Nesfréttir - mar 2017, Qupperneq 5
Nes frétt ir 5
Mikið fjör var við opnun Systrasamlagsins
við Óðinsgötu 1 laugardaginn 11. mars,
en Systrasamlagið var áður til húsa við
Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Af því tilefni
var efnt til morgundjamms í versluninni
sjálfri sem er engin venjuleg búð heldur líka
lífrænt kaffihús sem selur allt frá jógafatnaði
til Flothetta og allt frá látúnsmerkjum og
naglalökkm til lífræns macchiato.
Almenn ánægja er með komu nýja
Systrasamlagsins í 101 sem þykir sérlega fallega
hannað af Unni Sigurðardóttur innanhúshönnuði
í samvinnu við þær systur Jóhönnu og
Guðrúnu Kristjánsdætur.
Hér eru nokkrar ljósmyndir sem m.a.
Anna Kristín Þorsteinsdóttir tók frá opnun
Systrasamlagsins.
Systrasamlagið flytur á Óðinsgötu 1
SUMARSTÖRF HJÁ SELTJARNARNESBÆ 2017
Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 1999 og eldri).
Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf.
Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (1997 og eldri) í störf flokkstjóra og leiðbeinenda.
Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um störf.
Sjá nánar á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2017
Sótt er um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100.
ViNNUSkóLi 8. – 10. BEkkUR og 17 ÁRA F. 2000
Vinnutími Vinnuskóla verða 7 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2000
og 2001. Vinnutími verða 3,5 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2002
og 2003.
Ekki er unnið á föstudögum. Vinnutímabil Vinnuskólans er frá 12. júní til 27. júlí.
Umsóknarfrestur er til 2. maí 2017
Vinnuskólinn verður settur 8. júní kl. 11:00 í Valhúsaskóla