Nesfréttir - mar. 2017, Blaðsíða 4
4 Nes frétt ir
Samkvæmt gögnum frá
lögreglunni hafa verið tilkynnt um
sex innbrot á síðustu 14 mánuðum
á Seltjarnarnesi, farið var inn í
þrjá bíla og þrjú hús. Samkvæmt
lögreglunni voru skráð eftir
áramót þrjú brot þar sem hlutum
var stolið úr ólæstum bifreiðum,
segir Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri í spjalli við Nesfréttir.
Fljótlega verður boðað til
íbúafundar með lögreglunni
til að ræða löggæslumál á
Seltjarnarnesi eins og gert var
árið 2015 þegar lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins mætti á
fundinn. Send verður út tilkynning
þegar nær dregur og vonast
Ásgerður eftir að sem flestir sjái sér
fært að mæta. Fjallað verður m.a.
um hvernig hægt sé að draga úr
líkum á innbroti. Bent hefur verið
á að húsnæði sem stendur autt
til lengri tíma getur verið auðvelt
skotmark innbrotsþjófa, en þá er
hægt að grípa til ýmissa ráðstafana
til að draga úr líkum á innbroti.
Einnig er gott að geta leitað til
nágranna þegar farið er í frí og fá
þá til að líta til með húsnæðinu,
segir Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri.
Sex innbrot á
14 mánuðum
KOMDU MEÐ BÍLINN Í
FRÍA TJÓNASKOÐUN
Vottað réttinga- og málningarverkstæði
GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu.
Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni.
Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.
Dragháls 6-8 • 110 Reykjavík sími 567 0690
netfang tjon@tjon.is • www.tjon.is
Rétting og málning
Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda
og notum aðeins viðurkennd efni og
tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.
Smáviðgerðir
Samhliða viðgerðum getum við skoðað
ástand helstu slitflata og öryggisþátta,
s.s. bremsur.
Innréttingar / áklæði
Tökum að okkur viðgerðir á sætum,
innréttingum ofl.
Bílaþvottur / djúphreinsun
Bjóðum við upp á almennan bílaþvott,
djúphreinsun, bón ofl. Frír þvottur fylgir
öllum viðgerðum.
Tjónaskoðun
Við skoðum bílinn og undirbúum
tjónamatið sem sent er til
tryggingafélaga.
Framrúðuskipti
Skiptum um framrúður og önnumst
annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll
rúðutjón jafnt límdar rúður sem og
aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.
Mössun / snyrting á lakki
Við bjóðum upp á ráðleggingar og
gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.
Dekkjaþjónusta
Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk
á bílnum á meðan hann er í viðgerð.
Nágrannavarsla
Skeljagrandi 1 · 107 Reykjavík
Sími 899 3417 · www.tölvuland.is
PC og Apple
tölvuviðgerðir
Fullkomið tölvuverkstæði og margra
ára reynsla og þekking fagmanna
Ætlunin er að vinna nýtt deili-
skipulag fyrir Bygggarðasvæðið
þar sem eldra skipulag er ekki
talið henta hugmyndum uppbygg-
ingaaðila á svæðinu.
Fyrstu framkvæmdir verða hins
vegar við lagnakerfið sem að sögn
Gísla Hermannssonar sviðsstjóra
umhverfissviðs er lélegt og getur
á engan hátt nýst nýbyggingum á
svæðinu. Hann segir að endurnýja
þurfi allar stofnlagnir sem aðrar
lagnir allt frá Lindarbraut út fyrir
Bygggarða. Einnig þarf að huga að
lögnum í tengslum við Hjúkrunar-
heimilið. Gísli segir hugmynd um
að starfsmenn Seltjarnarbæjar geti
annast þetta verk sjálfir. Það myndi
spara bæjarfélaginu kostnað.
Nýtt lagnakerfi
í Bygggörðum
Tillaga að Bygggarðasvæðinu sem kynnt var fyrir nokkrum árum.
Nú er að ljúka vinnu við uppgang
í stjörnuskoðunarturninn við
Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi en
ætlunin er að koma nýjum kíki
fyrir í turninum innan tíðar.
Eldri uppgangur var mjög
þröngur þannig að smíða varð nýjan
stiga. Til þess að gera aðkomu að
stjörnuskoðunarkíkinum auðveldari var ráðist í smíði á sex metra löngum
hringstiga upp í turninn. Með hinum nýja uppgangi verður mun auðveldara
að komst að kíkinum en börn eru tíð á meðal stjörnuskoðunargesta.
Nýr hringstigi upp í
stjörnuskoðunarturninn