Nesfréttir - mar. 2017, Blaðsíða 6

Nesfréttir - mar. 2017, Blaðsíða 6
6 Nes ­frétt ir Auglýsingasími 511 1188 Nýjustu fréttir af verkefninu má finna á facebook.com/plastsofnun Skolið umbúðir svo ekki komi ólykt við geymslu Setjið umbúðirnar í pokann og bindið fyrir þegar hann er fullur Staflið þeim saman svo þær taki minna pláss Setjið pokann í gráu tunnuna fyrir almennt sorp 1 2 3 4 Það er einfalt að flokka plastumbúðir á Seltjarnarnesi Pokar fyrir plastumbúðir fást íbúum að kostnaðarlausu í íþróttamiðstöðinni Við flokkum pokana svo frá öðrum heimilisúrgangi í móttökustöð SORPU og komum plastinu í endurvinnslu Candizol® 150 mg Eitt hylki – einu sinni – án lyfseðils H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 3 0 3 0 Félagar í Lionsklúbb Seltjarnar- nes hafa verið að setja upp staura og merki á Seltjarnanesi undan- farin ár þar sem gamlar varir og merkir staðir á Nesinu eru merktir inn. Það eru myndir af fuglum sem prýða merkin og svo upp- lýsingar um viðkomandi stað, vör eða uppsátur sem er staður sem bátar voru sjósettir og teknir upp í gamla daga. Þegar gengið eða hjólað er göngustíginn sem liggur með sjónum kring um Nesið er hægt að sjá þessa staura þar við. Fyrsta merkið var sett upp 24. ágúst 1995 og eru þau orðin 32 víðsvegar um Nesið. Staurar- nir eru rekaviðarstaurar sem koma víðsvegar af landinu, t.d. Norðan á Skaga, frá Ökrum á Snæfellsnesi og Ófeigsfirði á ströndum. Félagarnir í klúbbnum hafa sótt þennan rekavið. Þessar merkingar eru unnar í samvinnu við Seltjarnanesbæ, Fuglavinafé- lagið, Landmælingar, Merkingar ehf og ýmsa fræðimenn. Öll merkin eru mynduð og staðsett með GPS hnitum. Þessar merkingar verða svo aðgengilegar á vef Seltjarnanesbæjar. Merkja merka staði Lionsmenn á Seltjarnarnesi

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.