri aukningu í losun til 2030. Þar segir einnig að Ísland muni ekki standa við sín markmið í Kýótó-bókuninni fyrir árið 2020 og Parísarsamningnum árið 2030 að óbreyttri þróun. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda til þessa og umfjöllun um væntanlega nýja stefnumótun og aðgerðaáætlun. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að gerð verði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamninginn, sem feli í sér m.a. græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum. Fjallað er nánar í skýrslunni um hvernig slík áætlun geti verið byggð upp, en hún mun ekki síst fjalla um hvernig hægt verði að standa við töluleg markmið Íslands til 2030. Einnig segir að stefnt sé að gerð vegvísis um langtímasýn í loftslagsmálum, þar sem m.a. verði skoðað hvenær og hvernig verði hægt að ná kolefnishlutleysi á Íslandi. Í skýrslunni er umfjöllun um lykilþætti til að ná árangri við að draga úr losun og efla kolefnisbindingu, fjármögnun verkefna og samvinnu og samstarf aðila innan og utan stjórnkerfisins. Sett eru fram sex leiðarljós í loftslagsstefnu, sem verði notuð við gerð aðgerðaáætlunar. Heimild: natturan.is Skýrsla umhverfis-og auðlindaráðherra um stöðu og stefnu í loftslagsmálum (pdf-skjal) Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar. Fugl mánaðarins - Tildra Félagsstarfið hefur verið nokkuð viðburðaríkt síðustu daga og vikur. Um miðjan febrúar var Gaman saman kvöld í salnum á Skólabraut. Góðar veitingar, Geir Ólafs söngvari og Svenni nikkari. Ágætis skemmtun og mikið dansað. Varðan, kvennadeild slysavarnafélagsins var með sitt árlega spilakvöld í salnum á Skólabraut 23. febrúar sl. þar sem eldri borgurum er boðið til þátttöku. Þátttakan var mjög góð og kvöldið skemmtilegt. Félagskonur buðu upp á glæsilegt kaffimeðlæti ásamt því að þær sköffuðu vinninga. Sendum við okkar bestu þakkir til þeirra fyrir ánægjulega kvöldstund. Miðvikudaginn 8. mars var farin „Óvissuferð“ en þá fórum við í Hörpuna þar sem boðið var upp á leiðsögn um það frábæra hús. Eftir góða skoðunarferð undir stjórn Elsu Waage fórum við á glæsilegan veitingastað Ský sem staðsettur er í Central Hotel, Ingólfsstræti 1. Þar var tekið á móti hópnum með kaffi og glæsilegu meðlæti. Þátttakendur nutu útsýnisins í veðurblíðunni og dagsins í heild en hann heppnaðist mjög vel í alla staði. Fimmtudaginn 9. mars var svo bingóið okkar góða í boði Nesklúbbsins í Golfskálanum. Þegar þessar línur eru skrifaðar 13. mars þá er ýmislegt framundan. Þann 14. mars ætlar Lions að standa fyrir félagsvist í salnum á Skólabraut en það er árvisst hjá þeim herramönnum að bjóða eldri bæjarbúum í félagsvist. 16. mars verður svo farið að sjá Ellý í Borgarleikhúsinu, en það er leikverk um söngferil og ævi Ellýar Vilhjálms. Þriðjudaginn 4. apríl ætlum við svo í aðra „Óvissuferð“. Að þessu sinni leitum við ekk langt því við ætlum að heimsækja sjónvarpsstöðina Hringbraut og fara svo á Örnu kaffihús en báðir þessir staðir eru í okkar næsta nágrenni. Til stendur að fara gangandi fyrir þá sem það geta, aðrir verða keyrðir fram og til baka. Það eru allir velkomnir, en ágætt að skrá þátttöku til að hafa c.a. fjölda. Betur auglýst þegar nær dregur. Mánudaginn 10. apríl verður svo páskaeggjabingó í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20.00 og er fólk hvatt til að taka með sér gesti. Fimmtudaginn 27. apríl verður svo vorfagnaður í salnum á Skólabraut. Þá fáum við Grillvagninn í heimsókn og borðum saman góðan mat og njótum samveru í söng og dansi. (Skráning). Aðrir dagskrárliðir skv. dagskrárblaði en þó er vert að minna á: Söngstundina alla föstudaga í salnum á Skólabraut kl. 13.00 Handavinnuna alla mánudaga og miðvikudaga í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Kaffikrókur er alla daga í króknum á Skólabraut kl. 10.30. Pútt í Risinu á Eiðistorgi alla þriðjudaga kl. 10.30. Botsía alla miðvikudaga í Gróttusal kl. 10.00. Jóga í salnum á Skólabraut mánudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 11.00. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness mánudaga og miðvikudaga kl. 18.30, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 07.30. Timburmennina á þriðjudögum í Valhúsaskóla kl. 13.00. Billjardinn á mánudögum og fimmtudögum í Selinu kl. 10.00 og karlakaffið í safnaðarheimilinu alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00. Félagsvist fyrsta fimmtudag í mánuði og bingó annan fimmtudag í mánuði. Helgistund á Skólabraut annan þriðjudag í mánuði kl. 13.30 og helgistund, dagskrá og veitingar þriðja fimmtudag í mánuði kl. 14.00. Eins og sjá má á ofangreindu þá er ýmislegt í boði í félagsstarfi eldri borgara hér á Nesinu og allir sem áhuga hafa ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Allar nánari upplýsingar um starfið liggja frammi í félagsaðstöðunni á Skólabraut en þangað eru allir velkomnir. Einnig er hægt að fá allar upplýsingar hjá Kristínu í síma 893 9800. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.