Nesfréttir - mar. 2017, Síða 14
14 Nes frétt ir
GETRAUNANÚMER
GRÓTTU ER
170
www.grottasport.is
G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is
Á dögunum færðu nokkrir
ungir Gróttumenn félaginu styrk
að fjárhæð ein milljón króna. Það
var Lífsnautnafélagið Leifur sem
færði félaginu þetta fjármagn en
hópurinn samanstendur að mestu
af drengjum af Seltjarnarnesi
sem stunduðu íþróttir í Gróttu á
árum áður.
Þetta er fjórða árið í röð sem
þessi hópur færir Gróttu veglega
peningagjöf. Fjárhæðin safnaðist á
árlegum gamlársfagnaði sem kallast
Ljóminn og hefur verið haldinn af
hópnum í íþróttamiðstöð Gróttu
undanfarin ár. Grótta þakkar
hópnum kærlega fyrir styrkinn
sem kemur sér vel á viðburðaríku
afmælisári félagsins.
Ljóminn færir Gróttu
veglega peningagjöf
Grótta vann góðan sigur á
Haukum í Olís-deild kvenna í
handbolta á dögunum, 18-28,
á Ásvöllum. Sigurinn er afar
mikilvægur hjá Íslandsmeistaraliði
Gróttu sem fara fyrir vikið upp
í 5. sæti deildarinnar og eiga
góða möguleika á að komast í
úrslitakeppnina í lok leiktíðar eftir
slæma byrjun á tímabilinu.
Gróttukonur hafa unnið fjóra
af síðustu fimm leikjum sínum og
eru í 5. sæti Olís-deildar kvenna með 17 stig, jafn mörg og ÍBV sem situr
í 4. sætinu. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um
Íslandsmeistaratitilinn.
Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni en í þeim mætir
Grótta m.a. botnliðunum tveimur, Selfossi og Fylki.
Eiga góða möguleika
Sími: 588 9705
www.skautaholl.is
Opnunartímar:
Mánud., Þriðjud. og Miðvikud.
13:00 til 15:00.
Fimmtudaga
13:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30.
Föstudaga
13:00 til 19:00.
Laugardaga og Sunnudaga
13:00 til 18:00.
Skólar og sérhópar:
Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00.
www.likamioglifsstill.is
Þegar þetta er skrifað
hefur meistarflokkur karla í
handbolta unnið tvo frábæra
sigra fyrst gegn toppliði
Hauka og svo vann Grótta
annan frábæran sigur gegn
Aftureldingu í Mosfellsbæ,
32:31, í 23. umferð Olís-deildar
karla í handbolta.
Grótta komst með sigrinum
upp í 6. sæti og er með 20 stig, tveimur stigum á eftir Val og fjórum stigum
frá botninum. Grótta hefur alls unnið fjóra leiki á þessu ári og stigið stórt
skref í áttina að því að bjarga sér frá falli.
Frábærir sigrar
Meistaraflokkur kvenna í handbolta:
Meistaraflokkur karla í handbolta: